Þá erum við komin heim aftur eftir yndislega afmælisveislu á Höfn, rosalega sem var gaman og góður matur :)
Við gleymdum okkur alveg þegar við fórum héðan...gleymdum sem sagt að koma við í fullorðins sjoppunni og kaupa djús, en duttum svo í lukkupottinn þegar verslunarstjórinn í þeirri búð á Höfn opnaði bara fyrir okkur...jújú, maður lætur hafa fyrir sér..hehehe.
Jú, svo þegar við vorum að verða reddý fyrir geimið á laugardaginn fékk ég sms frá Siggu frænku...þau voru sem sagt að skíra og giftu sig bara í leiðinni, ég er alveg í skýjunum með þau og óska þeim aftur innilega til hamingju með þetta allt saman og auðvitað fallga nafnið líka :)
Elín Inga er bara snillingur, hún heldur að hún sé að fara í skóla líka eins og Alexander, hún talar líka eins og unglingur, og það sem hún segir ekki...þær í leikskólanum eru alveg undrandi á því hvað hún talar mikið....er með alveg gríðalegan orðaforða og mun meiri en börnin sem eru eldri en hún....það er alveg yndislegt að hlusta á hana...segir heilu sögurnar..hehehe...og er ekki orðin 2ja ára....(rosalega montnir foreldrar hér á ferð)...hehehe
Það gengur allt voða vel hjá Alexander líka...hann er gríðalega stoltur af því að vera með lykil til að opna eftir húsið eftir skólann :)
Á tvær vikur eftir í vinnunni....
Það er slatti af myndum komið inn
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli