Ég náði í Alex í skólaselið á föstudaginn, var búin að lofa honum að ég myndi sækja hann....en annars er hann vanur að labba bara heim....svo sóttum við Elín Ingu, skelltum okkur í búðina og þá byrjaði ballið sko....kræst, þau tryllust bæði í búðinni...hún vildi alls ekki sitja í kerrunni og hann fann e-ð dót sem hann vildi endilega eignast og ég sagði nei....þegar hann byrjaði að grenja þá hætti hún....hann stóð þarna öskrandi crazy og allir farnir að horfa á okkur....ég var nú smá tíma að troða öllu í pokana, þar sem ég var að versla frekar mikið...dró hann svo út öskrandi brjálaðann....hann hefur aldrei látið svona áður og ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera þarna Enda fékk hann ekkert í skóinn þá nóttina.... Við vorum að skera út laufabrauð á föstudgskvöldinu....ég, Arnar & Örn...vorum í 3 tíma að skera út og ég fór nú leikandi létt með að steikja þær ....fékk lánað járn hjá Láru nágrannakonu minni...sem er alveg helmingi minna en járnið hennar mömmu og þar af leiðandi lengur verið að vinna....en kemur svona sláandi vel út, ég var alveg uppgefin eftir herlegheitin og sofnaði í sófanum. Á laugardaginn fór ég svo með Sean vini mínum í ökutíma....þar sem ökukennarinn er ekkert voða sleipur í enskunni...það var bara gaman. Sean, Brian og Heiða komu svo að horfa á Newcastle leikinn og það endaði með því að við Heiða ákváðum að skella okkur á pöbbinn.....og skemmtum okkur svona sláandi vel.... Það var ekki alveg eins skemmtilegt að vakna svo til að fara í annan ökutíma....púff...en það tókst og allt gekk voða vel....Brian & Heiða komu svo aftur yfir og það var fótbolti & tjatt. Ég er varla að trúa því að þetta sé síðasta vikan fyrir jól....vá....tíminn líður hratt. Svo sem allt í orden með það....við erum alveg tilbúin...þarf bara að smella jólakortunum í póst...sem ég ætla mér að gera á morgun. LATER |
mánudagur, 17. desember 2007
Allt að gerast...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Var einmitt að setja mín kort í póst í dag. Knús og kram dúllan mín þín Fannsa
Flottar myndir,bara gaman.
Kveðja mamma
Jólakortin ekki komin í póst enn...........en gámurinn er alveg að tæmast.
Voanandi náum við að hittast eitthvað um jólin.
Kveðja Bryndís
Skrifa ummæli