Gleymdi auðvitað að segja að á síðasta föstudag, bóndadaginn var sérstakur pabba & afa dagur í leikskólanum...það var boðið uppá síld, hákarl, rúgbrauð og kaffi...voða gaman, Arnar kom að sjálfssögðu í hákarl með Alexander og kom svo aðeins við hjá Elín Ingu þegar hann var að fara, þau auðvitað agalega sæl með þetta.
Föstudagur á morgun og vikan búin að vera e-ð ferlega skrýtin og alveg hrikalega fljót að líða, bara eins og janúar, yfirleitt er þetta nú leiðinlegasti mánuður ársins og sem betur fer er hann bara senn á enda, Voða lítið sem við höfum verið að bralla þessa vikuna, bara tekið því rólega.
Við fjárfestum reyndar í æfingatæki um daginn og höfum verið frekar dugleg að hamast & djöflast á því, svo erum við líka með boxpúðann okkar uppi við og það er alveg magnað hvað það er gott að fá smá útrás á hann, aldrei verið talið slæmt að hreyfa sig...hehehe
Klara Berta vinkona ákvað svo að skella sér austur og skoða place-ið, hún kemur 16 feb og hlakka ég alveg ákaflega mikið að fá hana....jíhhaaaa, hvet líka alla sem langar að koma að endilega drífa sig bara...páskarnir verða líka komnir áður en við vitum af, þá er um að gera að skella sér í smá ferðalag....eþaggi.
Á morgun er þorrablót í leikskólanum, ég hlakka til að fá sviðasultuna og grísasultuna...mmm, magnað gott...helgin verður svo tekin með ró...oohhhh mætti sko alveg vera komin helgi...
Later
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég segi það sama-ég hlakka svo til að fá þorramat. Þorrablótið okkar íslendinga verður haldið 3.feb og þá verður sko slátri, hákarli og fleira góðgæti gúffað í sig af hjartans lyst á meðan kanarnir sitja með æluna uppi í hálsi við hliðina:)
Skrifa ummæli