þriðjudagur, 16. október 2007

16. Október

Það var nú frekar kalt í morgun....ég fór allavega í úlpuna mína, fyrsta skipi í vetur.
Eldhúsið er tilbúið....með parketi og öllu, ég reyndar eftir að bólstra sessurnar og skammast mín fyrir að vera ekki búin að því...en hef bara ekki neitt pláss til að gera það....mun gera það eftir helgina...vá....heheh, en ég er að fara suður á eftir og tek Elín Ingu með mér ég fer svo heim aftur á föstudaginn og við Arnar erum að fara á Höfn á laugardeginum með vinnunni hans...á Eitís showið...við komum svo til baka á sunnudaginn, Alexander verður hjá ömmu Siggu á meðan...ég fer svo aftyur suður á mánudaginn og heim á þriðjudaginn og tek þá Elín Ingu með mér....púfff....nóg að gera...og allt á hvolfi heima...það er komið parket inní hjónaherbergi og Elínar herbergi...vonandi verður komið parket á allt eftir næstu helgi....er með veika von í brjósti :)
Það er svo sem ekkert mikið að frétta af okkur....erum bara í því að reyna að komast í gegnum dagana...með þetta á draslararí....fannst samt æðislegt að geta byrjað að elda aftur.

Elín Inga er farin að telja uppá 10...voða dugleg....hún þykist vera farin að lesa og er nokkuð góð þegar hún sest niður með bókina og greinilega man allann textann....svo finnst mér alltaf jafn fyndið þegar hún syngur "gamla nóa" hann kann ekki að stýra brýtur alla gíra...heheh...magnað...svo á laugardaginn þegar ég var að klára að setja allt á sinn stað í eldhúsinu og við vorum bara 2 heima....þá var lag í útvarpinu með Gwen Stefani...voða grípandi lag sem við erum oft með á í bílnum....þegar ég labba inní eldhús þá er hún að dansa og syngja með á fullu....kunni sko alveg lagið...ég ákvað bara að snúa við og leyfa henni að eiga þessa stund....vildi bara að fleiri hefðu séð þetta....eða ég náð þessu á video.
Það koma reyndar gullmolar frá henni á hverjum degi...
Alexander var nú ekkert alltof kátur með það að fá ekki að koma með suður...en þegar hann heyrði af strákatímanum með pabba sínum á var það sko spennandi að vera heima...

LATER

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Keep on blogging hon.. hlakka til að hitta þig 17 nóv.. þú kemur alveg bókað?? knús og kjams

Nafnlaus sagði...

Hittumst þá kannski á Höfn um helgina. Ætlum að fara á föstudag og heim á sunnudag.

Arna frænka

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mig langar að hitta ykkur líka:)