sunnudagur, 26. ágúst 2007

26 ágúst - mamma til lukku með daginn

Þá erum við komin heim aftur eftir yndislega afmælisveislu á Höfn, rosalega sem var gaman og góður matur :)
Við gleymdum okkur alveg þegar við fórum héðan...gleymdum sem sagt að koma við í fullorðins sjoppunni og kaupa djús, en duttum svo í lukkupottinn þegar verslunarstjórinn í þeirri búð á Höfn opnaði bara fyrir okkur...jújú, maður lætur hafa fyrir sér..hehehe.
Jú, svo þegar við vorum að verða reddý fyrir geimið á laugardaginn fékk ég sms frá Siggu frænku...þau voru sem sagt að skíra og giftu sig bara í leiðinni, ég er alveg í skýjunum með þau og óska þeim aftur innilega til hamingju með þetta allt saman og auðvitað fallga nafnið líka :)

Elín Inga er bara snillingur, hún heldur að hún sé að fara í skóla líka eins og Alexander, hún talar líka eins og unglingur, og það sem hún segir ekki...þær í leikskólanum eru alveg undrandi á því hvað hún talar mikið....er með alveg gríðalegan orðaforða og mun meiri en börnin sem eru eldri en hún....það er alveg yndislegt að hlusta á hana...segir heilu sögurnar..hehehe...og er ekki orðin 2ja ára....(rosalega montnir foreldrar hér á ferð)...hehehe

Það gengur allt voða vel hjá Alexander líka...hann er gríðalega stoltur af því að vera með lykil til að opna eftir húsið eftir skólann :)

Á tvær vikur eftir í vinnunni....

Það er slatti af myndum komið inn

LATER

föstudagur, 24. ágúst 2007

24. ágúst

Jújú, voða líður tíminn hratt...anyweis, ég fór suður á föstudaginn, Lovísa sótti mig útá völl og leiðin lá á American Style...mmm yndislegur og langþráður kvöldmatur sem stóð sko vel undir sínu...eftir matinn lá svo leiðin til Gunnu en þar var saumó og tókst mér að mæta og koma þeim öllum á óvart, nema Elínu sem fékk hálftíma fyrirvara..heheh...en ég skemmti mér konunglega í saumó og þakka hér með kærlega fyrir mig stelpur....það var alveg meiriháttar að hitta ykkur allar og litlu prinsana sem fylgdust vel með...er orðin ansi spennt að vita nafnið á litla frænda mínum, vonandi fæ ég það beint í æð eftir skírn :)
Það var svo yndislegt veður þegar ég vaknaði á laugardagsmorguninn...við Lovísa smelltum okkur í smáralindina og ég keypti skólatösku handa Alexander voða fína....leiðin lá svo “down town” magnað alveg...meiriháttar veður og fullt af fólki...eftir góða göngu settumst við á Austurvöll með fullorðins svaladrykk og fylgdumst með mannlífinu, eftir mikið glens & gaman þar var haldið í bílinn og heim á leið...Örn hringdi þá og var kominn til landsins degi fyrr en ætlað var og kom hann líka og borðuðum við öll saman ....tókum svo strætó niður í bæ aftur....fylgdumst með tónleikunum og flugeldasýningunni sem bæ þe ve var mögnuð og tókum svo strætó aftur heim....hafði ekki farið í strætó í many years...en alveg hreint yndislegur dagur.
Sunnudagurinn fór svo í snatterí, ég skoðaði nýja pallinn hjá mömmu og pabba, og Örnu & Didda og þar sátu við í dágóða stund....ég fór svo í flug kl 19 heim....það var líka yndislegt að komast aftur heim.
Alexander Örn byrjaði svo í skólanum á miðvikudag...eða þá fórum við saman og töluðum við kennarann, fengum stundatöflu og þess háttar, hann byrjaði svo fyrir alvöru í gær...fyrsti tíminn var sund og svo enska...hehehe...magnað, svo fannst mér alveg yndislegt þegar hann kom labbandi heim kl.16...en skólinn er búinn kl.13 og þá fer hann í skólaselið til kl.16 og á svo að labba heim eftir það.
Það er búið að vera yndislegt veður hérna síðustu daga, við grilluðum í gær og sátum í mestu makindum við eldhúsborðið þegar bankað er á gluggann og standa þá ekki hann Örn og vinur hans Þór fyrir utan....rosalega sem ég var hissa og glöð að sjá hann....þetta er greinilega í fjölskyldunni að koma svona óvænt..hehehe.
Við ætlum svo á Höfn á morgun og vera í fertugsafmælinu hjá Ásgeiri annað kvöld....
Sigga Dísa mega skvísa ætlar að passa börnin heima á meðan.

