Helgin leið heldur betur hratt...Arnar fór útá Vattarnes fyrir kl.9 á laugardagsmorguninn, mamma , Kristjana og Alex fóru líka...ég byrjaði að tæma eldhússkápana og raða öllu sem er í daglegri notkun á skenkinn í stofunni og allt í kring...byrjaði svo að skrúfa hurðarnar af skápunum...mamma kom svo til baka um hádegið og náðum við heldur betur að gera meira en við reiknuðum með...svolítið erfitt að skrúfa 47 ára fitugar og ógisslegar skrúfur...við grilluðum svo hammara í matinn og Arnar kom heim um kvöldmatarleyitið...en hann var sem sagt að smala útá Vattarnesi ásamt pabba, Erni og fleiri góðum gæjum.
Það var voða lítið gert eftir matinn....allir frekar þreyttir.....
Það var svo byrjað aftur strax á sunnudagsmorgninum að halda áfram að rífa niður, en þá vorum við Arnar í því og mamma með Elín Ingu....klukkan átta um kvöldið var svo allt komið niður sem hægt var að taka niður og búið að sparsla og mála svona nett yfir.
Þegar ég kom heim í gær var búið að laga pípurnar undir eldhúsvaskinum og gera voða flott þar....en þarna undir voru sko stærstu og klunnalegustu rör ef kallast þá rör þarna undir, var ekki alveg að passa við nýju línuna sko....
Rafvirkinn kemur í dag, en það þarf að færa dósir og gera nýjar og græja....flott mál, svo vonandi þegar ég kem heim úr vinnunni í dag verður svona slatti kominn upp...en með okkar heppni/óheppni gerist þetta mun hægar en áætlað var...það er bara svo oft þannig
Píparinn kemur svo á morgun til að færa ofnana....jeiii, þá er hægt að fara að hugsa um parketið....sem bíður inní gestaherbergi.
Við mamma, Kristjana & Elín Inga röltum í húsasmiðjuna í gær að sækja nýja eldhúsvaskinn....en það þurfti að sérpantann fyrir mig....ég hef reyndar í gegnum tíðina alltaf valið Byko á undan húsasmiðjunni, veit svo sem ekkert sértsaklega af hverju það er....allavega, við mamma fórum í Byko á föstudaginn til að kaupa vaskinn...ég sagði við mömmu á leiðinni inn...það er reyndar ekkert sérstaklega góð þjónusta hérna, ég stoppaði svo strák sem var þarna að labba einn ganginn og spurði um eldhúsvaska...hann segir strax “ spurði manninn á kassanum, ég veit EKKERT”...heheh, ég gat nú ekki annað en brosað til mömmu sem gapti þarna af undrun...ég spurði svo manninn á kassanum...hann spurði svo annan mann..sem sagði...við eigum e-ð inná lager...en það eru bara svona eitt hólf og borð...ég alveg , já, ok...ég vil einmitt svona eitt og hálft hólf bara, þá leit hann strax undan og sagði, já, við eigum það ekki til...ég stóð þarna aðeins og vissi varla hvað ég átti að gera....en spurði svo, eigi þið bæklinga eða e-ð sem ég get skoðað, því heimasíðan sýnir voða lítið úrval....nei, þeir áttu það nú ekki...og vildu ekki með nokkru móti sinna mér meira....ég sagði samt “ get ég þá ekki verlsað eldhúsvaskinn minn hérna hjá ykku”...þeir litu á mig stórum augum en sögðu ekkert....ég starði á móti og sagði svo...jæja, förum þá í húsasmiðjuna....þar var vaskurinn svo sem ekki til heldur en, en ekki vandamálið að panta hann og það tók sólahring að fá hann .....ég held að ég snúi mér í framtíðinni að húsasmiðjunni fyrst.
Arnar fór suður í gærmorgun og kemur heim aftur seinnipartinn á morgun....mamma & pabbi fara suður í dag...ég kvaddi þau í gærkvöldi...en mun hitta þau aftur í næstu viku þegar ég fer suður.....ég rétt stekk suður í eina nótt...er að fara á námskeið hjá Eimskip.
Later
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með stelpuna síðastliðinn fimmtudag.
já, takk fyrir það Védís og til lukku sjálf :) með þann dag
Já til hamingju með stelpuna! Mikið líður tíminn hratt! ekki langt síðan að hún var skríðandi inn á sumri á Hvarfi!!
´Gaman að fylgjast með ykkur héðan frá Noregi. Kristínu Birtu finnst gaman að sjá Alexander á myndum. Kv Guðný
Mig langaði bara að segja helú:)
Skrifa ummæli