Undanfarna 2 morgna er búið að vera erfitt að fara framúr rúmminu....Við keyptum okkur nýjar sængur og 4 nýja kodda á Akureyri og það er yndislegt að vera í rúminu núna...heheh....
Við áttum frábæran tíma á Akureryi og versluðum fullt....enda ekki farið í búðir í ansi langan tíma....jólagjafir og fleira...það var eins og að koma heim frá útlöndum þegar við komum heim....
En ferðin norður tók sinn toll....ppffrrr, það var blindbilur og við rétt sáum veginn á Möðrudalsöræfunum, annað var svona nokkuð gott yfirferðar.....en ferðin aftur heim var aðeins erfiðari, þá var rosa hálka alla leiðina og öræfin orðin mun verri og vont veður alla leiðina heim....oohhhh, það var svo gott að komast svo loksins heim...eins og alltaf.
Þegar ég var krakki og mamma & pabbi áttu allar plöturnar sínar og plötuspilarann...hlustaði ég mikið á "gömlu" plöturnar....átti eina mjög sérstaka jólaplötu með Dolly Parton & Kenny Rogers...ég hef svo undanfarið 6 ár verið að leita af geisladisknum, en hann bara ekki verið fáanlegur hérna á klakanum...ég bað svo Sean vin minn um að skoða þetta fyrir mig...kannski gæti hann reddað honum frá Bretlandi...neinei, það tók hann ekki nema 2 minutur að ná í hann og skrifa fyrir mig...og nú er ég komin með hann í hendurnar og held að þetta sé bara besta gjöfin sem ég hef fengið lengi...enda búin að bíða nógu lengi eftir honum....hlakka voða mikið til að komast heim og skella honum í spilarann :)
já, góðir hlutir gerast hægt
Við stefnum annars á að mála loksins stofuna á morgun...en annað kvöld erum við svo að fara á Frostrósir....vúhúúuuuu
Alexander er búinn að losna við sauminn úr augnlokinu og þetta lítur allt voða vel út, hann er sprækur sem lækur...ég fór með hann í Bowen seinnipartinn í gær....erum að athuga hvort það mun hjálpa honum með hans næturvandamál.
Elín Inga er eins og hún á að sér að vera....hress sem fress..heheh...grín...
Elsku Fanney og Már...innilega til lukku með prinsessuna ykkar...hún er algjör beauty bolla.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Alltaf nóg að frétta af ykkur :).. annars bara kvitt kvitt .. knús á línuna.. ástarkveðja klara og róbert
Hæ Karen
"datt" hér inn...
Gaman að lesa fréttir af þér og þínum!
Gleðilega aðventu
árný þórarinsdóttir í DK
Hvað er Bowen?
Bowen er líkt við höfuð, beina og spjaldhryggsmeðferð....nema betri :)
Ertu enn að kúra í rúminu með góðu koddana? ;)
Skrifa ummæli