Já, 2007 er komið...við höfðum það voða notalegt í gær vorum bara að púsla, borða og horfa á TV...vorum orðin svona nokkuð tilbúin um hálf fimm en þá var dinglað og nágranninn var að bjóða okkur útá pall til sín í snafsa...við kláruðum bara að græja okkur og ákváðum nú að kíkja yfir til þeirra...þar var svo kósý, búið að kveikja á útiarinn og setið í kringum hann, en þar voru sem sagt Siggi & Gunna sem búa hérna á móti okkur og Sammi & Lára sem búa hénra við hliðina á okkur...yndislegt fólk. Við fórum svo um hálf sex yfir til Ernu & Sigga...og áttum þar alveg hreint yndislegt kvöld í líka svo góðu veðri...Elín Inga var nú alveg búin á því eftir matinn og skelltum við henni bara í vagninn og inní herbergi og ég var varla búin að leggja hana en hún var sofnuð...og var sko ekki sátt þegar hún var svo vakin kl. 2:30 til að fara heim...heheh.
Við hin horfðum á fréttaannálinn á stöð 2, algjörlega ómissandi á þessu kvöldi...svo var farið að spila og svo tók áramótaskaupið við og hef ég aldrei verið jafn hissa á því, en mér fannst það alveg hrein hörmung...er ekki ennþá komin yfir hversu ömurlegt það var. Alexander var alveg rosalega duglegur, en hann lék sér allan tímann með bílana sem hann fékk hjá Ernu...það var ekki fyrr en skaupið var að vera búið að hann var farinn að spennanst upp...en hann kann svona nokkuð vel á klukku og fylgdist vel með tímanum og þegar hún var orðin 23....fór heldur betur að styttast í raketturnar...svo var haldið út og kveikt í öllu saman...frekar skemmtilegur tími, eins og alltaf. Það var svo verið í símanum næsta klukkutímann að tala við ættingja og svo var gripið aftur í spilin...Alexander vildi svo fá að gista hjá frænku sinni og fékk það...við hin löbbuðum heim, Arnar fylgdi ömmu sinni alveg heim en við Elín Inga löbbuðum beint heim...þegar ég var svona hálfnuð þá fannst mér þetta allt í einu ekki svo góð hugmynd að labba svona ein með 1 árs gamalt barn í vagni kl.2:30 að nóttu til...mmm...svo ég fór að labba mjög hrat og vildi helst ekki að neinn myndi sjá mig...Arnar kom svo inn rétt á eftir okkur og sagðist hafa séð lögguna og spurði hvort hún hefði kannski stoppað okkur, ég var mjög fegin að löggan sá okkur ekki....hefði ekki vilja heyra það... ölvuð kona stoppuð með ungabarn í vagni þó að maður hafi nú ekki verið ölvaður en samt búin að smakka það aðeins....jæja, það fór allavega allt vel.
Við vöknuðum svo kl.10:30 í morgun þegar Elín Inga var tilbúin að vakna...þá var það bara morgunmaturinn og svo haldið af stað að sækja prinsinn og bílinn, nú á að leggjast í sófann og horfa á litla kjúllann.
Enn og aftur Gleðilegt nýtt ár...2007.
Það eru nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilegt ár snúllur :)
jæja er ekki komin tími á smá blogg.. ;o)
Skrifa ummæli