þriðjudagur, 10. apríl 2007

10.apríl - Vinna

Þá er maður mættur til vinnu og ekki hægt að segja að aðstaðan sé góð...en við situm hérna í pínulitlum skúr og reynum að aðhafast

páskarnir voru alveg yndislegir...Árni & Anna komu til okkar á laugardeginum og gistu hjá okkur í 2 nætur...það var bara góður matur og mikið hlegið

Elín Inga er núna hætt að drekka úr stútkönnu og farin að drekka eins og við hin...með sín drykkjuvandamál...og svo vill hún borða cheeriosið sjálf á morgnana og gengur það bara þokkalega hjá skvísunni...mjög sjálfstæð

Alexander fékk svo að upplifa það í fyrsta skipti um páskana að missa tönn...var með 3 lausar og ég kippti einni úr...tannálfurinn gaf honum litlar þúsundkrónur fyrir það uppátæki og þurfti hann að troða peningnum í baukinn sem er alveg orðinn stútfullur, svo það lítur út fyrir að við séum að fara í bankann að losa það.....enda er alveg að koma tími á trampolínið sem hann er að safna sér fyrir.

Ég er á fullu núna að skipuleggja húsið okkar, það þarf að skipta um gólfefni og eldhús og ofna...þarf að fá tilboð í þetta verk og láta hlutina fara að gerast....

í sumar ætlum við svo að mála húsið að utan og allir sem vilja hjálpa okkur við það eru velkomnir og þeir sem koma fá bjór að sjálfssögðu og aldrei að vita nema e-ð fleira verði í boði....svo endilega láta sjá sig hérna í sveitasælunni :)

LATER

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ju saelar... pressa ad vera maettur til vinnu!!! hehehe... heyrdu ja audvitad get eg reddad fostudeginum, no problemo... ekki veitir manni af aefingunni!!! hehehe.. kem heim annad kvold, sjaumst orugglega bara i vinnunni a fimmtudaginn!!! ;-)

Nafnlaus sagði...

hæ hæ jáá...mundum alveg koma að hjálpa ykkur en....aðeins of lanft að fara...frábært að heyra hvað allt gengur vel.bjalla nú fljótlega á ykkur.kossar og faðm frá okkur úr sólinni hehe...