Jú allt gott og blessað hérna....búið að vera mikið að gera
Gunna til lukku með nafnið á prinsa...ég vissi að það yrði Birgir og það er mjög fallegt nafn :)
Og ég er ekki alveg að skilja Elín...ertu hætt hjá Euro eða???....en voffinn hans Arnar er einmitt hérna núna koma austur með pabba og Örn kemur svo með flugi í kvöld og þau fara öll suður á sunnudaginn...hún hetir Perla og er víst búin að þroskast heilmikið hérna í sveitinni..heheh...og gangi ykkur vel með ykkar....og ég á ekki von á að við komum neitt suður í sumar....það er svo gott að vera hérna megin :)
Ég skellti mér í smá húsmæðraorlof síðustu helgi og brunaði á Humarhátíð á Hornafirði...mamma og Kristjana voru þar og það var alveg rosalega gaman....og ekki of langt!!!
Ó mæ god, ég settist niður og byrjaði að skrifa af því ég hafði frá svo miklu að segja....nú man ég bara ekkert....ZZzzzz
Alexander er búinn að missa aðra tönn...eða ég reif hana úr, þar sem hann gat ekki borðað kvöldmatinn á mánudagskvöldið....svo settist minn bara niður og borðaði, Allt annað líf....oohh ég man svo eftir þessu tannveseni...hehehe....
Elín Inga er komin með nýtt lag á heilann, kannski líka útaf því Alexander er með það líka...en það er Lollypop með Mika....
Þau eru komin í sumarfrí núna, en það á að byrja á morgun kl. 13....ég ætla bara að leyfa þeim að sofa í fyrramálið og hafa það kósý hérna heima á morgun.
Við ætluðum jafnvel að fara í útilegu um helgina...í tjaldvagninum okkar sem við áttum að fá í vikunni...en hann er ekki kominn svo við förum nú örugglega ekkert....
Já, þegar ég kom heim frá Höfn, var búið að flísaleggja forstofuna og parkeleggja gestaherbergið....algjör lúxus mar!!!!
En endilega haldið áfram að commenta....það gerir lífið svo skemmtilegt :)
Man ekki meir...
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ til lukku með sumarfríið. Alltaf jafn gaman.
Og bara búin að eignast tjaldvagn ha? Það er eins gott að maður lesi bloggið, sem ég geri alltaf, annars gæti maður misst af einhverju :) Allt gott að fétta hérna megin líka. Heyri í þér fljótlega Karen, verðum að taka a.m.k eina útilegu saman.
Bestu kveðjur Lovísa
Hey ég skrapp á Humarhátíð eða að vísu bara í 1 dag, var í bústað þarna rétt hjá. Þess vegna hef ég hugsað svona sterkt til þín :) knús og kram Fannsa
Þú ert að grínast Fanney!!!....hvaða ands....vitleysa er þetta að heyrast ekki!!!
verðum nú að fara að gera e-ð í þessu hittleysi okkar :)
Skrifa ummæli