Jújú, voða líður tíminn hratt...anyweis, ég fór suður á föstudaginn, Lovísa sótti mig útá völl og leiðin lá á American Style...mmm yndislegur og langþráður kvöldmatur sem stóð sko vel undir sínu...eftir matinn lá svo leiðin til Gunnu en þar var saumó og tókst mér að mæta og koma þeim öllum á óvart, nema Elínu sem fékk hálftíma fyrirvara..heheh...en ég skemmti mér konunglega í saumó og þakka hér með kærlega fyrir mig stelpur....það var alveg meiriháttar að hitta ykkur allar og litlu prinsana sem fylgdust vel með...er orðin ansi spennt að vita nafnið á litla frænda mínum, vonandi fæ ég það beint í æð eftir skírn :)
Það var svo yndislegt veður þegar ég vaknaði á laugardagsmorguninn...við Lovísa smelltum okkur í smáralindina og ég keypti skólatösku handa Alexander voða fína....leiðin lá svo “down town” magnað alveg...meiriháttar veður og fullt af fólki...eftir góða göngu settumst við á Austurvöll með fullorðins svaladrykk og fylgdumst með mannlífinu, eftir mikið glens & gaman þar var haldið í bílinn og heim á leið...Örn hringdi þá og var kominn til landsins degi fyrr en ætlað var og kom hann líka og borðuðum við öll saman ....tókum svo strætó niður í bæ aftur....fylgdumst með tónleikunum og flugeldasýningunni sem bæ þe ve var mögnuð og tókum svo strætó aftur heim....hafði ekki farið í strætó í many years...en alveg hreint yndislegur dagur.
Sunnudagurinn fór svo í snatterí, ég skoðaði nýja pallinn hjá mömmu og pabba, og Örnu & Didda og þar sátu við í dágóða stund....ég fór svo í flug kl 19 heim....það var líka yndislegt að komast aftur heim.
Alexander Örn byrjaði svo í skólanum á miðvikudag...eða þá fórum við saman og töluðum við kennarann, fengum stundatöflu og þess háttar, hann byrjaði svo fyrir alvöru í gær...fyrsti tíminn var sund og svo enska...hehehe...magnað, svo fannst mér alveg yndislegt þegar hann kom labbandi heim kl.16...en skólinn er búinn kl.13 og þá fer hann í skólaselið til kl.16 og á svo að labba heim eftir það.
Það er búið að vera yndislegt veður hérna síðustu daga, við grilluðum í gær og sátum í mestu makindum við eldhúsborðið þegar bankað er á gluggann og standa þá ekki hann Örn og vinur hans Þór fyrir utan....rosalega sem ég var hissa og glöð að sjá hann....þetta er greinilega í fjölskyldunni að koma svona óvænt..hehehe.
Við ætlum svo á Höfn á morgun og vera í fertugsafmælinu hjá Ásgeiri annað kvöld....
Sigga Dísa mega skvísa ætlar að passa börnin heima á meðan.
Á meðan ég man...þá vorum við Alexander að tala saman um daginn og ég segi svona við hann " Þú sagðir það sjáðan álfur" sem átti auðvitað að koma sem " þú sagðir það áðan sjálfur"
Gaman að þessu
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Blessuð takk fyrir síðast "Álfurinn" þinn. Bara langaði að kasta á þig kveðju og segja góða ferð í afmælið.... Bið kærlega að heilsa öllum þar.
Þín systir Lovísa
Skrifa ummæli