föstudagur, 27. apríl 2007

27.apríl

Það var um það bil viku fyrir seinni Canadaferðina mína að ég smellti fullt af myndum inná bonusprint forritið sem verður bara vinsælla með hverjum deginum hérna hjá okkur á klakanum...en þetta voru sem sagt 455 myndir og mun ódýrara að taka þetta í gegnum bonusprint þar sem ég yrði úti til að taka við þessu líka, ekki að borga nein aukagjöld eða sendingakostnað, þetta átti að taka um það bil 10 daga og ég gaf upp heimilisfangið á hótelinu og var svo farin að bíða og hlakka til að fá myndirnar mína......ég fór út & kom heim með engar myndir, ég var í e-mail sambandi við e-n þarna í bonusprint en ekkert gerðist, ég varð frekar svekkt og þegar ég kom heim sendi ég e-mail á gaurinn og bað hann um að senda mér myndirnar heim og ég mnyndi bara borga sendingakostnaði og fleiri aukagjöld ef þyrfti, nei, þá var það ekki í boði, þau ekkert lengur með myndirnar og e-ð vesen....en þau myndu að sjálfssögðu endurgreiða mér, sem þau og gerðu...meira segja aðeins meira en ég greiddi fyrir þær...gengisbreytingar þið vitið :)
Svo á mánudaginn komu Canadavinir mínir til okkar og verða hérna hjá mér í 2 vikur...og viti menn, komu þau ekki með allar 455 myndirnar mína...hehehe...magnað alveg, af einhverjum ástæðum skiluðu þær sér á hótelið og ekki bara það, heldur alla leið á Alcoa skrifstofuna sem ég var að vinna á...svo ég er alsæl með mínar myndir :)

Undanfarna daga hefur verið þessi bongóblíða hérna hjá okkur og mjög erfitt að vera innandyra, en Alexander Örn & Elín Inga hafa verið úti allan daginn á leikskólanum og svo þegar við komum heim líka, t.d. í gær þá skellti ég mér í byko eftir vinnu og keypti hekkklippur því trén í garðinum eru frekar stór (og mörg)náði í krakkana og við vorum komin heim rétt rúml. kl.16, þau fóru að leika sér og ég byrjaði að klippa og klippa og klippa og klippa...púfff var orðin svo þreytt í höndunum og farin að titra eins og verulegur sjúklingur tók ég smá pásu og fór að leika við krakkana...við veltumst um í grasinu og fengum okkur að drekka í krakkahúsinu...svo fengum við gest og svo lékum við okkur aðeins meir...en þá var kl orðin 18:30 og húsbóndinn kom heim...þá skelltum við hömmurum á grillið og þeir renna alltaf ljúft niður svo var haldið áfram að vinna í garðinum...Arnar er nánast búinn að klippa trén í kringum húsið....bara smá eftir og ég er rétt að byrja að þrífa beðin...en við vorum úti alveg til 22:30, en þá var ég meira að segja ekki alveg tilbúin að fara inn...hlakka til að eyða helginni í garðinum og veðurspáin ekki af verri endanum
Arnar er reyndar að fara suður í kvöld til að vera á námskeiði á morgun og kemur svo heim fyrir kvöldmat annað kvöld....
Ég get ekki neitað því að ég var frekar þrytt þegar ég vakanði í morgun...með strengi & stirð...en það var yndislegt að vera úti í 6 & hálfan klukkutíma og vinna í garðinum....
...svona er þetta í sveitinni.

LATER

miðvikudagur, 25. apríl 2007

25.apríl

Í gær vöknuðum við uppúr kl.6 við mikinn trommuslátt og hávaða...við vissum varla hvað snéri upp né niður, en það hætti fljótlega...byrjaði svo aftur uppúr kl.7, þá var það í götunni okkar svo við límdumst við gluggann í forvitniskasti, þá var verið að draga þennan líka þvílíka hrút af kerru og binda hann í garðinn við hliðina á okkur....við vissum að nágranninn er í félagi sem kallast hrútavinafélagið...en hvað var eiginlega verið að gera, nei átti hann þá ekki fertugsafmæli og vinirnir að koma með afmælisgjöfina, hehehe.....þetta var voða atriði og flestir nágrannarnir og vinir komnir útá götu....svona er það gert í sveitinni.

