sunnudagur, 25. mars 2007
25.mars
Maður hefur það gott á business class......púfff ætli maður geti nokkuð ferðast núna nema á fyrsta farrými...hehehe....spurning hversu snobbaður mar verður núna....
Ég er núna búin að fara í allar búðir í Canada held ég bara....ætla ekki að versla meira fyrr en á næsta ári sko....
ég var að setja inn nýjar myndir á BL....var með nokkar í vélinni af krökkunum...svona áður en það kemur annar mánuður :)
ég fann líka leið til að komast á msn...ég er alltaf að finna e-ð nýtt.....heheh...svo mikill snilli
LATER
fimmtudagur, 22. mars 2007
22.mars í Canada
Jeiiii, ég fann leið í að komast hérna inn...hehehehe... það á að vera lás á þessu en klára ég komst framjá því.
Ég hef haft það alveg ágætt hérna í Canada, á þriðjudaginn skelltum við okkur í Wal-Mart og versluðum heldur betur mikið og hef ég bara sjaldan skemmt mér svona í verslunarferð....hehehe...eftir það fórum við þá Kambódískan stað að borða og var það algjör snilld, god hvað maður er orðinn sjóaður í þessari matarmenningu...en eftir matinn fórum við sko aftur í Wal-Mart...ég eða við höfðum steingleymt að kaupa sumt...við skulum samt ekkert vera að tala um það hvað ég eyddi....púffff...fyrir utan það sem ég verslaði í flugvélinni á leiðinni út....skil ekkert hvaðan þessi skyndilega kaupgleði kemur.
Í gær fórum við Viktoría til Deshaumbault og eyddum deginum þar með plannernum þar..sem er svona líka þvílíkt hress & skemmtileg kona...við komumst að því að ég mun læra mest af henni og fer því aftur til hennar á þriðjudaginn...það er e-r vinkona hennar sem ætlar að pikka mig upp um morguninn...en það tekur um 40 – 50 min að keyra þangað...en ég hlakka bara til hún er svo yndisleg.
Eftir góðan dag þar var haldið til baka og aðeins pústað á hótelherberginu en svo var farið í mat með öllum hérna hjá ABI...og það var magnað...voða gaman...en mar er bara alltaf alveg búinn á því svo það var farið uppá hótel og við fórum að spila, ég fer að sjálfssögðu ekki að heiman nema með spilastokk með mér….svo við fórum að spila kana í smá stund.
meira síðar
LATER
Ég hef haft það alveg ágætt hérna í Canada, á þriðjudaginn skelltum við okkur í Wal-Mart og versluðum heldur betur mikið og hef ég bara sjaldan skemmt mér svona í verslunarferð....hehehe...eftir það fórum við þá Kambódískan stað að borða og var það algjör snilld, god hvað maður er orðinn sjóaður í þessari matarmenningu...en eftir matinn fórum við sko aftur í Wal-Mart...ég eða við höfðum steingleymt að kaupa sumt...við skulum samt ekkert vera að tala um það hvað ég eyddi....púffff...fyrir utan það sem ég verslaði í flugvélinni á leiðinni út....skil ekkert hvaðan þessi skyndilega kaupgleði kemur.
Í gær fórum við Viktoría til Deshaumbault og eyddum deginum þar með plannernum þar..sem er svona líka þvílíkt hress & skemmtileg kona...við komumst að því að ég mun læra mest af henni og fer því aftur til hennar á þriðjudaginn...það er e-r vinkona hennar sem ætlar að pikka mig upp um morguninn...en það tekur um 40 – 50 min að keyra þangað...en ég hlakka bara til hún er svo yndisleg.