Á meðan ég man...þá vorum við Alexander að tala saman um daginn og ég segi svona við hann " Þú sagðir það sjáðan álfur" sem átti auðvitað að koma sem " þú sagðir það áðan sjálfur"
Gaman að þessu

LATER

miðvikudagur, 15. ágúst 2007

15.ágúst

Lasarus hérna megin......kræst hvað mér finnst ég ekki eiga það skilið að vera lasin AFTUR, er nýbúin að vera með streptókokka & veirusýkingu....og svo núna með mestu beinverki, höfuverk, augnaverk og hita.....so boring :(
Alexander átti að fara með pabba sínum í vinnuna en þar sem ég yrði heima mátti hann alveg vera það líka, hann getur alveg séð um sig sjálfur.....(þannig séð)
Honum stóð nú ekki á sama í morgun að sjá mömmu sína svona veika og enginn sem gat hjálpað heni....hann var að spyrja mig hvort hann gæti hjálpað mér e-ð og ég sagði við hann að ég væri svo svöng en gæt bara ekki staðið upp.....svo hann fór og náði í disk, skeið, cheerios og mjólk og gaf mér að borða......algjör gullmoli. Mér líður reyndar ennþá mjög illa en ætlaði að vera voða dugleg og harka af mér og skella mér í vinnuna á morgun....svo hringdi mamma og bara NEI, þú hefur ekkert með það að gera að fara að vinna í svona ástaandi og auðvitað veit ég að það er alveg rétt hjá henni.....en mar fær svona slatta af samviskubiti þegar maður er svona heima....eins og ég sé eina manneskjan sem verður lasin....af hverju lætur maður svona ???????

Ég heyrði í Elínu í gær og Gunnu í dag....og það var frábært, ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég sakna þeirra.....held að ég þurfi að fara að skella mér í eina netta helgarferð suður.

jæja, þá er sjálfssvorkunin komin :I

LATER

mánudagur, 13. ágúst 2007

13.ágúst

Þá er sumarfríið búið, eða sumarfríið hjá Arnari og Elín Ingu...leikskólinn opnaði kl 13 í dag, ferlega hallærislegur tími en svo sem ekkert við því að gera, þá varð prinsessan bara lasin, en hún fer nú í fyrramálið í leikskólann.....
Alex verður í aðeins lengra fríi eða skólinn á að byrja 22 ágúst...ég held ða ég hlakki meira til en hann...heheheh

En þá eru það fréttirnar, ég er sem sagt að fara að hætta hjá Alcoa og ætla að fara að starfa hjá Eimskip...ég mun byrja þar 11.september....ég ætla svo sem ekkert að fara skrifa ástæðuna en þeir sem vilja heyra hana er velkomið að hringja á milli kl16 -17 alla virka daga ;)

Gunna jú, ég er sko allta geim í bústaðarferð, látið mig bara vita með góðum fyrirvara og þá kem ég :)
Ég veit annars ekki hvenær við komum suður næst, það eru komin 2 börn fyrir sunna og eitt fyrir norða....maður verður að fara á flakk um landið til að ná þessu öllu. En það er bara gaman að því.

