þriðjudagur, 7. ágúst 2007

7.ágúst

Lögðum af stað á föstudag eftir vinnu hjá mér, allt reddý og um leið og ég var búin að skipta um föt var lagt af stað til Akureyrar...mættum nokkrum löggum á mjög stuttum kafla og svo var það ein sem fann sig tilneydda til ða stoppa okkur við reglubundið eftirlit, hún komst nú ekki að við að tala við okkur þar sem Elín Inga blaðraði útí eitt, hún byrjaði á að segja hæ hæ hæ hæ hæ þangað til hann sýndi henni athygli, þá fór hún að sýna honum nýja bílinn sem hún var búin að fá, og svo fór hún að sýna honum tattooið sem hún var með á hendinni....þá gafst hann bara upp og sagði akið varlega og góða helgi...heheheh....hún er sko mögnuð!!!
Á laugardeginum fórum við í verslunarferð hérna í menningunni á Akureyri, keyptum okkur allskonar dót sem okkur vantaði...fórum svo heim til að leyfa Elín Ingu að sofa smá, en sofnuðum öll.....langt s+íðan við höfum farið í svona leiðangur og vorum öll alveg búin á því, seinnipartinn fórum við svo í tívolíið....við Alex fórum í Twister og skemmtum okkur konunglega...alltaf gaman tívolíi...svo komu Gaui, Heiða og Skarphéðinn, við grilluðum og höfðum það ótrúlega kósý....MMmmmm, spiluðum svo frameftir nóttu.
Á sunnudagsmorguninn var tekið góður tími í að vakna, svo notarlegt...eftir lúrinn hjá prinsessunni var haldið í bæinn....þá var nú hætt að rigna og hitinn var að láta á sér bera, við skelltum okkur aftur í tívolíið og við Alex fórum aftur í Twister og líka í annað tæki X-stream sem var bara frekar hrikalegt...heheheh...allavega var Alex það hræddur að hann gat ekki farið að gráta...og ekki gat ég aðstoðað hann þar sem ég öskraði svo mikið..hehehe...svo var bara farið í sólbað á pallinum og grillað góðan mat....púfff!!! spurning um að fara að taka sig á eftir helgina...held það!
Við ætluðum svo að taka því extra rólega á mánudeginum, en urðum svona híper hress og renndum á Ljósavatn og fórum að veiða, fiskarnir hoppuðu um allt í kringum okkur en enginn vildi bíta á, við gáfumst upp á endanum og keyrðum aftur í íbúðina. Við ákváðum að panta okkur kínverskan mat og fá hann sendan heim...MMmmm smá lúxux...heheheh, það er auðvitað ekki í boði á City Reyðarfirði....og rosalega sem það var gott J
Við lögðum svo af stað heim um tíuleytið....versluðum fyrst aðeins í rúmfatalagernum og renndum svo á Grenivík, þaðan á Húsavík og hittum svo Árna, Önnu og mömmu hennar á mývatni og skelltum okkur með þeim í lónið....það var rosalega gott að slaka á þar.
Við komum heim um áttaleytið og Elín Inga var farin að heimta að fá að fara að sofa og sofnuðu systkynin STRAX....hehehe
Ég fer svo að vinna í fyrramálið og Arnar er að hugsa um að skella sér aftur í sæluna....taka tjaldvagninn, krakkana og góða veðrið....annars var ég að vona að við gætum farið í Ásbyrgi næstu helgi, ef veður leyfir gengur það vonandi upp....svo var verið að bjóða okkur í fertugsafmæli á Höfn þarnæstu helgi.....
Við ákváðum það líka þegar við lágum í lóninu í dag að plana helgi fljótlega með Árna og Önnu á Ólafsfirði....einnig var það inní myndinni að eyða áramótunum í Köben...með Árna, Önnu, Bjarna, Helgu, Gaua og Heiðu.....rosalega yrði það magnað....
Jebbidi Jei....ætla að hætta núna

LATER

4 ummæli:

Védís sagði...

Greinilega nóg að gera hjá ykkur, gott að góða veðrið er farið að kíkja á ykkur líka.

Nafnlaus sagði...

Já það er ótrúlegt hvað maður getur veirð þakklátur fyrir hluti eins og að komast í rúmfatalagerinn.... og að fá kínamat, og það heimsendann!!! HAHAHA.... Rúmfatalagerinn er annar stoppustaður hjá mér, fyrsti er KFC BABY..... ;-) Reykjavík city here I come.....

Nafnlaus sagði...

Halló sæta mín!!!
Já hr. Birgir Rúnar stækkar og stækkar og verður sko farinn að hlaupa áður en maður veit af:o) Hann er algjör gullmoli og gleðigjafi, hef aldrei vitað um jafn brosmilt barn.
Það verður allavega ekkert úr því að við komum austur í sumar, en vonandi fer maður að sjá þig fljótlega í Reykjavíkinni svo maður geti kynnt þig fyrir litla prins.
Elín og Ása komu í heimsókn í vikunni og við vorum að ræða það að panta sumarbústað fljótlega, okkur datt í hug að panta á Steinstöðum fyrir norðan, þá er stutt fyrir Siggu að koma með litla gaur:o) Ert þú ekki alltaf til í bústaðageym??????
Haltu áfram að vera dugleg að blogga, það er svo gaman að sjá hvað þið eruð að bralla í sveitinni. Ég ætla líka að vera duglegri að kommenta, hundfúlt þegar enginn kvittar fyrir komunni.
Hafið það gott elskurnar.
Kveðja, Gunna og co.

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr

Ég vil líka fara í sumarbústað ;c) hahaha