Eftir góðan dag þar var haldið til baka og aðeins pústað á hótelherberginu en svo var farið í mat með öllum hérna hjá ABI...og það var magnað...voða gaman...en mar er bara alltaf alveg búinn á því svo það var farið uppá hótel og við fórum að spila, ég fer að sjálfssögðu ekki að heiman nema með spilastokk með mér….svo við fórum að spila kana í smá stund.
meira síðar
LATER
sunnudagur, 18. mars 2007
18.mars
Þá er kominn dagur og ég fékk lítið að sofa í nótt....flugferðin suður gekk mjög vel í gær, Elín Inga var reyndar orðin frekar leið í restina en Alexander stóð sig vel þrátt fyrir veikindin...mamma & pabbi stóðu spennt við hliðið og biðu eftir okkur...það var mikil gleði að sjá þau, þegar heim var komið og allir búnir að jafna sig eftir flugferðin skutluðumst við pabbi og Kristjana að skoða íbúðin hjá Erni sem var alveg glæsileg...svo komu fullt af gestum til mömmu og pabba og mikil gleði...Elín Inga ór svo að sofa á sínum vanalega tíma og Alex líka....við Kristjana hentum okkur í sófann og horfðum á TV þegar Lovísa & co og Örn voru farin og sofnuðum við í góða 2 tíma í yndislega nýja sófanum...fórum inní rúm svo kl 2....en þá komu ma & pa heim af árshátíð sem þau voru á.....þá vaknaði Elín Inga og ég ákvað að leyfa henni að sofna aftur áður en ég færi inn svo við mamma sátum inní stofu alveg heillengi...en þegar ég kom svo aftur inní herbergi var daman ennþá vakandi og sofnaði ekki fyrr en kl 6...púffffsvo ég fékk nettan klukkutíma svefn þá.....ég verð að gjöra svo vel að sofa vel í vélinni til boston á eftir...en það er alveg 5 1/2 tíma flug...hlýt að lifa þetta af...(svefnpurkan ég).
Jæja nú þegar ég er búin að vorkenna sjálfri mér (hehehehe) þá ætla ég að horfa á endursýninguna á spaugstofunni og skella svo í mig góðum sunnudagshádegismat að hætti fjölskyldunnar....svo er það sturtan og útá völl.....
Annars er allt gott að frétta & allir hressir.
Endilega skrifið mér e-ð skemmtilegt svo ég geti lesið á bloggið úti....því ég get ekki skrifað sjálf nema inní commentin....
Later.
Jæja nú þegar ég er búin að vorkenna sjálfri mér (hehehehe) þá ætla ég að horfa á endursýninguna á spaugstofunni og skella svo í mig góðum sunnudagshádegismat að hætti fjölskyldunnar....svo er það sturtan og útá völl.....
Annars er allt gott að frétta & allir hressir.
Endilega skrifið mér e-ð skemmtilegt svo ég geti lesið á bloggið úti....því ég get ekki skrifað sjálf nema inní commentin....
Later.
miðvikudagur, 14. mars 2007
14.mars
Alexander hringdi í mig í morgun...ég sá bara að leikskólinn var að hringja og þegar ég svaraði þá heyrðist röddin hans..."hæ, ég er að æfa mig að hringja"þá var hann í hópastarfi og fékk að velja það að æfa sig í því...heheh...algjör rúsína...mér fannst þetta auðvitað alveg æðislegt að hann skildi hringja.
Elín Inga var e-ð að rembast bak við stól í gær og ég sagði við hana "hvað ertu að gera? "kúka" sagði hún þá...heheh...þá rauk ég með hana inná bað og skellti henni á klósettið og hún kúkaði sem sagt í klósettið...og fannst það alveg ferlega skemmtilegt...að horfa sem sagt á HANN fara alla leið útí sjó...hehe....þessar elskur
þvílíkur hasar hérna á austurlandinu.....löggan var e-ð að eltast við gaur á mustang á egilsstöðum, og alla leið hingað yfir....löggan var næstum búin að þrykkja inní hliðina á bílnum mínum þegar ég var að sníglast yfir götuna....stórborgin Reyðarfjörður
Svo var alveg yndislegt veður hérna í dag....glampandi sól & sumar....
