Já, þær komu okkur heldur betur á óvart þær mæðgur, Sigga Dísa & Rakel Sara voru mættar á svæðið þegar við komum heim úr vinnu og skóla á miðvikudaginn....það æði!!!
Við áttum alveg meiriháttar tíma, spiluðum Wii og hlógum eins og okkur einum er lagið :)
Rakel Sara er alveg meiriháttar...voða hamingjusöm & brosir út í eitt, bara sætust.
Við urðum svo eftir í tómarúmi þegar þær fóru, seinnipartinn á sunnudaginn.
En núna er bara vinnan framundan og ekkert að minnka álagið þar, sem er bara gott...svo styttist í smá frí líka.
Arnar er nú að hugsa um að fara suður 14 mars - 17 mars, og taka prinsessuna á bænum með sér....kemur svo einn til baka að sækja okkur Alörn, þ.e.a.s. ef það gengur upp.
Við fórum í afmæliskaffi til ömmu Siggu áðan, og svaka veitingar ...úfff....það var allavega enginn kvölmatur eftir svona veislu :)
Ég settist niður til að skrifa e-ð voða mikið og núna er ég alveg tóm....kræst :(
Það eru allavega allir hressir & kátir hérna megin og mikil tilhlökkun að koma suður.
Hey, já eitt enn....ég er búin að ákveða að setja engar uppskriftir inn...ef þið viljið fá þær...verði þið að koma og sækja þær...heheh.....
LATER
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Gestir komu & fóru
Já, þær smelltu sér á austurlandið, tengdamamma & Guðrún...þær áttu á koma á fimmtudag en þar sem veðurofsinn var svo mikill var hvorki hægt að ferðast fljúgandi né bílandi og hvað á labbandi enda voru allir fjúkandi :)
Þær lentu svo heilar á föstudagsmorguninn og voru Arnar & Elínga mætt á völlinn með fagnaðarlæti og húllumhæ, þær og amma Sigga mættu hressar í mat um kvöldið og var svo spilað frameftir öllu....og mikið hlegið.
Helgin var nú öll frekar skemmtileg og leið eins og aðrir dagar...á met hraða
Nú bíðum við öll spennt eftir næstu gestum og frekari skemmtun :)
Arnar er farinn að æfa fótbolta, í fyrsta skipti á ævinni og ekki með neinu slora-liði.....
KFR eða Knattspyrnufélagi Reyðarfjarðar.....svo maður er nú bara orðinn " Footballers wife " heheh....
Alörn & Elínga eru með skemmtilegt lag á heilanum þessa dagana....og ó,ar um húsið í tíma og ótíma....." you were just too busy being fabulous, too busy to think about us "
og svo auðvitað þegar síminn minn hringir þá byrja þau " lítið ástarbréf merkt X til þín ....."
Skemmtilegt....voða mikið sungið hérna á þessum :)
Við fórum í foreldraviðtal í skólanum í gær, Alörn fékk frekar góða umsögn, sett útá eitt og það er hversu lengi hann er að gera ALLA hluti...ég bara skil ekki hvernig stendur á því...ég hélt að mín óþolinmæði & " Gera allt strax" árátta myndi ná yfir mín börn, barnabörn og barnabarnabörn....en það er kannski ágætt að það stoppi á mér :)
Svo fengum við að vita að stelpurnar keppast um prinsinn....þær rífast víst ef þær fá ekki sinn tíma með honum....enda svaka sjarmur á ferðinni.
Arnar er nú kominn nánast alveg á Reyðarfjörð, vinnulega séð, hann er að undirbúa húsnæðið...eða skafa dúkinn af gólfinu svo hægt verði að leggja ný gólfefni....og verður í því að gera & græja hlutina þar....eða alveg þangað til það á að opna....í apríl-lok.
Svo það er meira en nóg að gera hjá honum.....og mér reyndar líka, og ekki getur maður kvartað undan því.
Við erum öll alveg ferlega hress og hlökkum til að koma suður eftir rúman mánuð og "reyna" að sjá sem flesta
Ég bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað.
LATER
Þær lentu svo heilar á föstudagsmorguninn og voru Arnar & Elínga mætt á völlinn með fagnaðarlæti og húllumhæ, þær og amma Sigga mættu hressar í mat um kvöldið og var svo spilað frameftir öllu....og mikið hlegið.
Helgin var nú öll frekar skemmtileg og leið eins og aðrir dagar...á met hraða
Nú bíðum við öll spennt eftir næstu gestum og frekari skemmtun :)
Arnar er farinn að æfa fótbolta, í fyrsta skipti á ævinni og ekki með neinu slora-liði.....
KFR eða Knattspyrnufélagi Reyðarfjarðar.....svo maður er nú bara orðinn " Footballers wife " heheh....
