sunnudagur, 15. apríl 2007

15. APRÍL

Rosalega góður dagur í dag, við Sigga Dísa erum á leiðinni í sund og svo á að taka húsið aðeins í gegn...þrífa og laga til....vetrardótið uppá háaloft og þess háttar, ekki veitir af.

Við hjónin fórum suður til reykjavíkur á föstudaginn og vorum viðstödd sameiningu Bílanausts og essó....og þið sem ekki vitið nýja nafnið þá er það N1...magnað, það var alveg rosalega gaman og sérstaklega þar sem við náðum að hitta mömmu & pabba, Tengdaforeldra mína, Lovísu & Magga og auðvitað alla hina....gömlu vinnufélaga mína & Arnars og auðvitað núverandi vinnufélaga Arnars...heheh...flækjan, en þeir sem ekki vita þá vann Arnar í mörg ár hjá essó.

Ég fékk hann Óla góðvin og kærasta Siggu til að teikna upp nýtt eldhús fyrir mig og mun það líta bara nokkuð vel út, hefði ekki geta hugsað þetta nema með hans hjálp....en Sigga & Óli gistu hérna í álfheimunum á meðan við fórum suður, þessi blessuðu börn okkar eru orðin svo sjóuð á þessu flakki okkar að það gekk allt eins og í sögu.

Við sátum úti í allan gærdag í þessari líka glimrandi blíðu og grilluðum svo þennan líka yndislega mat.....ég er að segja ykkur það, manni líður eins og í endalausu fríi hérna í sveitinni...

Ég hvet ykkur svokölluðu vini okkar til að skrifa okkur svo smá comment.

LATER

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það verður gaman að fá nýtt eldhús og maturinn sem verður eldaður þar verður áreiðanlega mjög góður:)
En segðu mér eitt, finnst þér þú virkilega búa í sveit?

Nafnlaus sagði...

sælar frú, júbb Reyðarfjörður er á sumarfrísplaninu. Hlakka til að heyra frá þér fljótlega dúllan mín knús Fannsa

Karen sagði...

Já, Svanfríður mín ég get ekki neitað því að mér finnst ég búa í hálfgerðri sveit....og mér finnst það yndislegt

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku fjölskylda :) við erum alltaf að fylgjast með ykkur og lesum reglulega bloggið. Leiðinlegt að hafa ekki getað hitt ykkur um daginn en hér er búið að vera brjálað að gera (þó aðallega hjá mömmunni ) En nú fer þetta allt að lagast aftur. Við erum lítið búin að plana fríið í sumar en það er aldrei að vita hvort maður kíki til ykkar.
Biðjum að heilsa ykkur öllum og hafið það nú gott í sveitasælunni :)
Fjölskyldan í Naustabryggju, Helga Huld, Bjarni Már og Sigurlaug María

Nafnlaus sagði...

Gengur fólk almennt um þarna í ullarsokkum og gúmmítúttum, með vasaklúttinn hangandi úr rassvasanum?