LATER
Elín Inga var e-ð að rembast bak við stól í gær og ég sagði við hana "hvað ertu að gera? "kúka" sagði hún þá...heheh...þá rauk ég með hana inná bað og skellti henni á klósettið og hún kúkaði sem sagt í klósettið...og fannst það alveg ferlega skemmtilegt...að horfa sem sagt á HANN fara alla leið útí sjó...hehe....þessar elskur
þvílíkur hasar hérna á austurlandinu.....löggan var e-ð að eltast við gaur á mustang á egilsstöðum, og alla leið hingað yfir....löggan var næstum búin að þrykkja inní hliðina á bílnum mínum þegar ég var að sníglast yfir götuna....stórborgin Reyðarfjörður
Svo var alveg yndislegt veður hérna í dag....glampandi sól & sumar....
LATER
þriðjudagur, 13. mars 2007
13.mars
jæja, í dag fékk ég loksins fartölvuna mína....sem sagt vinnutölvuna og gemsa, tilbúin fyrir næstu utanlandsferð...svo er búið að vera alveg yndislegt veður hérna í dag og algjör vorfílingur í manni.
Elín Inga er aðeins skárri í dag enda komin á sýklalyf og Alex lét sig bara hverfa um leið og við komum heim...en hann skilar sér þegar hann verður svangur...á ekki langt að sækja það..heheh...
Ég kemst ekki inná msn eða skrifað nýtt blogg á nýju tölvuna svo ég mun EKKI geta skrifað neitt á meðan ég verð úti...nema þá helst í commentin.
Ég er þá líka auðvitað komin með nýtt mail sem ég vil endilega að þið notið...það er karen.ludviksdottir@alcoa.com......
og eins með nýja símanúmerið þá get ég bara sent ykkur það til baka þegar þið hafið vígt nýja mailið mitt :)
ég mun EKKI taka minn gemsa með mér út...eingöngu vinnugemsann
Jæja, þá er þetta komið....þið sendið mér bara mail ef það er e-ð sem þið viljið vita....múhahahahaha
LATER
Elín Inga er aðeins skárri í dag enda komin á sýklalyf og Alex lét sig bara hverfa um leið og við komum heim...en hann skilar sér þegar hann verður svangur...á ekki langt að sækja það..heheh...
Ég kemst ekki inná msn eða skrifað nýtt blogg á nýju tölvuna svo ég mun EKKI geta skrifað neitt á meðan ég verð úti...nema þá helst í commentin.
Ég er þá líka auðvitað komin með nýtt mail sem ég vil endilega að þið notið...það er karen.ludviksdottir@alcoa.com......
og eins með nýja símanúmerið þá get ég bara sent ykkur það til baka þegar þið hafið vígt nýja mailið mitt :)
ég mun EKKI taka minn gemsa með mér út...eingöngu vinnugemsann
Jæja, þá er þetta komið....þið sendið mér bara mail ef það er e-ð sem þið viljið vita....múhahahahaha
LATER
mánudagur, 12. mars 2007
12.mars
Ég fór að spila á föstudagskvöldið...félagsvist með eldri borgurum, ég bauð nú reyndar Önnu Maríu með held að henni leiðist frekar mikið núna þegar Sigga Dísa er úti, við skemmtum okkur bara nokkuð vel en unnum ekkert að þessu sinni.
Á laugardagskvöldið dró ég Önnu svo með mér í partý hjá Viktoríu, Viktoría er sem sagt verkfræðingur í steypuskálanum og við vorum útí Kanada saman og förum aftur núna 18 mars...
Það var frekar mikið fjör og fullt af fólki sem lét sjá sig...við enduðum svo á Kósý...
sunnudagurinn fór fyrir lítið..........
