Ég fór með ömmu Siggu í gærkvöldi að spila félagsvist með eldri borgurum, hún spurði mig með þónokkrum fyrirvara hvort ég vildi ekki koma með henni þar sem mér finnst alveg rosalega gaman að spila, ég sagði auðvitað já strax og við skelltum okkur sem sagt í gærkvöldi...viti menn, ég vann...heheh...fékk gjafabréf á kaffihús hérna á Reyðarfirði og auðvitað alsæl með mitt...og hlakka mikið til að fara aftur.
Arnar fór í fyrsta skipi í fótbolta á fimmtudagskvöldið...það gekk allt voða vel, hann er samt auðvitað ennþá að passa hnéð og verður að fara varlega.
Orðaforðinn hjá prinsessunni er alltaf að aukast og okkur til mikillar undrunar tók hún uppá því að segja Alexander..bara eins og ekkert væri, hún er líka farin að segja setningar eins og " hvar er dótið" hún verður bara yndislegri með hverjum deginum sem líður.
Nú ætlum við að skella okkur í göngu...
LATER
fimmtudagur, 25. janúar 2007
25.janúar
Gleymdi auðvitað að segja að á síðasta föstudag, bóndadaginn var sérstakur pabba & afa dagur í leikskólanum...það var boðið uppá síld, hákarl, rúgbrauð og kaffi...voða gaman, Arnar kom að sjálfssögðu í hákarl með Alexander og kom svo aðeins við hjá Elín Ingu þegar hann var að fara, þau auðvitað agalega sæl með þetta.
Föstudagur á morgun og vikan búin að vera e-ð ferlega skrýtin og alveg hrikalega fljót að líða, bara eins og janúar, yfirleitt er þetta nú leiðinlegasti mánuður ársins og sem betur fer er hann bara senn á enda, Voða lítið sem við höfum verið að bralla þessa vikuna, bara tekið því rólega.
Við fjárfestum reyndar í æfingatæki um daginn og höfum verið frekar dugleg að hamast & djöflast á því, svo erum við líka með boxpúðann okkar uppi við og það er alveg magnað hvað það er gott að fá smá útrás á hann, aldrei verið talið slæmt að hreyfa sig...hehehe
Klara Berta vinkona ákvað svo að skella sér austur og skoða place-ið, hún kemur 16 feb og hlakka ég alveg ákaflega mikið að fá hana....jíhhaaaa, hvet líka alla sem langar að koma að endilega drífa sig bara...páskarnir verða líka komnir áður en við vitum af, þá er um að gera að skella sér í smá ferðalag....eþaggi.
Á morgun er þorrablót í leikskólanum, ég hlakka til að fá sviðasultuna og grísasultuna...mmm, magnað gott...helgin verður svo tekin með ró...oohhhh mætti sko alveg vera komin helgi...
Later
Föstudagur á morgun og vikan búin að vera e-ð ferlega skrýtin og alveg hrikalega fljót að líða, bara eins og janúar, yfirleitt er þetta nú leiðinlegasti mánuður ársins og sem betur fer er hann bara senn á enda, Voða lítið sem við höfum verið að bralla þessa vikuna, bara tekið því rólega.
Við fjárfestum reyndar í æfingatæki um daginn og höfum verið frekar dugleg að hamast & djöflast á því, svo erum við líka með boxpúðann okkar uppi við og það er alveg magnað hvað það er gott að fá smá útrás á hann, aldrei verið talið slæmt að hreyfa sig...hehehe
Klara Berta vinkona ákvað svo að skella sér austur og skoða place-ið, hún kemur 16 feb og hlakka ég alveg ákaflega mikið að fá hana....jíhhaaaa, hvet líka alla sem langar að koma að endilega drífa sig bara...páskarnir verða líka komnir áður en við vitum af, þá er um að gera að skella sér í smá ferðalag....eþaggi.
Á morgun er þorrablót í leikskólanum, ég hlakka til að fá sviðasultuna og grísasultuna...mmm, magnað gott...helgin verður svo tekin með ró...oohhhh mætti sko alveg vera komin helgi...
Later
sunnudagur, 21. janúar 2007
21.janúar
Já, ég er að missa mig á öllum þessum Mcdonald´s auglýsingum...dem hvað ég væri til í góðborgara...
Við fórum allavega á þorrablót Reyðfirðinga á föstudaginn og men hvað það var gaman góður matur & mikið dansað, hefði svo verið til í að vera alla nóttina en við vorum að koma heim milli 3 og hálf fjögur, sem er bara gott mál, krakkarnir voru hjá ömmu Siggu og gekk það auðvitað alveg eins og í sögu.
Laugardagurinn fór eingöngu í letilíf í sófanum...
