Það eru sko fleiri en ég háðir mat úr stórborginni, það var einn sem vinnur hérna í skautsmiðjunni sem pantaði KFC fyrir vaktina sína, lét senda hana með flugi á Egislsstaði og sótti hana þangað, renndi svo með hana hingað í vinnuna....tók frá kl.18 – rúmlega átta nokkrar fötur af bitum og gúmmelaði....ég var illa svikin þegar ég las þetta í fjarðarálsfréttum....en ég trúi því statt & stöðugt að ég hafi verið utan þjónustusvæðis.
Örn kom á laugardaginn austur með nánast allt dótið sitt og er svona þokkalega búinn að koma sé fyrir, hann er að fara að vinna hjá Reykjafelli hérna fyrir austan, það verður voða gaman....hann fór að vísu aftur suður í morgun en kemur líklega fljúgandi um helgina aftur.
Við Anna María skelltum okkur í svaka partý á laugardagskvöldið...púffff, segi sko ekki meira um það.
Nú er vika í Eimskip.... happy days
Alexander Örn & Elín Inga eru bæði e-ð kvefuð...hann hóstar útí eitt og hún hnerrar....svo er reyndar e-ð vesen á mér líka, en ég fer til doksa í fyrramálið og vonandi er það ekkert mikið alvarlegt.
Ég keypti slatta af fisk um daginn, hakkaði hann niður ásamt öllu tilheyrandi og gerði slatta af fiskibollum.....þær eru nú reyndar að verða búnar svo ég ætla að skella í aðra bollugerð fljótlega....yndislegt að geta kippt þessu úr frystinum....
Svo á laugardaginn gerði ég papriku & chilli sultu, sem heppnaðist snilldarlega og er geggjuð góð....svo er stefnan tekin á rifsberjasultu eftir vinnu í dag.....brjálað að gera í matargerðinni....ooohhhh hvað það verður svo gaman að stússast svona þegar nýja eldhúsið kemur....fékk svar áðan, verður sett upp í lok október byrjun nóvember.....ég get alveg sætt mig við það....er hvort eð er búin að bíða þetta lengi...parkeið fer reyndar á eftir ca mánuð....þetta kemur allt með kalda veðrinu...heheheh
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Jehminn það er svo mikill dugnaður hérna á okkur í sveitinni....... Ég og Gunna gerðum einmitt svona líka heilan helling af krækiberjahlaupi áðan, læt þig nú kannski bara fá eina dollu!! Þá áttu nú allar tegundir af sultu held ég í heiminum bara...... hehee!!! Jæja nú eru bara 2 dagar í Mario Party, JIBBÝ... hlakka rosa til, matur og læti ;-)
Ég ætla einmitt að gera fiskibollur um helgina og taktu eftir; úr íslenskum fiski!
Har det bra. Svanfríður
Jæja kona góð....... Til hamingju með daginn!! hehe og nýja símanúmerið þitt ;-) Æji hef ekkert að segja, bless........
Skrifa ummæli