jamm & jæ, við skelltum okkur í Pex eftir leikskóla í dag...pex er tískuvöruverslunin hérna sem sagt....ég varð nú að eiga e-ð til að fara í á þetta blessaða þorrablót á föstudaginn, það er búin að vera feikna útsala í búðinni svo það var nú ekki mikið eftir, en mér tókst að grafa upp einn kjól og bara skellti mér á hann...Alexander gaf grænt ljós á það, hann er svo ferlega hreinskilinn og segir alveg ef honum finnst e-ð flott eða ekki flott...hann var að fylgjast með mér í gær þegar ég var búin að taka allt út úr fataskápnum og mátaði dress eftir dress...og hann sagði já ,mamma þetta er bara alveg ágætt...eða ..nei, mamma þetta gengur ekki...heheh...magnaður gæji, en á leiðinni heim úr búðinni spurði ég hann aftur hvernig honum fyndist kjóllinn...hann sagði, mér fannst hann rosalega fallegur og mamma þú getur sko alveg farið á ballerí í honum...heheh...alveg magnaður.
Já, minn kæri saumaklúbbur, ég sakna ykkar frekar mikið og hlakka til að koma suður og skella í einn góðan saumó...kræsingar & slúður, góð blanda....
Allt gott að frétta af litla lubbaling, hún labbar um allt, upp og niður sófana og leikur við bróðir sinn...hún er samt ekki alveg farin að sleppa sér í leikskólanum..hehehe...e-ð óörugg þar...ég er alveg hætt að telja þessar blessuðu tennur líka...þær eru nú bara allar þarna, svo talar hún líka alveg útí eitt...ný orð á hverjum degi...enda ekkert skrýtið við það, alltaf e-ð nýtt að gerast á leikskólanum...þvílíkur munur að geta farið beint á leikskóla og ekkert dagmömmu stúss...sérstaklega þar sem Alex var nú ekki með sérstaka dagmömmu...og líka miklu ódýrara að fara beint á leikskóla.....guð minn...ég er bara farin að babla e-a vitleysu hérna...
Annars er bara allt gott að frétta og...
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Endilega láttu mig vita þegar þú planar ferð suður, reyni að koma líka, er einmitt farið að langa í einn góðan saumó
kv. sígga
Skrifa ummæli