LATER

laugardagur, 21. apríl 2007

21.apríl

Við kúrðum & höfðum það gott til hádegis á sumardaginn fyrsta eftir matinn skelltum við okkur í bíltúr þar sem veðrið var alveg yndislegt, alveg heiðskírt og glampandi sól, þó hitinn hefði mátt vera meiri...við keyrðum yfir á Mjóafjörð og það er svo rosalega fallegt að keyra svona inn í fjöllin, niður dalinn og út fjörðinn...við sáum fullt af hreindýrum, eftir að við vorum búin að viðra okkur á einsa leikvellinum á svæðinu renndum við yfir á Dalatanga...svo var haldið heim á leið...það var komið kvöldmatarleyti og við ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og skella okkur yfir á Eskifjörð í pizzuhlaðborð, en það er alltaf hlaðborð í Valhöll á fimmtudögum...það var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir og eigum við örugglega ekki eftir að gera þetta aftur :)
Svo var auðvitað verið að vinna í gær, og hún Gunna vinkona var nú sett í gær en ekkert er að gerast, rúsínu & rembingskvejur frá okkur í sveitinni :)
við fórum öll svo snemma að sofa í gær, Elín Inga reyndar fyrst...en hún fór að sofa kl18:15 og vaknaði kl. 8:15 í morgun....magnað hvað maður getur verið þreyttur, en eitt að því skemmtilegasta sem hún gerir er að sofa í rúminu sínu eða bara sita þar og hvíla sig aðeins, því það er eini staðurinn sem hún má vera með duddurnar sínar....svo þar getur hún setið alveg í rúman klukkutíma eftir að hún vaknar og vill ekki láta trufla sig.
Ég var að skríða á fætur kl.7 og fór aðeins að vinna, bara hérna heima....Alex kom rétt á eftir mér og fór að horfa á TV...Arnar kom svo rétt á eftir honum og fór líka að vinna...púfff brjálað að gera í Álfheimum
Vorum að koma úr molanum, versluðum aðeins og Arnar keypti sér nýjar gallabuxur...ég var ekki hæg til að kaupa á hann buxur úti..heheh....nú erum við búin að borða og Elín Inga farin að sofa aftur, en hún hljóp inní rúm þegar ég spurði hana hvort hún vildi fara að lúlla, alveg mögnuð skvísa...við ætlum að henda okkur aðeins í sófann, en svo er Arnar að fara á fund....ætli þetta verði svona í framtíðinni....helgarnar farnar fyrir vinnuna....heheh...kemur í ljós.

Bið guð að geyma ykkur og fer sjálf í annað

LATER

miðvikudagur, 18. apríl 2007

18.apríl

Já, eftir yndislegan vinnudag í gær með Siggísu náðum við í krakkana og skelltum okkur í sund, það var þessi líka bongó blíða hérna hjá okkur....eftir kvöldmatinn rölti ég til Siggísu og Önnu og var að skoða allt og þá meina ég ALLT sem Sigga keypti úti....sem var svo mikið að ég er ennþá að jafna mig á þessu...og er svo sannalega ekki hissa á að visa billinn er hár..heheh
Eftir það þá heimtaði ég popp & kók og ætlaði svo að sitja og slafra í mig ....en nei, við fórum að spila nintendo Wii, sem er bara hrein snilld....við fórum í tennis, keilu, box og baseball.....og þetta tekur svo hrikalega á...við vorum þarna spriklandi í stofunni og beittum öllum okkar lífs og sálarkröftum í leikinn....ég var svo alveg búin á því þegar ég rölti heim aftur, en það tekur um 5 min að labba á milli...hehehe
Núna er ég að farast úr harðsperrum...heheh....en það er svo sem ekki slæmt, og mæli ég hiklaust með því að fólk fá sér frekar nintendo wii en kort í ræktina....magnað fyrirbæri.

Í dag er svo ekki eins mikil blíða og nokkur hvít korn sem falla af himnum...en það er eins gott að það verði ekki eftir kl 16, því í kvöld ætlum við að grilla og hafa það kósý með Siggísu & Óla...og svo er frí á morgun, endalaus ævintýri á austurlandi.

Later

mánudagur, 16. apríl 2007

16.apríl

nýjar myndir hérna til hliðar...frá Canada og líka nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is

LATER

sunnudagur, 15. apríl 2007

15. APRÍL

Rosalega góður dagur í dag, við Sigga Dísa erum á leiðinni í sund og svo á að taka húsið aðeins í gegn...þrífa og laga til....vetrardótið uppá háaloft og þess háttar, ekki veitir af.

Við hjónin fórum suður til reykjavíkur á föstudaginn og vorum viðstödd sameiningu Bílanausts og essó....og þið sem ekki vitið nýja nafnið þá er það N1...magnað, það var alveg rosalega gaman og sérstaklega þar sem við náðum að hitta mömmu & pabba, Tengdaforeldra mína, Lovísu & Magga og auðvitað alla hina....gömlu vinnufélaga mína & Arnars og auðvitað núverandi vinnufélaga Arnars...heheh...flækjan, en þeir sem ekki vita þá vann Arnar í mörg ár hjá essó.