Nú er bara þessi vika á námskeiði og svo aftur út....ferlega skrýtið, við krakkarnir komum suður á laugardagsmorguninn....eigum flug kl. 10:40....
Elín Inga er með sýkingu í öðru eyranu, það var ekki til sýklalyf í apótekinu í hádeginu svo ég þurfti að bíða eftir sendingu frá eskifirði...það kom svo rétt fyrir kl.18 í dag....ég skutlaðist þá útí mola og sótti lyfið og verslaði mjólkina í leiðinni....Alexander var að passa systir sína rétt á meðan...voða duglegur.
Það er alltaf að verða skemmtilegra að fara í molann núna...maður er farinn að þekkja nánast alla sem maður sér....voða kósý...
LATER
Á laugardagskvöldið dró ég Önnu svo með mér í partý hjá Viktoríu, Viktoría er sem sagt verkfræðingur í steypuskálanum og við vorum útí Kanada saman og förum aftur núna 18 mars...
Það var frekar mikið fjör og fullt af fólki sem lét sjá sig...við enduðum svo á Kósý...
sunnudagurinn fór fyrir lítið..........
Nú er bara þessi vika á námskeiði og svo aftur út....ferlega skrýtið, við krakkarnir komum suður á laugardagsmorguninn....eigum flug kl. 10:40....
Elín Inga er með sýkingu í öðru eyranu, það var ekki til sýklalyf í apótekinu í hádeginu svo ég þurfti að bíða eftir sendingu frá eskifirði...það kom svo rétt fyrir kl.18 í dag....ég skutlaðist þá útí mola og sótti lyfið og verslaði mjólkina í leiðinni....Alexander var að passa systir sína rétt á meðan...voða duglegur.
Það er alltaf að verða skemmtilegra að fara í molann núna...maður er farinn að þekkja nánast alla sem maður sér....voða kósý...
LATER
fimmtudagur, 8. mars 2007
8.mars
Nú er allt að komast á rétt skrið aftur hjá okkur, allir gestir farnir.
Ég hef verið á námskeiði þessa viku og lært alveg fullt um hvernig álver "fúnkerar" sem er bara ferlega skemmtilegt...krakkarnir eru loksins komin með pláss til kl.16 og var fyrsti dagurinn í því plani í dag og gekk það auðvitað eins og í sögu.
Arnar er að bæta á sig í sinni vinnu, einn sölumaður frá RVK sem komið hefur austur er að hætta og mun Arnar taka við því...svo hann er búinn að vera á ferðinni í dag á alla þá staði sem hann þarf að heimsækja reglulega...bara gaman að því...
Svo það er ekki hægt að segja annað en hlutirnir séu heldur betur að ganga upp hérna megin á landinu...og allir kátir & hressir
Sólin skein hérna í dag og yndislegt veður...reyndar smá kalt, en rosa fer maður að hlakka til sumarsins þegar svona veður er í lofti.
LATER
Ég hef verið á námskeiði þessa viku og lært alveg fullt um hvernig álver "fúnkerar" sem er bara ferlega skemmtilegt...krakkarnir eru loksins komin með pláss til kl.16 og var fyrsti dagurinn í því plani í dag og gekk það auðvitað eins og í sögu.
Arnar er að bæta á sig í sinni vinnu, einn sölumaður frá RVK sem komið hefur austur er að hætta og mun Arnar taka við því...svo hann er búinn að vera á ferðinni í dag á alla þá staði sem hann þarf að heimsækja reglulega...bara gaman að því...
Svo það er ekki hægt að segja annað en hlutirnir séu heldur betur að ganga upp hérna megin á landinu...og allir kátir & hressir
Sólin skein hérna í dag og yndislegt veður...reyndar smá kalt, en rosa fer maður að hlakka til sumarsins þegar svona veður er í lofti.
