mánudagur, 13. ágúst 2007

13.ágúst

Þá er sumarfríið búið, eða sumarfríið hjá Arnari og Elín Ingu...leikskólinn opnaði kl 13 í dag, ferlega hallærislegur tími en svo sem ekkert við því að gera, þá varð prinsessan bara lasin, en hún fer nú í fyrramálið í leikskólann.....
Alex verður í aðeins lengra fríi eða skólinn á að byrja 22 ágúst...ég held ða ég hlakki meira til en hann...heheheh

En þá eru það fréttirnar, ég er sem sagt að fara að hætta hjá Alcoa og ætla að fara að starfa hjá Eimskip...ég mun byrja þar 11.september....ég ætla svo sem ekkert að fara skrifa ástæðuna en þeir sem vilja heyra hana er velkomið að hringja á milli kl16 -17 alla virka daga ;)

Gunna jú, ég er sko allta geim í bústaðarferð, látið mig bara vita með góðum fyrirvara og þá kem ég :)
Ég veit annars ekki hvenær við komum suður næst, það eru komin 2 börn fyrir sunna og eitt fyrir norða....maður verður að fara á flakk um landið til að ná þessu öllu. En það er bara gaman að því.

LATER

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ skvís..
Loks kvitta ég, ég er hljóðlátur blogglesari með meiru ;)
Á föst.er svo saumó og allir meðlimir með nema þú uuhhhuuu...Bella, ella, sigga, ása, gunna, hildur, bryndís og ég ;) I wish you were here :)
En já, svo ég svari nú, þá er ég hætt hjá euro og hef verið að njóta sumarsins, er svo að fara eftir 7 daga til Mallorca... get ALLS ekki beðið !
Gaman væri að heyra ástæðuna með alcoa en stelpurnar vita kannski e-h á föst ! Strax komin með vinnu, það er eitthvað betra ástand en hér, það er ekki einu sinni hægt að komast inn á leikskóla (til starfa) með góðu móti !!
Knús til ykkar allra
kv.Elín

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ - vildum bara kvitta fyrir okkur fylgjumst alltaf með :-) Leiðinlegt að hafa ekkert getað séð ykkur í sumar! Við flytjum út á morgun og er allt á fullu hérna að pakka. Verðum bara að vera dugleg að heimsækja síðurnar hjá hvort öðru en við verðum með barnalandsíðuna í fullum gangi.
Bestu kveðjur til ykkar á Reyðafjörð,
Bjarni Már, Helga Huld og Sigurlaug María