Jamm & Jæ....ýmislegt hefur verið að gerast....við erum öll komin í frí og erum búin að vera að fríast...náðum í tjaldvagninn og fórum í Atlavík og hann virkaði sko fínt og vonandi fáum við fleiri tækifæri til að nota hann.....en það er góð útilega framundan með góðu fólki og vonandi góðu veðri.
Síðasta föstudag buðu við í mat nokkrum "Brammer" strákum...var með geggjaðann kjúllarétt og eldaði fyrir örugglega 12 manns....en við vorum sem sagt sex....það kláraðist allt....ekki slæmt...hehehe....við fórum svo á Egilsstaði á tónleika og svo heim aftur...mjög skemmtilegt kvöld.
Kofinn okkar í garðinum er loksins tilbúinn.....en málningavinnan er e-ð sem við bara virðumst ekki vera að byrja á, eins og okkur langar að mála húsið....þá finnst okkur það frekar stórt verk fyrir okkur tvö....en aldrei að vita...við kannski byrjum bara á morgun.
Stelpna í næsta húsi...Hekla heitir hún kemur kl 9 á morgnana og hefur verið að passa til hálf eitt....spurning um að hafa hana til kl 16 og sletta vel á húsið....á meðan það er ekki rigning í kortunum.
Af frekari framkvæmdum er það að frétta......EKKERT!!!!!
Steini & Mæja....innilega til lukku með litla prinsinn, nú þarf að senda myndir :)
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hætt að blogga elskan?? :o(
Skrifa ummæli