LATER

þriðjudagur, 7. ágúst 2007

7.ágúst

Lögðum af stað á föstudag eftir vinnu hjá mér, allt reddý og um leið og ég var búin að skipta um föt var lagt af stað til Akureyrar...mættum nokkrum löggum á mjög stuttum kafla og svo var það ein sem fann sig tilneydda til ða stoppa okkur við reglubundið eftirlit, hún komst nú ekki að við að tala við okkur þar sem Elín Inga blaðraði útí eitt, hún byrjaði á að segja hæ hæ hæ hæ hæ þangað til hann sýndi henni athygli, þá fór hún að sýna honum nýja bílinn sem hún var búin að fá, og svo fór hún að sýna honum tattooið sem hún var með á hendinni....þá gafst hann bara upp og sagði akið varlega og góða helgi...heheheh....hún er sko mögnuð!!!
Á laugardeginum fórum við í verslunarferð hérna í menningunni á Akureyri, keyptum okkur allskonar dót sem okkur vantaði...fórum svo heim til að leyfa Elín Ingu að sofa smá, en sofnuðum öll.....langt s+íðan við höfum farið í svona leiðangur og vorum öll alveg búin á því, seinnipartinn fórum við svo í tívolíið....við Alex fórum í Twister og skemmtum okkur konunglega...alltaf gaman tívolíi...svo komu Gaui, Heiða og Skarphéðinn, við grilluðum og höfðum það ótrúlega kósý....MMmmmm, spiluðum svo frameftir nóttu.
Á sunnudagsmorguninn var tekið góður tími í að vakna, svo notarlegt...eftir lúrinn hjá prinsessunni var haldið í bæinn....þá var nú hætt að rigna og hitinn var að láta á sér bera, við skelltum okkur aftur í tívolíið og við Alex fórum aftur í Twister og líka í annað tæki X-stream sem var bara frekar hrikalegt...heheheh...allavega var Alex það hræddur að hann gat ekki farið að gráta...og ekki gat ég aðstoðað hann þar sem ég öskraði svo mikið..hehehe...svo var bara farið í sólbað á pallinum og grillað góðan mat....púfff!!! spurning um að fara að taka sig á eftir helgina...held það!
Við ætluðum svo að taka því extra rólega á mánudeginum, en urðum svona híper hress og renndum á Ljósavatn og fórum að veiða, fiskarnir hoppuðu um allt í kringum okkur en enginn vildi bíta á, við gáfumst upp á endanum og keyrðum aftur í íbúðina. Við ákváðum að panta okkur kínverskan mat og fá hann sendan heim...MMmmm smá lúxux...heheheh, það er auðvitað ekki í boði á City Reyðarfirði....og rosalega sem það var gott J
Við lögðum svo af stað heim um tíuleytið....versluðum fyrst aðeins í rúmfatalagernum og renndum svo á Grenivík, þaðan á Húsavík og hittum svo Árna, Önnu og mömmu hennar á mývatni og skelltum okkur með þeim í lónið....það var rosalega gott að slaka á þar.
Við komum heim um áttaleytið og Elín Inga var farin að heimta að fá að fara að sofa og sofnuðu systkynin STRAX....hehehe
Ég fer svo að vinna í fyrramálið og Arnar er að hugsa um að skella sér aftur í sæluna....taka tjaldvagninn, krakkana og góða veðrið....annars var ég að vona að við gætum farið í Ásbyrgi næstu helgi, ef veður leyfir gengur það vonandi upp....svo var verið að bjóða okkur í fertugsafmæli á Höfn þarnæstu helgi.....
Við ákváðum það líka þegar við lágum í lóninu í dag að plana helgi fljótlega með Árna og Önnu á Ólafsfirði....einnig var það inní myndinni að eyða áramótunum í Köben...með Árna, Önnu, Bjarna, Helgu, Gaua og Heiðu.....rosalega yrði það magnað....
Jebbidi Jei....ætla að hætta núna

LATER