Ég fékk hann Óla góðvin og kærasta Siggu til að teikna upp nýtt eldhús fyrir mig og mun það líta bara nokkuð vel út, hefði ekki geta hugsað þetta nema með hans hjálp....en Sigga & Óli gistu hérna í álfheimunum á meðan við fórum suður, þessi blessuðu börn okkar eru orðin svo sjóuð á þessu flakki okkar að það gekk allt eins og í sögu.

Við sátum úti í allan gærdag í þessari líka glimrandi blíðu og grilluðum svo þennan líka yndislega mat.....ég er að segja ykkur það, manni líður eins og í endalausu fríi hérna í sveitinni...

Ég hvet ykkur svokölluðu vini okkar til að skrifa okkur svo smá comment.

LATER

þriðjudagur, 10. apríl 2007

10.apríl - Vinna

Þá er maður mættur til vinnu og ekki hægt að segja að aðstaðan sé góð...en við situm hérna í pínulitlum skúr og reynum að aðhafast

páskarnir voru alveg yndislegir...Árni & Anna komu til okkar á laugardeginum og gistu hjá okkur í 2 nætur...það var bara góður matur og mikið hlegið

Elín Inga er núna hætt að drekka úr stútkönnu og farin að drekka eins og við hin...með sín drykkjuvandamál...og svo vill hún borða cheeriosið sjálf á morgnana og gengur það bara þokkalega hjá skvísunni...mjög sjálfstæð

Alexander fékk svo að upplifa það í fyrsta skipti um páskana að missa tönn...var með 3 lausar og ég kippti einni úr...tannálfurinn gaf honum litlar þúsundkrónur fyrir það uppátæki og þurfti hann að troða peningnum í baukinn sem er alveg orðinn stútfullur, svo það lítur út fyrir að við séum að fara í bankann að losa það.....enda er alveg að koma tími á trampolínið sem hann er að safna sér fyrir.

Ég er á fullu núna að skipuleggja húsið okkar, það þarf að skipta um gólfefni og eldhús og ofna...þarf að fá tilboð í þetta verk og láta hlutina fara að gerast....

í sumar ætlum við svo að mála húsið að utan og allir sem vilja hjálpa okkur við það eru velkomnir og þeir sem koma fá bjór að sjálfssögðu og aldrei að vita nema e-ð fleira verði í boði....svo endilega láta sjá sig hérna í sveitasælunni :)

LATER

þriðjudagur, 3. apríl 2007

3.apríl - Home sweet home

Erum að keyra heim í sveitasæluna, nálgumst óðum Djúpavog og höfum keyrt alla leið í þvílíkri sól & blíðu, stoppuðum að sjálfssögðu í kaffi á kirkjubrautinni (Höfn)

Ég sem sagt lenti á Íslandi eldsnemma á föstudagsmorguninn með þvílíka tilhlökkun að hitta ungana mína & aðra fjölskyldumeðlimi og það var yndislegt að labba inn í Stakkhamrana og nokkur tár féllu...Arnar kom svo uppúr hádegi á laugardeginum suður og alltaf jafn yndislegt að hitta hann...heheheh
Við fórum í fermingaveislu og útréttuðum aðeins, náðum t.d að kaupa fataskápa í barnaherbergin og gardínur í stofuna, hlakka til að setja það upp um páskana og vonandi eru þetta bara nógu stórir fataskápar fyrir öll þessi föt sem fylgir þessum börnum J
Við erum svo sem líka með fullan bíl af allskonar dóti frá Canada....en mín heldur betur verslaði....púffff
Við ætlum svo að eiga yndislega rólega páska heima í litla kotinu okkar ,það er víst nóg vinna framundan.

Við hittum Steina & Mæju á Stylnum og snæddum yndislega íslenska/ameríska hamborgara eins og okkur einum er lagið og ég fór svo í saumaklúbb...sem er alltaf jafn hressandi og það var alveg yndisleg að sjá ykkur allar stelpur, get ekki beðið eftir næsta saumó, spurning um að ég haldi hann bara... hvernig líst ykkur á það J

Mmmm...hvað get ég sagt ykkur meira, Alexander Örn & Elín Inga voru eins og engla hjá ömmu & afa þessar 2 vikur og þegar ég sá þau fannst mér þau hafa stækkað og fullorðnast frekar mikið, magnað hvað getur gerst á stuttum tíma...litla skvísan er óðum að fullorðnast og farin að tala þvílíkt mikið...hún sefur núna sínum værasta hérna í aftursætinu

Jæja ég ætla að halda áfram að njóta útsýnisins & meira síðar

Later.