Þá er kominn 10.janúar og ekki seinna vænna en að fara að taka til hendinni....en við ákváðum að bíða með allt svoleiðis þangað til eftir áramótin, vera ekkert að stressa okkur á því fyrir jólin og þess háttar...við byrjuðum sem sagt síðustu helgi þegar ég málaði loftin á klósettunum...svo byrjaði ég að mála eldhúsið á mánudaginn, vann til hádegis því litli hnoðmaurinn okkar var með kvefpest & hita, ætlaði bara að byrja að mála, skera meðfram og svolleiðis...en þá er ekkert hægt að hætta svo það varð bara að gjöra svo vel að halda áfram...við hjónin erum sem sé búin að vera að mála til skiptis eða bæði í einu...það er aðeins meira að en að segja það að mála yfir þennan skemmtilega lit sem var...púfff, við vorum til miðnættis í gær og núna er bara loftið eftir...sem betur fer...en þá á líka eftir að mála innréttinguna...það á eftir að verða e-ð skrautlegt...en alltaf gaman að takast á við e-ð nýtt og ég tala nú ekki um ef það er heimilið sem er verið að gera fínt, bara gaman.
Það er voða lítið annað að frétta í augnablikinu...bara same old, same old....
Afmælisbarnið að þessu sinni er Sigga frænka og segi ég bara innilega til lukku með daginn í gær...og Hildur til lukku með daginn næsta föstudag...hefði verið til í afmælisstúss...ég verð bara að bíða eftir þorrablótinu til að fá útrás fyrir þessu non-skemmtanalífi hérna..heheh....
Ég ætla að skella mér aðeins í sófann og horfa á skrípó...virðist vera að fá e-a hálsbólgu og á að mæta á starfsmannafund kl.17:15....
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli