sunnudagur, 21. janúar 2007

21.janúar

Já, ég er að missa mig á öllum þessum Mcdonald´s auglýsingum...dem hvað ég væri til í góðborgara...
Við fórum allavega á þorrablót Reyðfirðinga á föstudaginn og men hvað það var gaman góður matur & mikið dansað, hefði svo verið til í að vera alla nóttina en við vorum að koma heim milli 3 og hálf fjögur, sem er bara gott mál, krakkarnir voru hjá ömmu Siggu og gekk það auðvitað alveg eins og í sögu.
Laugardagurinn fór eingöngu í letilíf í sófanum...
Í morgun vöknuðum við svo snemma ( svona einu sinni ) og skelltum okkur beint út eftir morgnmatinn samt...það er alveg yndislegt veður og fórum við á röltið hérna og krakkarnir á snjóþotunum, enduðum svo á rólóvellinum hérna við hliðina og tókum nokkrar ferðir í rennibrautinni og hoppuðum í snjónum...ég mokaði svo alla stéttina hérna fyrir utan og reyndi að finna mér e-ð meira að gera úti...því það er bara synd að þurfa að fara inn þegar það er svona gott veður...en hádegismaturinn kallaði og hnoðmaurinn þurfti að fá sér blund, við hin náðum í monopolly og tókum góðan leik...Alexander var e-ð að missa áhugann eftir klukkutíma spil og ákváðum við að hætta og hann vann þá...flott
Ég pantaði mér svo eldhúsgardínur frá rúmfatalagernum og Alexander fór að sjálfssögðu útí pósthús að sækja þær...með debetkortið mitt því það þurfti að borga sendingargjaldið...heheheh...það er reyndar æðislegt að versla á netinu...og þurfa ekki að fara í búðina, alveg hægt að missa sig í því...hehehe...anyweis þá smelltum við upp gardínunum upp og ákváðum bara að leyfa eldhúsinnréttingunni að halda sér, erum bara ekki að fara að leggja þá vinnu í hana sem þarf...hún er alveg fín, passa við eldavélina...heheh...
jæja, leikurinn er byrjaður og ég ætla að fylgjast með...

Nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is


LATER

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ flott hjá ykkur...og flottar myndir
en gangi ykkur bara vel og allt það :D

bæbæ
-kristjana sys

Védís sagði...

Láttu bara senda þér einn góðborgara með flugi. Maður fékk nú stundum kjúklingaborgara frá Akureyri með bíl hérna í den ;)

Kveðja,
Védís

Karen sagði...

Já, það er snilld...hver verður fyrstur til að senda mér góðborgara...hehehe

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Mér líst vel á uppástungu Védísar-svo geturðu líka stofnað útibú Stælsins og þá getur hámað í þig borgurum eins og þig lystir:)

Nafnlaus sagði...

Eða bara komið í Egilsstaði og fengið þér Tommaborgara eða sparað og fengið þér BÓNUS-borgara ;)