þriðjudagur, 6. febrúar 2007

6. febrúar

Jamm & jæ...ég þurfti að mæta á starfsmannafund kl.17, það átti að breyta smá til og halda hann á fáskrúðsfirði...fórum á kaffihús-ið þar og fengum þessar líka geggjuðu pönnukökur..mmm...þar var meðal annars tilkynnt að ég væri að hætta á leikskólanum...já, ég er sem sagt að fara að starfa hjá Alcoa fjarðaál, fékk þar voða flott starf og ennþá betri laun...smá vandræði samt, ég á alveg að vera að fara til Kanada strax 19 feb - 2.mars ...það er ekki alveg að ganga upp, Arnar er sem sagt að fara út 28 feb - 5 mars og mamma og pabbi að fara út líka 20 feb - 6 mars...ferlega mikill bömmer...Kristjana á meira að segja að vera hérna hjá okkur þegar mamma & pabbi fara út...en ég hef fulla trú á að hún geti alveg tekið að sér ábyrgðarfullt starf í barnapössun...æji, mar spyr sig....hvernig snýr maður sér í svona.......ég þarf svo að fara aftur út 19 mars - 29 mars.

Mamma, pabbi & Kristjana eru svo að koma núna á fimmtudaginn...loksins eftir langa bið...

LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá til hamingju elsku karen mín:)
það er æðislegt hvað allt gengur upp hjá þér
pössunin reddast....það reddast alltaf allt;)