Lendi ég í því að tíminn flýgur bara frá mér......
Við allaveg fórum suður á árshatíð hjá N1 og það var sko þess virði....pjúff, bara fjör & frábært...að vísu eitt sem ég get sett útá og það var hann Hreimu í Landi & sonum...hann hefur svo sem aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér og fór sko niður fyrir allar hellur þegar ég bað um eitt óskalag þarna alveg í restina....gerði sig að fífli eða kannski bara að hann sé fífl, já...eiginlega.
Alla síðustu viku og helgi var svo glamapndi sól hérna og sást ekki ský á himni fyrr en í gær....verst að það var ekkert hægt að gera í garðinum, þar sem hann var fullur af snjó...jájá, það er alveg ennþá fullt af snjó, fer að vísu minnkandi með hverjum deginum og bíð ég spennt eftir þeim degi sem hann verðu farinn fyrir fullt :)
Hulda, magnað....gott að það sé komnin dagsetning hjá ykkur....þá getum við farið að skipuleggja sumarið ..heheh.....öll mánudags og miðvikudagskvöld á milli kl.20 - 22 verður æfing í sjúg - blás ;)
Eftir mikið streð hefur prinsessunni á bænum loksins tekist að hætta á bleyju...fjúff....var lau við hana alla síðustu viku ( nema á nóttunni ) og þetta nr. 2 kom alltaf bara í buxurnar....þangað til einn daginn að það kom óvart hjá henni í WC og þá fann hún hvað það var miklu betra....svona eins og við hin vissum svo sem alveg og hafa síðustu dagar verið eins og nýtt líf hjá henni....ekkert nema sæla á WC-inu.
Rimlarnir á rúminu hennar verða teknir af um helgina og allt þetta smábarnadót tekið úr herberginu....að hennar ósk......fermingafræðslan byrjar svo minnir mig þarnæstu helgi....múhahahahaha.....
Alexander fór með skólanum í oddskarð á föstudaginn síðasta, það var skíða-þotu dagur og eins og kom fram hérna áðan var bara sól í lofti....hann var með sólgleraugu á sér allann daginn og kom heim eftir því......vel brenndur með far eftir gleraugun og leit út eins og hann væri með grímu, bara fyndið.....núna er hann bara brúnn í framann....sykursætur - næstum ætur :)
Annars eru þau systkinin bæði ferlega mikið fyrir sólgleraugu og fara varla út úr húsi nema með þau á nefinu.
Annars er allt gott að frétta af okkur öllum og vona að það sé sama með ykkur hin.
Bið guð að geyma ykkur - fer sjálf í annað
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hahah já róleg á að vera orðin bara gelgja Elín Inga.... þú ert bara fyndin!!! Vona að sumarið hjá ykkur sé betra en hjá okkur, held það nú man hvernig þetta var í fyrra og það var næs... maður var orðinn brúnn bara í maí!!!! JÚHÚ..... alla vegana, bara LÍF OG FJÖR
Hæ skvís,
Innilega til lukku með brúðkaupsafmælið í gær:-) Vonandi áttuð þið yndislegan dag hjónakornin:o)
Hlakka mikið til að hitta ykkur næstu helgi, er það ekki ennþá on hjá ykkur að koma í bæinn og tjútta soldið:-)
Þú ferð að fá formlegt boð í afmælið:-)
Hafið það gott og góða helgi.
Kveðja, Gunna
Er eitthvert lífsmark með ykkur neðanjarðarfólkinu?
spyr sú sem býr fyrir ofan ykkur :D
Elfa
Skrifa ummæli