Enn einn mánudagurinn genginn í garð...Það var klárað að leggja parketið á laugardaginn og listarnir kláraðir í gær, og húsið virðist stærra..hehehe...kemur á óvart, ég hlakka til að komast heim á eftir og þrífa & þrífa...gerði bara pínulítið af því í gær, þar sem hann kláraði svo seint og svo er dagskráin á stöð 2 orðin nett góð á sunnudagskvöldum....en næturvaktin er að sjálfssögðu í fyrsta sæti....magnaðir þættir þar á ferð.
Ég reikna með að Örn flytji inn á okkur í nokkra daga núna, þar sem Jónas parkeleggjari með meiru er að fara að taka íbúðina sem hann býr í í gegn núna...
Við ætlum svo að mála eldhúsið, stofuna og ganginn.....einhverntímann eftir næstu helgi....smá pása í húsamálum þegar búið verður að þrífa....
Ég tek fleiri myndir í vikunni og hendi þeim inn.....lofa, langar bara ekkert að taka myndir af öllu þegar það er allt í drasli og skítugt.
Alexander er búinn að vera undanfarið að telja ....telur allt...og ekkert....var kominn uppí 213 um daginn og nennti þá ekki meir.....Elín Inga ætlaði sko ekkert að vera minni manneskja og byrjaði líka að telja....hún komst þó ekki lengra en 18....heheheh...
Alexander Örn er með mér í vinnunni í dag, verður væntanlega með pabba sínum á morgun og ekki alveg komið á hreint með miðvikudaginn.....væri voða gott ef Örn gæti bara tekið hann þá...heheh...segi svona bara....en það er vetrarfrí í skólanum - ég segi nú bara fyrir mitt leyti vildi ég frekar að skólinn væri búinn fyrr á vorin....og sleppa þessu vetrarfríi.
Svo er það Ingimar Örn til lukku með daginn...35 ára
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hmm...nú þegar árgatan er í rusli þá er gott að hafa þak yfir höfuðið hjá góðu fólki
Skrifa ummæli