Iðnaðarmenn....er svo búin að fá nóg af þeim...þegar ég kom heim í gær var ég alveg viss um að búið væri að tengja allt í eldhúsinu...en neinei...en hann sagðist klára það í fyrramálið...svo hann ætti í raun að vera á fullu heima núna að klára...eða að vera búinn....ég mun reyndar stoppa í mýflugumynd heima á eftir, rétt til að pikka upp bakpokann sem ég tek með mér suður seinnipartinn....spennandi að sjá hvort allt sé reddy...ég á reyndar alls ekki von á því....
En sá sem ætlar að parketleggja fyrir okkur kom í gærkvöldi og skoðaði aðstæður, það er nú önnur hringavitleysan...nokkrir búnir að segjast ætla að taka þetta að sér....en svo gerist ekkert...er þessum mönnum kennt að koma fram við aðra eins og "piece of shit"...nei, ég bara spyr.."#$#"%&#!
Hann var allavega nokkuð bjartsýnn og ætlar að byrja á miðvikudag/fimmtudag...hann mun þá byrja á eldhúsinu...svo hægt sé að koma ísskápnum og uppþvottavélinni á sinn stað....og kannski svona öllu eldhúsdraslinu sem er í stofunni...en það getur ekki farið í skápana fyrr en búið er að klára innréttinguna...blablabla....finnst ég alltaf vera að segja sömu hlutina....
en EF allt gengur upp...sem það klárlega gerir ekki....og við skulum bara ekkert fara útí það....
Krakkarnir eru svona glimmrandi hress & kát, Alexander er orðinn mjög duglegur að lesa og er kominn á lestrabók númer 3...sem er nokkuð gott og við voða stolt af prinsa
Elín Inga apir svo allt upp eftir honum þegar hann les...og er hún voða stolt af sjálfri sér, gaman af því
Ég mun nú stoppa stutt í borginni en þarf að sitja námskeið á vegum vinnunnar á morgun og tek flugið heim um kvöldmatarleytið á morgun...vona samt að ég nái að koma heim með nýtt áklæði á sessurnar í eldhúsið.
Arnar fer að vísu suður á föstudaginn til að fundast á vegum vinnunnar og heim aftur á laugardag...magnað hvað þetta flakk er alltaf þegar maður þarf að vera heima við....
Endilega segið mér einhverjar skemmtilegar sögur á þessum skemmtilega tímapunki
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli