mánudagur, 29. október 2007

29. Október

Enn einn mánudagurinn genginn í garð...Það var klárað að leggja parketið á laugardaginn og listarnir kláraðir í gær, og húsið virðist stærra..hehehe...kemur á óvart, ég hlakka til að komast heim á eftir og þrífa & þrífa...gerði bara pínulítið af því í gær, þar sem hann kláraði svo seint og svo er dagskráin á stöð 2 orðin nett góð á sunnudagskvöldum....en næturvaktin er að sjálfssögðu í fyrsta sæti....magnaðir þættir þar á ferð.
Ég reikna með að Örn flytji inn á okkur í nokkra daga núna, þar sem Jónas parkeleggjari með meiru er að fara að taka íbúðina sem hann býr í í gegn núna...
Við ætlum svo að mála eldhúsið, stofuna og ganginn.....einhverntímann eftir næstu helgi....smá pása í húsamálum þegar búið verður að þrífa....
Ég tek fleiri myndir í vikunni og hendi þeim inn.....lofa, langar bara ekkert að taka myndir af öllu þegar það er allt í drasli og skítugt.

Alexander er búinn að vera undanfarið að telja ....telur allt...og ekkert....var kominn uppí 213 um daginn og nennti þá ekki meir.....Elín Inga ætlaði sko ekkert að vera minni manneskja og byrjaði líka að telja....hún komst þó ekki lengra en 18....heheheh...

Alexander Örn er með mér í vinnunni í dag, verður væntanlega með pabba sínum á morgun og ekki alveg komið á hreint með miðvikudaginn.....væri voða gott ef Örn gæti bara tekið hann þá...heheh...segi svona bara....en það er vetrarfrí í skólanum - ég segi nú bara fyrir mitt leyti vildi ég frekar að skólinn væri búinn fyrr á vorin....og sleppa þessu vetrarfríi.

Svo er það Ingimar Örn til lukku með daginn...35 ára

LATER

mánudagur, 22. október 2007

22. Október

Get nú ekki neitað því að vera pínu þreytt...ég kom með flugi frá Reykjavík klukkna 17 á föstudaginn, þá var brunað beint heim...rétt tekið uppúr töskunni og farið út að borða með pabba og Erni, fórum á hótelið...það er nú bara næsta hús við okkur, voða nice...Alex fór svo til ömmu Siggu og við við fórum í Árgötuna þar sem parketleggjarinn var að vinna heima...horfðum aðeins á TV og pilluðumst svo heim, þurftum að setja einhverjar flíkur í tösku og svo beint að sofa, vöknuðum græjuðum og tókum breakfast á Olís, skunduðum á Egilsstaði og fórum 10 manns í einn Econoline á leið á Hornafjörð....fórum Öxi og vorum 2 tíma á leiðinni, fórum beint á hótelið og skiluðum af okkur töskunum, hittum svo N1 strákana að Höfn og smá óvissuferð sett í gang, það var farið útá Ósland og þaðan með litlum blöðrubát yfir í suðurfjörur og djöflast á fjórhjólum þar....frekar skemmtilegt, svo var farið að græjast fyrir kvöldið og það var voða gaman, fengum alveg meiriháttar mat og skemmtilegt show - mæli alveg með því, við ætlum að vísu ekki að fara aftur eftir 2 vikur með Eimskip...en það er nú af því það er svo mikið að gera hjá okkur.
Við vorum svo að skila okkur heim uppúr kl. 16 í gærdag...náðum í Alex og héldum heim þá tók á móti okkur gríðalegt ástand af rusli & drasli...við ákváðum bara að drífa okkur í sund í þessarí líka grenjandi rigningu en við höfðum öll bara gott af því. Fnegum okkur samloku á Tærgesen og héldum svo heim að koma stofunni í fyrra horf, en það er sem sagt búið að parkeleggja stofuna, nú er eftir holið og herbergið hans Alexanders, ég er svo að fara suður á eftir og kem til baka á miðvikudagskvöld....er alveg að vona mikið að hann verði þá búinn að leggja allt parketið...þá mun taka við alsherjar hreingerning....en það á að vísu eftir að mála stofuna og ganginn..heheh....