Í morgun vöknuðum við svo snemma ( svona einu sinni ) og skelltum okkur beint út eftir morgnmatinn samt...það er alveg yndislegt veður og fórum við á röltið hérna og krakkarnir á snjóþotunum, enduðum svo á rólóvellinum hérna við hliðina og tókum nokkrar ferðir í rennibrautinni og hoppuðum í snjónum...ég mokaði svo alla stéttina hérna fyrir utan og reyndi að finna mér e-ð meira að gera úti...því það er bara synd að þurfa að fara inn þegar það er svona gott veður...en hádegismaturinn kallaði og hnoðmaurinn þurfti að fá sér blund, við hin náðum í monopolly og tókum góðan leik...Alexander var e-ð að missa áhugann eftir klukkutíma spil og ákváðum við að hætta og hann vann þá...flott
Ég pantaði mér svo eldhúsgardínur frá rúmfatalagernum og Alexander fór að sjálfssögðu útí pósthús að sækja þær...með debetkortið mitt því það þurfti að borga sendingargjaldið...heheheh...það er reyndar æðislegt að versla á netinu...og þurfa ekki að fara í búðina, alveg hægt að missa sig í því...hehehe...anyweis þá smelltum við upp gardínunum upp og ákváðum bara að leyfa eldhúsinnréttingunni að halda sér, erum bara ekki að fara að leggja þá vinnu í hana sem þarf...hún er alveg fín, passa við eldavélina...heheh...
jæja, leikurinn er byrjaður og ég ætla að fylgjast með...
Nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
LATER
Við fórum allavega á þorrablót Reyðfirðinga á föstudaginn og men hvað það var gaman góður matur & mikið dansað, hefði svo verið til í að vera alla nóttina en við vorum að koma heim milli 3 og hálf fjögur, sem er bara gott mál, krakkarnir voru hjá ömmu Siggu og gekk það auðvitað alveg eins og í sögu.
Laugardagurinn fór eingöngu í letilíf í sófanum...
Í morgun vöknuðum við svo snemma ( svona einu sinni ) og skelltum okkur beint út eftir morgnmatinn samt...það er alveg yndislegt veður og fórum við á röltið hérna og krakkarnir á snjóþotunum, enduðum svo á rólóvellinum hérna við hliðina og tókum nokkrar ferðir í rennibrautinni og hoppuðum í snjónum...ég mokaði svo alla stéttina hérna fyrir utan og reyndi að finna mér e-ð meira að gera úti...því það er bara synd að þurfa að fara inn þegar það er svona gott veður...en hádegismaturinn kallaði og hnoðmaurinn þurfti að fá sér blund, við hin náðum í monopolly og tókum góðan leik...Alexander var e-ð að missa áhugann eftir klukkutíma spil og ákváðum við að hætta og hann vann þá...flott
Ég pantaði mér svo eldhúsgardínur frá rúmfatalagernum og Alexander fór að sjálfssögðu útí pósthús að sækja þær...með debetkortið mitt því það þurfti að borga sendingargjaldið...heheheh...það er reyndar æðislegt að versla á netinu...og þurfa ekki að fara í búðina, alveg hægt að missa sig í því...hehehe...anyweis þá smelltum við upp gardínunum upp og ákváðum bara að leyfa eldhúsinnréttingunni að halda sér, erum bara ekki að fara að leggja þá vinnu í hana sem þarf...hún er alveg fín, passa við eldavélina...heheh...
jæja, leikurinn er byrjaður og ég ætla að fylgjast með...
Nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
LATER
þriðjudagur, 16. janúar 2007
16.janúar
jamm & jæ, við skelltum okkur í Pex eftir leikskóla í dag...pex er tískuvöruverslunin hérna sem sagt....ég varð nú að eiga e-ð til að fara í á þetta blessaða þorrablót á föstudaginn, það er búin að vera feikna útsala í búðinni svo það var nú ekki mikið eftir, en mér tókst að grafa upp einn kjól og bara skellti mér á hann...Alexander gaf grænt ljós á það, hann er svo ferlega hreinskilinn og segir alveg ef honum finnst e-ð flott eða ekki flott...hann var að fylgjast með mér í gær þegar ég var búin að taka allt út úr fataskápnum og mátaði dress eftir dress...og hann sagði já ,mamma þetta er bara alveg ágætt...eða ..nei, mamma þetta gengur ekki...heheh...magnaður gæji, en á leiðinni heim úr búðinni spurði ég hann aftur hvernig honum fyndist kjóllinn...hann sagði, mér fannst hann rosalega fallegur og mamma þú getur sko alveg farið á ballerí í honum...heheh...alveg magnaður.
Já, minn kæri saumaklúbbur, ég sakna ykkar frekar mikið og hlakka til að koma suður og skella í einn góðan saumó...kræsingar & slúður, góð blanda....
Allt gott að frétta af litla lubbaling, hún labbar um allt, upp og niður sófana og leikur við bróðir sinn...hún er samt ekki alveg farin að sleppa sér í leikskólanum..hehehe...e-ð óörugg þar...ég er alveg hætt að telja þessar blessuðu tennur líka...þær eru nú bara allar þarna, svo talar hún líka alveg útí eitt...ný orð á hverjum degi...enda ekkert skrýtið við það, alltaf e-ð nýtt að gerast á leikskólanum...þvílíkur munur að geta farið beint á leikskóla og ekkert dagmömmu stúss...sérstaklega þar sem Alex var nú ekki með sérstaka dagmömmu...og líka miklu ódýrara að fara beint á leikskóla.....guð minn...ég er bara farin að babla e-a vitleysu hérna...
