laugardagur, 17. febrúar 2007

Loksins loksins

Jæja þá er netið loksins komið aftur en tölvan tók upp á því að frjósa og stælast við okkur svo hún fékk að fara með mömmu & pabba suður en Arnar fór líka með....en það var frekar skemmtilegt að fá loksins mömmu & pabba og Kristjönu austur, við spiluðum & töluðum og töluðum & spiluðum...aðallega hæ gosa og því fylgir bara hlátur og fjör, tíminn leið ofurhratt og áður en ég vissi af þá voru bara allir farnir, Arnar kom reyndar aftur daginn eftir en hann fór suður til að sækja bíl, algjör lúxus að vera komin á 2 bíla aftur...enda veitir ekki af þar sem ég þarf bíl í mín vinnu ...frekar fínt starf og ég byrja núna á mánudaginn 19 feb og fer bara beint til kanada í þjálfun í alveg 10 daga, eins og fram kom áður...það er sem sagt búið að redda pössun fyrir krakkana og þetta mun bara ganga upp.

Núna er Klara Berta vinkona mín kominn austur og við erum búnar að fara í sund í efnalaugina á Eskifirði og tókum að sjálfssögðu Siggu Dísu með...það er búið að vera yndislegt veður í dag sól & hiti og já, sólin loksins komin í byggð...jibbí....við ætlum ða elda góðan mat í kvöld & fylgjast með söngvakeppninni...og aldrei að vita nema maður skelli sér á kósý...til að sýna Klöru menninguna hérna...

Nóg í bili & ég veit ekkert hvort ég nái að skrifa e-ð hérna inn á meðan ég verð úti...kemur allt í ljós.

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til Kanada!
Hvernig djobb er þetta?