fimmtudagur, 31. janúar 2008

...langt símtal eða!!!

Maður spyr sig .....hehehe, nei ekki alveg
Vó!!! í morgun þegar við vöknuðum þá var bara allt komið á kaf í snjó...og bylur á leiðinni og ójá, það er sko búið að vera geggjað veður hérna í dag, Arnar komst ekki á Egilsstaði og fólk var að missa bílana sína útaf alveg ville vekk..heheh....
Ég fékk að prófa að keyra svona litla gröfu sem maður stjórnar með joyöstick pinnum sitt hvoru megin við lappirnar (vó) í hádeginu og prófaði líka að taka í gámalyftara sem er hjúmongus....alltaf fjör í vinnunni sko :)
Það var svo allt orðið ófært þegar ég var búin í vinnunni og þessa stuttu leið heim til mín frá álverinu þurfti ég að stoppa nokkrum sinnu sökum blindbyls....þá fór ég nú að vorkenna fólkinu sem býr á öllum hinum stöðunum hérna í kring....púfffff....sem komst ekki heim til sín.
Spennandi að sjá hvernig morgundagurinn verður......ég meina, pósturinn kom ekki einu sinni..hehe...
Svo er nú svaka frostspá fyrir helgina og þá verður sko gott að vera bara heima með heitt kakó & kósý....Mmmmm
Þorrablótið var alveg rosalega skemmtilegt og strax farin að hlakka til þess næsta....mikið dansað & mikið sungið.....:)
Alexander fer með hverja lestrabókina á fætur annari og stendur sig eins og hetja og orðinn nokkuð sleipur í reikning líka...svo og enskunni
Elín Inga fer svona upp og niður með sitt bleyju-mál...einn daginn fer allt í klósettið og hinn daginn fer allt úr um allt.....markmið að vera hætt þessu veseni fyrir páska, þegar við förum til NEWCASTLE.....íhaaaaaa

Jæja, er orðin alveg GALtóm e-ð
Reyni að vera dugleri með þetta......

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Knús á þig snúlla kv,Fannsa