Alörn & Elínga eru með skemmtilegt lag á heilanum þessa dagana....og ó,ar um húsið í tíma og ótíma....." you were just too busy being fabulous, too busy to think about us "
og svo auðvitað þegar síminn minn hringir þá byrja þau " lítið ástarbréf merkt X til þín ....."
Skemmtilegt....voða mikið sungið hérna á þessum :)
Við fórum í foreldraviðtal í skólanum í gær, Alörn fékk frekar góða umsögn, sett útá eitt og það er hversu lengi hann er að gera ALLA hluti...ég bara skil ekki hvernig stendur á því...ég hélt að mín óþolinmæði & " Gera allt strax" árátta myndi ná yfir mín börn, barnabörn og barnabarnabörn....en það er kannski ágætt að það stoppi á mér :)
Svo fengum við að vita að stelpurnar keppast um prinsinn....þær rífast víst ef þær fá ekki sinn tíma með honum....enda svaka sjarmur á ferðinni.
Arnar er nú kominn nánast alveg á Reyðarfjörð, vinnulega séð, hann er að undirbúa húsnæðið...eða skafa dúkinn af gólfinu svo hægt verði að leggja ný gólfefni....og verður í því að gera & græja hlutina þar....eða alveg þangað til það á að opna....í apríl-lok.
Svo það er meira en nóg að gera hjá honum.....og mér reyndar líka, og ekki getur maður kvartað undan því.
Við erum öll alveg ferlega hress og hlökkum til að koma suður eftir rúman mánuð og "reyna" að sjá sem flesta
Ég bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað.
LATER
miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Öskudagur
Alex mætti í skólann kl.8...skipulögð dagskrá fyrir skólakrakkana...ægileg spenna að klæða sig í morgun, hann kom svo heim með fullann poka af nammi....kræst...þetta verður aldrei borðað allt, nema Elín Inga komist í þetta, hún er eini nammi-grísinn á bænum.
Elín Inga er búin að vera lasin síðan um helgi og fékk að vera Solla Stirða hérna heim með ömmu Siggu......geggjað stuð!!!
Minn dagur var svo í gær....SPRENGIDAGURINN!!!!
Ég fékk að sjálfssögðu saltkjöt & baunir í hádegismat og miðað við svona stórt mötuneyti þá var þetta rosa gott.....
Svo byrjaði eldamennskan þegar heim var komið, og ó mæ ó mæ....þetta er það allra besta sem ég fæ ( að borða) :)
Elín Inga fer líklega ekkert í leikskólann þessa vikuna, er komin á pensilín og hitinn farinn að lækka...svo það er ágætt að vera bara heima með ömmu Siggu á morgun og svo ömmu Ingu á föstudaginn....
Inga tengdó er sem sagt að koma annað kvöld og verður fram á sunnudag....fjör!!!
Svo er hún Sigga Dísa mesta skvísa & hennar allra fallegasta prinsessa vonandi að koma á sunnudaginn.
Meira síðar...
LATER
sunnudagur, 3. febrúar 2008
Sjálfstætt fólk
Já, ég var að horfa á sjálfstætt fólk áðan, með Jóni Gnarr...og vá hvað þetta var e-ð góður þáttur og þá sértsaklega þegar hann fór að tala um hvað væri það versta í heiminum í dag...."Eigingirni" & "Sjálfselska"....og hann rökstuddi það nú nokkuð vel.....ég verð að vera sammála þessu, og þetta prinsessu-syndrome...jújú...hef sé þetta hjá þónokkrum....en hef samt aldrei geta komist að því hvað þetta sé í raun og veru....þangað til Gnarrinn opnaði augun mín....ætli hann verði ekki svona "goð" í mínum augum núna.....allavega næstu daga.
Það er búiðað snjóa & snjóa hérna...við byrjuðum daginn á að moka bílana upp og síðan þá er búið að snjóa ca 1 metra.....ekki grín.....hef aldrei séð annað eins, þetta er ótrúlegt alveg.....við þurftum að moka göng í garðinum svo Elín Inga gæti verið úti....og vó hvað það var fyndið að fylgjast með henni úti í dag.....
Þetta er allavega búin að vera yndisleg helgi og núna er Pressan að byrja....alltaf e-ð....
LATER
Það er búiðað snjóa & snjóa hérna...við byrjuðum daginn á að moka bílana upp og síðan þá er búið að snjóa ca 1 metra.....ekki grín.....hef aldrei séð annað eins, þetta er ótrúlegt alveg.....við þurftum að moka göng í garðinum svo Elín Inga gæti verið úti....og vó hvað það var fyndið að fylgjast með henni úti í dag.....
Þetta er allavega búin að vera yndisleg helgi og núna er Pressan að byrja....alltaf e-ð....
LATER
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)