Ég fór með ömmu Siggu í gærkvöldi að spila félagsvist með eldri borgurum, hún spurði mig með þónokkrum fyrirvara hvort ég vildi ekki koma með henni þar sem mér finnst alveg rosalega gaman að spila, ég sagði auðvitað já strax og við skelltum okkur sem sagt í gærkvöldi...viti menn, ég vann...heheh...fékk gjafabréf á kaffihús hérna á Reyðarfirði og auðvitað alsæl með mitt...og hlakka mikið til að fara aftur.
Arnar fór í fyrsta skipi í fótbolta á fimmtudagskvöldið...það gekk allt voða vel, hann er samt auðvitað ennþá að passa hnéð og verður að fara varlega.
Orðaforðinn hjá prinsessunni er alltaf að aukast og okkur til mikillar undrunar tók hún uppá því að segja Alexander..bara eins og ekkert væri, hún er líka farin að segja setningar eins og " hvar er dótið" hún verður bara yndislegri með hverjum deginum sem líður.
Nú ætlum við að skella okkur í göngu...
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hææææ elskurnar mínar.....varð bara að kvitta fyrir mig :)
við mikael söknum ykkar fullt.....sjáumst vonandi í apríl
kveðja úr norðurárdalnum
ohh væri sko til í að kíkja á ykkur :) knús Fannsa
ohh væri sko til í að kíkja á ykkur :) knús Fannsa
Skrifa ummæli