miðvikudagur, 14. mars 2007

14.mars

Alexander hringdi í mig í morgun...ég sá bara að leikskólinn var að hringja og þegar ég svaraði þá heyrðist röddin hans..."hæ, ég er að æfa mig að hringja"þá var hann í hópastarfi og fékk að velja það að æfa sig í því...heheh...algjör rúsína...mér fannst þetta auðvitað alveg æðislegt að hann skildi hringja.

Elín Inga var e-ð að rembast bak við stól í gær og ég sagði við hana "hvað ertu að gera? "kúka" sagði hún þá...heheh...þá rauk ég með hana inná bað og skellti henni á klósettið og hún kúkaði sem sagt í klósettið...og fannst það alveg ferlega skemmtilegt...að horfa sem sagt á HANN fara alla leið útí sjó...hehe....þessar elskur

þvílíkur hasar hérna á austurlandinu.....löggan var e-ð að eltast við gaur á mustang á egilsstöðum, og alla leið hingað yfir....löggan var næstum búin að þrykkja inní hliðina á bílnum mínum þegar ég var að sníglast yfir götuna....stórborgin Reyðarfjörður

Svo var alveg yndislegt veður hérna í dag....glampandi sól & sumar....

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hann þór hefur tekið hasarinn með sér úr borginni ;o) Hann var í þessari eftirför. Honum leiðist greinilega ekki þarna fyrir austan.. virðist alltaf vera nóg að gera núna hjá löggunni eftir að hann fór austur.. hehe