sunnudagur, 18. mars 2007

18.mars

Þá er kominn dagur og ég fékk lítið að sofa í nótt....flugferðin suður gekk mjög vel í gær, Elín Inga var reyndar orðin frekar leið í restina en Alexander stóð sig vel þrátt fyrir veikindin...mamma & pabbi stóðu spennt við hliðið og biðu eftir okkur...það var mikil gleði að sjá þau, þegar heim var komið og allir búnir að jafna sig eftir flugferðin skutluðumst við pabbi og Kristjana að skoða íbúðin hjá Erni sem var alveg glæsileg...svo komu fullt af gestum til mömmu og pabba og mikil gleði...Elín Inga ór svo að sofa á sínum vanalega tíma og Alex líka....við Kristjana hentum okkur í sófann og horfðum á TV þegar Lovísa & co og Örn voru farin og sofnuðum við í góða 2 tíma í yndislega nýja sófanum...fórum inní rúm svo kl 2....en þá komu ma & pa heim af árshátíð sem þau voru á.....þá vaknaði Elín Inga og ég ákvað að leyfa henni að sofna aftur áður en ég færi inn svo við mamma sátum inní stofu alveg heillengi...en þegar ég kom svo aftur inní herbergi var daman ennþá vakandi og sofnaði ekki fyrr en kl 6...púffffsvo ég fékk nettan klukkutíma svefn þá.....ég verð að gjöra svo vel að sofa vel í vélinni til boston á eftir...en það er alveg 5 1/2 tíma flug...hlýt að lifa þetta af...(svefnpurkan ég).

Jæja nú þegar ég er búin að vorkenna sjálfri mér (hehehehe) þá ætla ég að horfa á endursýninguna á spaugstofunni og skella svo í mig góðum sunnudagshádegismat að hætti fjölskyldunnar....svo er það sturtan og útá völl.....

Annars er allt gott að frétta & allir hressir.

Endilega skrifið mér e-ð skemmtilegt svo ég geti lesið á bloggið úti....því ég get ekki skrifað sjálf nema inní commentin....

Later.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl ´skan, væri alveg til í að hitta þig yfir páskafríið ef það er hægt. Sendi þér kannski nokkrar línur á mailið þitt. Knús og kram Fanney

Nafnlaus sagði...

Hæ sweety
Þetta er nú meira Boston bröltið á þér. Ég var að koma úr 4.daga ferð og mun styttra flugi, það dugði mér sko ;) annars trúirðu því ekki hvað ég mannaðist í ferðinni, borðaði ma.kengúru og krókódíl og drakk bjór í massavís, hefurðu e-h tíman séð mig drekka bjór ?? :)
Hafðu það annars súper gott og hlakka til að sjá þig sem fyrst. Mig minnir að Gunna hafi verið að tala um saumaklúbb næst þegar þú yrði í bænum... sem er hvenar ??
kv.Elín

Karen sagði...

Ég sit nú á skrifstofu í álveri í Canda ofursödd eftir hádegismatinn. Nei, Elín ég hef ekki séð það og býð þig velkomna í bjórhópinn...hehehe
Við vorum búnar að festa 2.apríl í saumaklúbb & sukkerí og vonandi mæta allar.
Ég er farin að borða sushi svo það er nokkuð ljóst að maður þroskast í svona ferðalögum :)

Nafnlaus sagði...

Sæl vinan.... Vá hvað það hefði verið gaman að hittast hérna úti, það hefði verið snilld!!! Já og í gær þá borðaði ég snigla... Ég er líka kona nýjunganna svo!! Alla vegana, hafðu það gott úti, hlakka rosalega til að hittast heim á reyðarfirði, sem verður reyndar ekki strax en ég meina!!!
Kveðja Sigga Dísa ;-)

Nafnlaus sagði...

Halló sæta,
Já ég segi eins og Elín, það er nú meira Boston bröltið á þér... En gaman að því:-)
Hlakka mikið til að hitta ykkur skvísurnar 2. apríl og slúðra og sukka soldið:-) Við vorum nú ekki búin að ákveða hvar við eigum að hittast, en það er nú ekki vandamálið.
Hafðu það alveg svakalega gott í Boston og hlakka til að sjá þig skvís.
Kveðja, Gunna sem er orðin eins og hvalur:-)

Karen sagði...

Hvalur já, ég á nú erfitt með að trúa því...það er spurning um að hittast kannski á veitingastað...annars er mér alveg sama...bara ef við hittumst.
ég á nú ekki von á því að fara meira út fyrir alcoa, en mar veit svo sem aldrei...
Karen í Canada