föstudagur, 11. janúar 2008

11.Janúar :)

Jæja, þá eru þessar myndir sem ég lofaði komnar inn.....
Ég er nú samt nokkuð svekkt yfir því hversu fáar þær eru....spurning um að finna aðra myndavél, ferlegt þegar þessar vélar klikka á mikilvægum augnablikum....

Ég er búin að vera í veikindafríi síða á þriðjudagsmorgun, en þá fór ég til doksa og hann sendi mig heim....ég er með svo mikla verki í bakinu...er bara búin að halda mér gangandi á verkjatöflum.
Ég reyndar var að vinna nánast allann þriðjudaginn samt í álverinu...og miðvikudaginn...og í gær...og þarf að fara á eftir....er samt alveg að taka því rólega og labba bara um...frá stofunni og inní eldhús og til baka....æðislegt alveg...heheh....fór nú samt út að labba í gær og er ekki frá því að það hafi bara gert mér nokkuð gott :)

Elín Inga er nú heima með mér í dag, hún er svo kvefuð (engan hita ) og hás, ágætt að hafa hana hjá mér...hún er líka ekkert nema dekurdýr og knúsast í mér....liggur núna uppí sófa og er að horfa á....hvað annað en LATABÆ...hún heldur að hún sé Solla og eigi heima þarna.

Alex byrjaði í skólanum á mánudaginn og þráir ekkert heitar en að hætta í skólaselinu...sem er gæslan frá kl.13 - 16...
Hann er búinn að koma heim kl.13 þessa daga sem ég er búin að vera heima....og ætla að leyfa honum að hætta í selinu þegar Arnar verður farinn að vinna hérna á Reyðarfirði.

Annað í fréttum...þá erum við að öllum líkindum að fara til Newcastle ( loksins ) í mars...með Brian & Heiðu vinum okkar...Brian er sem sagt frá Newcastle og verður 30 ára í mars...og svo verður klárlega farið á leik og verslað....í þessu líka stærsta molli evrópu :)

Jæja, ég get ekki setið lengur við tölvuna....bakið farið að brenna skillurru

LATER

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan.
Vona að bakið fari að lagast agalegt að vera svona!
Syngur Elín Inga ekki alltaf lagið sem ég kenndi henni? Um Sollu stirðu?
Hvenær er það sem að Arnar byrjar að vinna á Reyðarfj?
Er málið Þorrablót eða hvað...
Kemur í ljós í kvöld ;)
Hafið það gott elskurnar og kysstu alla fjölskylduna frá mér!! :*

Nafnlaus sagði...

HOLA...... æji snilldar myndir!!! Elín Inga ýkt fín í hjartafötunum sínum, er þetta til í minni stærð eða??? hehehe!!!! Brammer strákarnir að brillera auðvitað... Held að Alex hafi stækkað um helming síðan síðast ;-) Jæja biðjum að heilsa í bili....

Kv.stórfjölskyldan á Akranesi

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þau væru góð saman, Elín og Eyjólfur-hann heldur nefnilega að hann sé Íþróttaálfurinn.
Vonandi batnar bakið. Svanfríður

Védís sagði...

ÆÆ, vonandi skánar þér í bakinu.
Það verður munur þegar Arnar fer að vinna á Reyðarfirði, öfunda hann ekki að keyra dalinn á hverjum degi.

Nafnlaus sagði...

Halló sæta,
Æðislegt að sjá svona flottar myndir af ykkur fjölskyldunni... Öll svo sæt og fín um jólin:o)
Ohhhhh hvað það verður geggjað að fara út til Newcastle, leika sér soldið og versla.... Algjörlega nauðsynlegt að fara í svona leikferð á hverju ári:o)
Hafið það gott elskurnar og það væri æðislegt að sjá ykkur í jóladinnernum næstu helgi.... Já ég veit, er soldið bjartsýn, en það má reyna:o)
Knús frá mér til ykkar.
Kveðja, Gunna

Nafnlaus sagði...

jæja.. bloggiblogg.. koma svo.. bíð spennt eftir uppfærslu að austan.. knús klara