Ég sá þetta og fannst þetta alveg ferlega fyndið...varð að deila þessu með ykkur.
Í morgun hringdi ég í Ólaf Ragnar Grímsson og spurði hvort hann væri til í að selja mér gleraugun sín. Ég hef nefnilega átt í vandræðum með að finna framrúðu í gamla Willis jeppann minn.
Þá er kominn febrúar, magnað alveg...í gær fór ég útá kaffi kósý með stelpunum, Siggu dísu mega skvísu, Önnu Maríu, Lindu og svo kom líka hún Jóhanna með okkur en hún vinnur með mér, planið var að leikskólastarfsmenn myndu fjölmenna á staðinn en það varð svo ekkert af því þar sem við mættum bara 3 af leikskólanum, en hann Doddi var mættur þegar við mættum á svæðið....staðurinn var fullur af fólki og þá aðallega útlendingum...við öskruðumst á í góða 2 klukkutíma og létum okkur svo hafa það að rölta heim...en þetta var mjög skemmtilegt enda ekki gefið að fara út með svona góðu fólki.
Síðastliðin vika var e-ð svo hressandi, leið t.d mjög hratt..heheh....en á fimmtudaginn var starfsdagur í vinnunni og var amma Sigga með krakkana hérna heima á meðan ég skaust í vinnuna...
Ég var að hjálpa Siggu Dísu að koma sér fyrir á miðvikudagskvöldið, byrjuðum kl. 18 og allt í einu var komið miðnætti...við skvísurnar fórum nú létt með rífa þvottavélina úr umbúðunum og græja hana...og svo var bara skellt í eina vél, við hlógum mikið og þá fattaði ég hvað ég hafði saknað hennar mikið....og agalega lukkuleg með að hafa fengið hana hingað...
Það hefur verið að snjóa hjá okkur í dag og það er frekar kalt núna....undanfarið hefur verið voðamikill vorfílingur í mér...og frekar skemmtilegt að horfa á sólina koma alltaf lengra niður fjöllin...en hún fer víst ekki að skína hérna í byggðinni fyrr en í kringum næstu helgi...voða spennandi og ég læt ykkur vita þegar hún er kominn í garðinn...þá geti þið farið að streyma austur í góða veðrið.
jæja, ætla að halda áfram að dansa með dóttir minni...
LATER
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vááá gleðin hún skín í gegunum mína tölvu við lesturinn..takk fyrir að smita mig :)
Gott að þið hafið það svona gott og ekki slæmt að vera búin að endurheimta góða vinkonu.
Við lítum svo við í kaffi í sumar...höldum til á Neskaupsstað (er nokkuð svo langt á milli !!??)hlakka mikið til :)
kv.Elín og co
Gleymdi...
Ég hitti Stínu vink.um daginn og hún býður eftir símtali frá þér....vill ólm heyra í þér :)
kv.Elín
Skrifa ummæli