Við erum ekki ennþá byrjuð á eldhúsinnréttingunni...það þarf að pússa hana upp og helst að spreuta hana líka og við erum ekkert að fara að standa í neinum stórræðum með þessa blessuðu innréttingu...ætlum okkur að gera þetta sem auðveldast, spurning um að skipta þá bara um höldur...heheh..held að það sé bara auðveldast...og láta okkur hafa það hvernig liturinn er þarna...en ekkert smá munur núna þegar veggirnir og loftið er orðið hvítt....allt svo hreint & fínt.
Eftir leikskóla á föstudaginn röltum við aðeins um..fórum í búðina og vorum bara e-ð að slóra, það var svo yndislegt veður, ekta útiveður...Alex var ekkert á því að koma inn...en svo var hann orðinn svo hungraður að við fengum okkur að borða...þau systkinin fóru svo inní herbergið hans að leika sér, undir rúmi...það er aðal sportið...Alex lokaði hurðinni og þvílíki hláturinn & lætin sem heyrðust fram...æðislegt hvað þau geta leikið sér saman...svo komu þau fram og voru e-ð að hlægja & djöflast...svo segir Alexander "mamma sjáðu" ég sný mér við og þá heldur hann á systir sinni öfugt, hún var með lappirnar uppí loft og hausinn niður og var svona líka skellihlægjandi og ég fékk nú nett sjokk og hjálpaði honum að leggja hana niður og bað hann um að gera þetta aldrei aftur, en svo fór ég að skelli hlægja sjálf því þetta var svo fyndið...og henni fannst þetta svo fyndið líka og gat ekki hætt að hlægja....heheh...magnað hvað þau taka uppá.
Í gær fórum við familían í göngutúr, ætluðum að fara að skoða íbúðina sem Sigga Dísa & Anna María ætla að búa í....en þá var verið að leggja flísar í anddyrinu og ekki hægt að komast inn...típískt, ég var að vísu búin að fara þangað og skoða þetta og alveg rosalega fín & flott íbúðin, en ég ætlaði að mæla gluggana fyrir þær stöllur svo þær gætu komið með gardínu...spurning hvort ég fari ekki bara aftur í vikunni og geri aðra tilraun...en það styttist óðum í hana Siggu...bara 15 dagar. Við héldum þá bara áfram að labba því það var svo magnað veður...löbbuðum til ömmu Siggu og fengum okkur kaffi & kökur..þarf ekki að spyrja að því...það eru alltaf til kræsingar þar...Arnar fór í það að taka niður seríuna hjá henni og svo var arkað heim á leið....yndislegir svona útidagar.
Við fórum í smá bíltúr yfir á Egilsstaði í hádeginu...og ég hef svo verið að þrífa allt húsið...allt svo fínt núna...alltaf svo gott þegar maður er svona duglegur...hreint á rúmunum og gott að fara að sofa í kvöld...mmm...
nokkrar nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
Knús & kossar frá okkur öllum
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Halló halló kæra fjölskylda!!!
Komin tími á að kvitta fyrir innlitinu, ég les að sjálfsögðu ávallt bloggið ykkar og skoða myndirnar að fjölskyldunni á Barnalandi:-)
Við hittumst um daginn hjá Bellu og það verður að viðurkennast að það var soldið tómlegt að hafa þig ekki Karen og vorum við allar stelpurnar sammála því:-) Enda mættir þú alltaf og ekkert vesen eins og á sumum, nefnum engin nöfn, hehe:-)
En hafið það gott elskurnar og verið dugleg að skrifa fréttir af ykkur og setja inn myndir:-)
Knús, Gunna bumba
Skrifa ummæli