mánudagur, 22. október 2007

22. Október

Get nú ekki neitað því að vera pínu þreytt...ég kom með flugi frá Reykjavík klukkna 17 á föstudaginn, þá var brunað beint heim...rétt tekið uppúr töskunni og farið út að borða með pabba og Erni, fórum á hótelið...það er nú bara næsta hús við okkur, voða nice...Alex fór svo til ömmu Siggu og við við fórum í Árgötuna þar sem parketleggjarinn var að vinna heima...horfðum aðeins á TV og pilluðumst svo heim, þurftum að setja einhverjar flíkur í tösku og svo beint að sofa, vöknuðum græjuðum og tókum breakfast á Olís, skunduðum á Egilsstaði og fórum 10 manns í einn Econoline á leið á Hornafjörð....fórum Öxi og vorum 2 tíma á leiðinni, fórum beint á hótelið og skiluðum af okkur töskunum, hittum svo N1 strákana að Höfn og smá óvissuferð sett í gang, það var farið útá Ósland og þaðan með litlum blöðrubát yfir í suðurfjörur og djöflast á fjórhjólum þar....frekar skemmtilegt, svo var farið að græjast fyrir kvöldið og það var voða gaman, fengum alveg meiriháttar mat og skemmtilegt show - mæli alveg með því, við ætlum að vísu ekki að fara aftur eftir 2 vikur með Eimskip...en það er nú af því það er svo mikið að gera hjá okkur.
Við vorum svo að skila okkur heim uppúr kl. 16 í gærdag...náðum í Alex og héldum heim þá tók á móti okkur gríðalegt ástand af rusli & drasli...við ákváðum bara að drífa okkur í sund í þessarí líka grenjandi rigningu en við höfðum öll bara gott af því. Fnegum okkur samloku á Tærgesen og héldum svo heim að koma stofunni í fyrra horf, en það er sem sagt búið að parkeleggja stofuna, nú er eftir holið og herbergið hans Alexanders, ég er svo að fara suður á eftir og kem til baka á miðvikudagskvöld....er alveg að vona mikið að hann verði þá búinn að leggja allt parketið...þá mun taka við alsherjar hreingerning....en það á að vísu eftir að mála stofuna og ganginn..heheh....

Meira síðar

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JÚ HALLÓ..... hvað segiði allt bara orðið reddí heima??? Endilega settu inn myndir svo maður geti skoðað hvað allt er orðið fínt ;-) Já hvað segiru, bara allt að verða vitlaust í skemmtanalífinu á Austfjörðunum og allt að verða crazy í álverinu... maður má bara ekki bregða sér í burtu!! hhehehe