Meira síðar

LATER

þriðjudagur, 16. október 2007

16. Október

Það var nú frekar kalt í morgun....ég fór allavega í úlpuna mína, fyrsta skipi í vetur.
Eldhúsið er tilbúið....með parketi og öllu, ég reyndar eftir að bólstra sessurnar og skammast mín fyrir að vera ekki búin að því...en hef bara ekki neitt pláss til að gera það....mun gera það eftir helgina...vá....heheh, en ég er að fara suður á eftir og tek Elín Ingu með mér ég fer svo heim aftur á föstudaginn og við Arnar erum að fara á Höfn á laugardeginum með vinnunni hans...á Eitís showið...við komum svo til baka á sunnudaginn, Alexander verður hjá ömmu Siggu á meðan...ég fer svo aftyur suður á mánudaginn og heim á þriðjudaginn og tek þá Elín Ingu með mér....púfff....nóg að gera...og allt á hvolfi heima...það er komið parket inní hjónaherbergi og Elínar herbergi...vonandi verður komið parket á allt eftir næstu helgi....er með veika von í brjósti :)
Það er svo sem ekkert mikið að frétta af okkur....erum bara í því að reyna að komast í gegnum dagana...með þetta á draslararí....fannst samt æðislegt að geta byrjað að elda aftur.

Elín Inga er farin að telja uppá 10...voða dugleg....hún þykist vera farin að lesa og er nokkuð góð þegar hún sest niður með bókina og greinilega man allann textann....svo finnst mér alltaf jafn fyndið þegar hún syngur "gamla nóa" hann kann ekki að stýra brýtur alla gíra...heheh...magnað...svo á laugardaginn þegar ég var að klára að setja allt á sinn stað í eldhúsinu og við vorum bara 2 heima....þá var lag í útvarpinu með Gwen Stefani...voða grípandi lag sem við erum oft með á í bílnum....þegar ég labba inní eldhús þá er hún að dansa og syngja með á fullu....kunni sko alveg lagið...ég ákvað bara að snúa við og leyfa henni að eiga þessa stund....vildi bara að fleiri hefðu séð þetta....eða ég náð þessu á video.
Það koma reyndar gullmolar frá henni á hverjum degi...
Alexander var nú ekkert alltof kátur með það að fá ekki að koma með suður...en þegar hann heyrði af strákatímanum með pabba sínum á var það sko spennandi að vera heima...

LATER

þriðjudagur, 9. október 2007

9.Október

Iðnaðarmenn....er svo búin að fá nóg af þeim...þegar ég kom heim í gær var ég alveg viss um að búið væri að tengja allt í eldhúsinu...en neinei...en hann sagðist klára það í fyrramálið...svo hann ætti í raun að vera á fullu heima núna að klára...eða að vera búinn....ég mun reyndar stoppa í mýflugumynd heima á eftir, rétt til að pikka upp bakpokann sem ég tek með mér suður seinnipartinn....spennandi að sjá hvort allt sé reddy...ég á reyndar alls ekki von á því....
En sá sem ætlar að parketleggja fyrir okkur kom í gærkvöldi og skoðaði aðstæður, það er nú önnur hringavitleysan...nokkrir búnir að segjast ætla að taka þetta að sér....en svo gerist ekkert...er þessum mönnum kennt að koma fram við aðra eins og "piece of shit"...nei, ég bara spyr.."#$#"%&#!
Hann var allavega nokkuð bjartsýnn og ætlar að byrja á miðvikudag/fimmtudag...hann mun þá byrja á eldhúsinu...svo hægt sé að koma ísskápnum og uppþvottavélinni á sinn stað....og kannski svona öllu eldhúsdraslinu sem er í stofunni...en það getur ekki farið í skápana fyrr en búið er að klára innréttinguna...blablabla....finnst ég alltaf vera að segja sömu hlutina....
en EF allt gengur upp...sem það klárlega gerir ekki....og við skulum bara ekkert fara útí það....

Krakkarnir eru svona glimmrandi hress & kát, Alexander er orðinn mjög duglegur að lesa og er kominn á lestrabók númer 3...sem er nokkuð gott og við voða stolt af prinsa
Elín Inga apir svo allt upp eftir honum þegar hann les...og er hún voða stolt af sjálfri sér, gaman af því

Ég mun nú stoppa stutt í borginni en þarf að sitja námskeið á vegum vinnunnar á morgun og tek flugið heim um kvöldmatarleytið á morgun...vona samt að ég nái að koma heim með nýtt áklæði á sessurnar í eldhúsið.
Arnar fer að vísu suður á föstudaginn til að fundast á vegum vinnunnar og heim aftur á laugardag...magnað hvað þetta flakk er alltaf þegar maður þarf að vera heima við....

