fimmtudagur, 26. júlí 2007

26. júlí

Hæ hó!!!!

Ég er ekki hætt, búið að vera crazy að gera...
Síðasta fimmtudag komu sem sagt mamma, pabbi og Kristjana...þau gista í húsi sem er hérna rétt hjá eða um 3 hús á milli okkar, en pabbi keypti þetta húsnæði svo nú eiga þau samastað þegar þau koma austur, en þau hafa verið hérna finnst mér í allt sumar...þó pabbi hafi verið hérna einn (svo kom Örn) í rúma viku....bara gaman að þessu.
En sem sagt á föstudeginum fórum við mamma í leiðangur á Egilsstaði, ég þurfti að kaupa afmælisgjöf því okkur var boðið í tvöfalt fertugsafmæli í húsinu hénra við hliðina á laugardeginum....Sammi og Lára heita þau....ég keypti geggjaða gjöf sem sló heldur betur í gegn :) lovely
Svo þegar heim var komið og þessi blússandi blíða var byrjað að mála húsið okkar....já, og við erum sko búin, tók ekki nema rúma 2 daga að mála það....alger snilld Myndir koma síðar :)
Það var ennþá þessi blíða á laugardeginum og afmælið heppnaðist eins og best var á kosið, allir sátu úti og það var grillaður þessi dýrindismatur....hreindýr, naut, lamb, kjúlli.....MMmmm...e-ð fyrir matarmanneskju eins og mig...heheheheh, síðustu gestir fóru klukkan sex um morguninn....mér skilst að ég hafi nú ekki verið eins af þeim...múhahahaha!!!!!
Á mánudeginum varð ég svo heppin að fá strepptókokkasýkingu (hvernig svo sem það er skrifað) og er komin á lyf en þetta gengur nú frekar hægt að jafna sig.....og ferlega sem þetta er ógeðslega vont....ég gjörsamlega grét hérna og hélt að ég væri að deyja og Arnar rauk með mig aftur til læknis, þá sagði hann að ég hefði fengið líka einhverja veirusýkingu og þetta myndi bara taka sinn tíma og að ég þyrfti að hringja strax á vaktina ef þetta myndi vernsa meira.....þá var bara dælt í mig verkjatöflum og ég svaf....vaknaði svo þegar Alexander byrjaði að gubba eins og óður væri....og stóð það yfir í rúman sólahring....æðislegt að lenda í svona veikindum í sumarfríinu....NOT!!!!
Ekki nóg með að vera bullandi lasin þá voru auð vitað mamma og pabbi hérna ennþá, Ása & Gunnar systir mömmu komu á mánudaginn og voru í 2 daga...Lovísa og fjölsk. komu líka á mánudag og voru bara að fara....Guðrún systir Arnars kom í gær og verður framyfir helgi og tengdó eru á leiðinni....það er ættarmót hérna um helgina.....alltaf nóg að gera...ég verð nú orðin hress vonandi á morgun og get tekið þátt í gleðinni :)

Sigga Dísa fékk heimsókn síðustu helgi en það var hún Elín með dóttir sína hana Elínu Eir...þær komu að sjálfssögðu í heimsókn og mjög gaman að hitta þær....alltaf gaman þegar gott fólk kemur.

Ég er nú að velta því fyrir mér með hana Siggu frænku....er hún ekkert að fara að eiga, eða kannski búin og það gleymdist að láta mig vita?????

Jæja gott í bili....ætla að leggja mig aðeins áður en allt liðið kemur heim aftur :)

LATER

P.S....hvar eru kommentin frá ykkur.....þau virðast ekki vera að skila sér ....???

mánudagur, 16. júlí 2007

16.júlí

Jamm & Jæ....ýmislegt hefur verið að gerast....við erum öll komin í frí og erum búin að vera að fríast...náðum í tjaldvagninn og fórum í Atlavík og hann virkaði sko fínt og vonandi fáum við fleiri tækifæri til að nota hann.....en það er góð útilega framundan með góðu fólki og vonandi góðu veðri.
Síðasta föstudag buðu við í mat nokkrum "Brammer" strákum...var með geggjaðann kjúllarétt og eldaði fyrir örugglega 12 manns....en við vorum sem sagt sex....það kláraðist allt....ekki slæmt...hehehe....við fórum svo á Egilsstaði á tónleika og svo heim aftur...mjög skemmtilegt kvöld.
Kofinn okkar í garðinum er loksins tilbúinn.....en málningavinnan er e-ð sem við bara virðumst ekki vera að byrja á, eins og okkur langar að mála húsið....þá finnst okkur það frekar stórt verk fyrir okkur tvö....en aldrei að vita...við kannski byrjum bara á morgun.
Stelpna í næsta húsi...Hekla heitir hún kemur kl 9 á morgnana og hefur verið að passa til hálf eitt....spurning um að hafa hana til kl 16 og sletta vel á húsið....á meðan það er ekki rigning í kortunum.
Af frekari framkvæmdum er það að frétta......EKKERT!!!!!

Steini & Mæja....innilega til lukku með litla prinsinn, nú þarf að senda myndir :)

LATER

fimmtudagur, 5. júlí 2007

5.júlí

Jú allt gott og blessað hérna....búið að vera mikið að gera
Gunna til lukku með nafnið á prinsa...ég vissi að það yrði Birgir og það er mjög fallegt nafn :)
Og ég er ekki alveg að skilja Elín...ertu hætt hjá Euro eða???....en voffinn hans Arnar er einmitt hérna núna koma austur með pabba og Örn kemur svo með flugi í kvöld og þau fara öll suður á sunnudaginn...hún hetir Perla og er víst búin að þroskast heilmikið hérna í sveitinni..heheh...og gangi ykkur vel með ykkar....og ég á ekki von á að við komum neitt suður í sumar....það er svo gott að vera hérna megin :)
Ég skellti mér í smá húsmæðraorlof síðustu helgi og brunaði á Humarhátíð á Hornafirði...mamma og Kristjana voru þar og það var alveg rosalega gaman....og ekki of langt!!!

Ó mæ god, ég settist niður og byrjaði að skrifa af því ég hafði frá svo miklu að segja....nú man ég bara ekkert....ZZzzzz

Alexander er búinn að missa aðra tönn...eða ég reif hana úr, þar sem hann gat ekki borðað kvöldmatinn á mánudagskvöldið....svo settist minn bara niður og borðaði, Allt annað líf....oohh ég man svo eftir þessu tannveseni...hehehe....
Elín Inga er komin með nýtt lag á heilann, kannski líka útaf því Alexander er með það líka...en það er Lollypop með Mika....
Þau eru komin í sumarfrí núna, en það á að byrja á morgun kl. 13....ég ætla bara að leyfa þeim að sofa í fyrramálið og hafa það kósý hérna heima á morgun.
Við ætluðum jafnvel að fara í útilegu um helgina...í tjaldvagninum okkar sem við áttum að fá í vikunni...en hann er ekki kominn svo við förum nú örugglega ekkert....

Já, þegar ég kom heim frá Höfn, var búið að flísaleggja forstofuna og parkeleggja gestaherbergið....algjör lúxus mar!!!!

En endilega haldið áfram að commenta....það gerir lífið svo skemmtilegt :)
Man ekki meir...
LATER