LATER
sunnudagur, 4. mars 2007
4.mars - Komin heim
Púfff rosa var það gott að koma heim...eftir lengsta ferðalag sem ég hef nokkurn tímann farið í...heheh...3 flugvélar í röð, en það var samt voða gaman úti þó það hafi verið erfitt líka. Þegar við mætum loks á áfangastað var mér sagt hvað ég ætti að vinna við...ég verð sem sagt "production planner" í steypuskálanum...og fór bara beint í þau verkefni að læra það...fyrir utna vinnutimann skelltum við okkur í verslunarferðir og fl.
Ég verslaði nú alveg en samt ekki eins mikið og ég átti von á... ég hef svo sem aldrei verið mikið fyrir að versla...en ég fer aftur út 18.mars til 29.mars....þá veit ég meira að hverju ég geng svo ég get þá verslað það sem gleymdist hehehe.....
Allt gekk voða vel hérna heima á meðan, amma Inga kom austur í viku og sá um heimilishaldið með Arnar var að vinna...Arnar fór svo út á miðvikudaginn, þá flutti Sigga Dísa inn og sá um börn & bú...og Kristjana var auðvitað hérna allann tímann líka....ég rétt náði að heilsa Siggu Dísu þegar ég kom heim í hádeginu á föstudaginn...því hún átti flug suður um kaffileytið...og nú er skvísan komin til USA ...já, allt að gerast á austurlandinu...Sigga verður í 3 vikur úti svo hún verður ennþá úti þegar ég fer út...magnað alveg....brjálað að gera
Ég get bara ekki beðið eftir að Arnar komi heim núna...sækjum hann kl.17 á mánudagin...jibbíiii
Ég byrja á morgun á, sem á að vera 3ja vikna byrjendanámskeið hjá Alcoa...en ég næ bara 2 vikum...það verður frá 8 - 16 á daginn, en krakkarnir eru ekki enn komin með pláss til kl. 16 svo þetta verður enn eitt púsluspilið...ferlega leiðinlegt ástand....en það tekur bara næstu 2 vikurnar því ég fer með krakkana suður 17.mars og við komum ekki aftur austur fyrr en um páskana, þá er eins gott að þessi leikskólamál verði komin í orden.
Núna ætla ég að fara að þrífa húsið....ekki veitir víst af,
LATER
Ég verslaði nú alveg en samt ekki eins mikið og ég átti von á... ég hef svo sem aldrei verið mikið fyrir að versla...en ég fer aftur út 18.mars til 29.mars....þá veit ég meira að hverju ég geng svo ég get þá verslað það sem gleymdist hehehe.....
Allt gekk voða vel hérna heima á meðan, amma Inga kom austur í viku og sá um heimilishaldið með Arnar var að vinna...Arnar fór svo út á miðvikudaginn, þá flutti Sigga Dísa inn og sá um börn & bú...og Kristjana var auðvitað hérna allann tímann líka....ég rétt náði að heilsa Siggu Dísu þegar ég kom heim í hádeginu á föstudaginn...því hún átti flug suður um kaffileytið...og nú er skvísan komin til USA ...já, allt að gerast á austurlandinu...Sigga verður í 3 vikur úti svo hún verður ennþá úti þegar ég fer út...magnað alveg....brjálað að gera
Ég get bara ekki beðið eftir að Arnar komi heim núna...sækjum hann kl.17 á mánudagin...jibbíiii
Ég byrja á morgun á, sem á að vera 3ja vikna byrjendanámskeið hjá Alcoa...en ég næ bara 2 vikum...það verður frá 8 - 16 á daginn, en krakkarnir eru ekki enn komin með pláss til kl. 16 svo þetta verður enn eitt púsluspilið...ferlega leiðinlegt ástand....en það tekur bara næstu 2 vikurnar því ég fer með krakkana suður 17.mars og við komum ekki aftur austur fyrr en um páskana, þá er eins gott að þessi leikskólamál verði komin í orden.
Núna ætla ég að fara að þrífa húsið....ekki veitir víst af,
LATER
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)