Endilega segið mér einhverjar skemmtilegar sögur á þessum skemmtilega tímapunki

LATER

laugardagur, 6. október 2007

6.Október

Jú....já, þá er laugardagur og eldhúsið ekki ennþá tilbúið...nei nei, rafvirkinn kemur ekki fyrr en á mánudaginn...og það er sko eins gott...hann sveik okkur heldur betur í vikunni og við erum frekar pisst.
Nokkrar nýjar myndir af framkvæmdum í myndaalmbúminu...check it out
1944 í kvöldmatinn.....wúhhhúúúúú

Later

þriðjudagur, 2. október 2007

2. Október

Helgin leið heldur betur hratt...Arnar fór útá Vattarnes fyrir kl.9 á laugardagsmorguninn, mamma , Kristjana og Alex fóru líka...ég byrjaði að tæma eldhússkápana og raða öllu sem er í daglegri notkun á skenkinn í stofunni og allt í kring...byrjaði svo að skrúfa hurðarnar af skápunum...mamma kom svo til baka um hádegið og náðum við heldur betur að gera meira en við reiknuðum með...svolítið erfitt að skrúfa 47 ára fitugar og ógisslegar skrúfur...við grilluðum svo hammara í matinn og Arnar kom heim um kvöldmatarleyitið...en hann var sem sagt að smala útá Vattarnesi ásamt pabba, Erni og fleiri góðum gæjum.
Það var voða lítið gert eftir matinn....allir frekar þreyttir.....
Það var svo byrjað aftur strax á sunnudagsmorgninum að halda áfram að rífa niður, en þá vorum við Arnar í því og mamma með Elín Ingu....klukkan átta um kvöldið var svo allt komið niður sem hægt var að taka niður og búið að sparsla og mála svona nett yfir.
Þegar ég kom heim í gær var búið að laga pípurnar undir eldhúsvaskinum og gera voða flott þar....en þarna undir voru sko stærstu og klunnalegustu rör ef kallast þá rör þarna undir, var ekki alveg að passa við nýju línuna sko....
Rafvirkinn kemur í dag, en það þarf að færa dósir og gera nýjar og græja....flott mál, svo vonandi þegar ég kem heim úr vinnunni í dag verður svona slatti kominn upp...en með okkar heppni/óheppni gerist þetta mun hægar en áætlað var...það er bara svo oft þannig
Píparinn kemur svo á morgun til að færa ofnana....jeiii, þá er hægt að fara að hugsa um parketið....sem bíður inní gestaherbergi.
Við mamma, Kristjana & Elín Inga röltum í húsasmiðjuna í gær að sækja nýja eldhúsvaskinn....en það þurfti að sérpantann fyrir mig....ég hef reyndar í gegnum tíðina alltaf valið Byko á undan húsasmiðjunni, veit svo sem ekkert sértsaklega af hverju það er....allavega, við mamma fórum í Byko á föstudaginn til að kaupa vaskinn...ég sagði við mömmu á leiðinni inn...það er reyndar ekkert sérstaklega góð þjónusta hérna, ég stoppaði svo strák sem var þarna að labba einn ganginn og spurði um eldhúsvaska...hann segir strax “ spurði manninn á kassanum, ég veit EKKERT”...heheh, ég gat nú ekki annað en brosað til mömmu sem gapti þarna af undrun...ég spurði svo manninn á kassanum...hann spurði svo annan mann..sem sagði...við eigum e-ð inná lager...en það eru bara svona eitt hólf og borð...ég alveg , já, ok...ég vil einmitt svona eitt og hálft hólf bara, þá leit hann strax undan og sagði, já, við eigum það ekki til...ég stóð þarna aðeins og vissi varla hvað ég átti að gera....en spurði svo, eigi þið bæklinga eða e-ð sem ég get skoðað, því heimasíðan sýnir voða lítið úrval....nei, þeir áttu það nú ekki...og vildu ekki með nokkru móti sinna mér meira....ég sagði samt “ get ég þá ekki verlsað eldhúsvaskinn minn hérna hjá ykku”...þeir litu á mig stórum augum en sögðu ekkert....ég starði á móti og sagði svo...jæja, förum þá í húsasmiðjuna....þar var vaskurinn svo sem ekki til heldur en, en ekki vandamálið að panta hann og það tók sólahring að fá hann .....ég held að ég snúi mér í framtíðinni að húsasmiðjunni fyrst.
Arnar fór suður í gærmorgun og kemur heim aftur seinnipartinn á morgun....mamma & pabbi fara suður í dag...ég kvaddi þau í gærkvöldi...en mun hitta þau aftur í næstu viku þegar ég fer suður.....ég rétt stekk suður í eina nótt...er að fara á námskeið hjá Eimskip.

Later