miðvikudagur, 15. ágúst 2007

15.ágúst

Lasarus hérna megin......kræst hvað mér finnst ég ekki eiga það skilið að vera lasin AFTUR, er nýbúin að vera með streptókokka & veirusýkingu....og svo núna með mestu beinverki, höfuverk, augnaverk og hita.....so boring :(
Alexander átti að fara með pabba sínum í vinnuna en þar sem ég yrði heima mátti hann alveg vera það líka, hann getur alveg séð um sig sjálfur.....(þannig séð)
Honum stóð nú ekki á sama í morgun að sjá mömmu sína svona veika og enginn sem gat hjálpað heni....hann var að spyrja mig hvort hann gæti hjálpað mér e-ð og ég sagði við hann að ég væri svo svöng en gæt bara ekki staðið upp.....svo hann fór og náði í disk, skeið, cheerios og mjólk og gaf mér að borða......algjör gullmoli. Mér líður reyndar ennþá mjög illa en ætlaði að vera voða dugleg og harka af mér og skella mér í vinnuna á morgun....svo hringdi mamma og bara NEI, þú hefur ekkert með það að gera að fara að vinna í svona ástaandi og auðvitað veit ég að það er alveg rétt hjá henni.....en mar fær svona slatta af samviskubiti þegar maður er svona heima....eins og ég sé eina manneskjan sem verður lasin....af hverju lætur maður svona ???????

Ég heyrði í Elínu í gær og Gunnu í dag....og það var frábært, ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég sakna þeirra.....held að ég þurfi að fara að skella mér í eina netta helgarferð suður.

jæja, þá er sjálfssvorkunin komin :I

LATER

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sömuleiðis dúllan mín, óþolandi hvað er langt á milli okkar !

við ætlum að skoða þetta betur hjá frænda þínum, hitt dæmið er innflutt frá Bandaríkjunum, treystum okkur ekki alveg í það ;)

Vonandi er heilsan komin í lag..alveg satt hja þér, ósanngjant að þú liggir í flensu, en gott á meðan það er ekki eitthvað verra ;-)
kv.Elín

Nafnlaus sagði...

Gaman að hitta þig á föstudaginn. Vona að þú hafir náð að skemmta þér um helgina.
kv Ella

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta,

Takk fyrir síðast. Yndislegt að fá að hitta þig (þó það hefði verið allt of stutt ;c) Vona að þú hafir skemmt þér vel í höfuðborginni.

Kveðja frá Selfossgenginu

Nafnlaus sagði...

Nei maður lifandi.... Við hefðum betur skellt okkur í afmæli til Arnars og Tóta... hver helduru að hafi verið á svæðinu að skemmta fólkinu??? Nú stórvinur okkar Stefán Hilmarsson............ SÍSESS ;-)

Nafnlaus sagði...

Halló sæta mín,
Mikið svakalega var gaman að hitta þig á föstudaginn:o) Þú komst mér heldur betur á óvart, átti sko engan vegin von á að sjá þig þegar ég opnaði hurðina, hehe...
Vonandi áttirðu góða daga í Reykjavíkinni og náðir að taka skyndibitarúntinn sem þú ætlaðir á, hehehehe.
Hafið það gott fyrir austan.
Kveðja, Gunna.