Annars er bara allt gott að frétta og...
LATER
Já, minn kæri saumaklúbbur, ég sakna ykkar frekar mikið og hlakka til að koma suður og skella í einn góðan saumó...kræsingar & slúður, góð blanda....
Allt gott að frétta af litla lubbaling, hún labbar um allt, upp og niður sófana og leikur við bróðir sinn...hún er samt ekki alveg farin að sleppa sér í leikskólanum..hehehe...e-ð óörugg þar...ég er alveg hætt að telja þessar blessuðu tennur líka...þær eru nú bara allar þarna, svo talar hún líka alveg útí eitt...ný orð á hverjum degi...enda ekkert skrýtið við það, alltaf e-ð nýtt að gerast á leikskólanum...þvílíkur munur að geta farið beint á leikskóla og ekkert dagmömmu stúss...sérstaklega þar sem Alex var nú ekki með sérstaka dagmömmu...og líka miklu ódýrara að fara beint á leikskóla.....guð minn...ég er bara farin að babla e-a vitleysu hérna...
Annars er bara allt gott að frétta og...
LATER
sunnudagur, 14. janúar 2007
14.janúar
Við erum ekki ennþá byrjuð á eldhúsinnréttingunni...það þarf að pússa hana upp og helst að spreuta hana líka og við erum ekkert að fara að standa í neinum stórræðum með þessa blessuðu innréttingu...ætlum okkur að gera þetta sem auðveldast, spurning um að skipta þá bara um höldur...heheh..held að það sé bara auðveldast...og láta okkur hafa það hvernig liturinn er þarna...en ekkert smá munur núna þegar veggirnir og loftið er orðið hvítt....allt svo hreint & fínt.
Eftir leikskóla á föstudaginn röltum við aðeins um..fórum í búðina og vorum bara e-ð að slóra, það var svo yndislegt veður, ekta útiveður...Alex var ekkert á því að koma inn...en svo var hann orðinn svo hungraður að við fengum okkur að borða...þau systkinin fóru svo inní herbergið hans að leika sér, undir rúmi...það er aðal sportið...Alex lokaði hurðinni og þvílíki hláturinn & lætin sem heyrðust fram...æðislegt hvað þau geta leikið sér saman...svo komu þau fram og voru e-ð að hlægja & djöflast...svo segir Alexander "mamma sjáðu" ég sný mér við og þá heldur hann á systir sinni öfugt, hún var með lappirnar uppí loft og hausinn niður og var svona líka skellihlægjandi og ég fékk nú nett sjokk og hjálpaði honum að leggja hana niður og bað hann um að gera þetta aldrei aftur, en svo fór ég að skelli hlægja sjálf því þetta var svo fyndið...og henni fannst þetta svo fyndið líka og gat ekki hætt að hlægja....heheh...magnað hvað þau taka uppá.
Í gær fórum við familían í göngutúr, ætluðum að fara að skoða íbúðina sem Sigga Dísa & Anna María ætla að búa í....en þá var verið að leggja flísar í anddyrinu og ekki hægt að komast inn...típískt, ég var að vísu búin að fara þangað og skoða þetta og alveg rosalega fín & flott íbúðin, en ég ætlaði að mæla gluggana fyrir þær stöllur svo þær gætu komið með gardínu...spurning hvort ég fari ekki bara aftur í vikunni og geri aðra tilraun...en það styttist óðum í hana Siggu...bara 15 dagar. Við héldum þá bara áfram að labba því það var svo magnað veður...löbbuðum til ömmu Siggu og fengum okkur kaffi & kökur..þarf ekki að spyrja að því...það eru alltaf til kræsingar þar...Arnar fór í það að taka niður seríuna hjá henni og svo var arkað heim á leið....yndislegir svona útidagar.
Við fórum í smá bíltúr yfir á Egilsstaði í hádeginu...og ég hef svo verið að þrífa allt húsið...allt svo fínt núna...alltaf svo gott þegar maður er svona duglegur...hreint á rúmunum og gott að fara að sofa í kvöld...mmm...
nokkrar nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
Knús & kossar frá okkur öllum
LATER
Eftir leikskóla á föstudaginn röltum við aðeins um..fórum í búðina og vorum bara e-ð að slóra, það var svo yndislegt veður, ekta útiveður...Alex var ekkert á því að koma inn...en svo var hann orðinn svo hungraður að við fengum okkur að borða...þau systkinin fóru svo inní herbergið hans að leika sér, undir rúmi...það er aðal sportið...Alex lokaði hurðinni og þvílíki hláturinn & lætin sem heyrðust fram...æðislegt hvað þau geta leikið sér saman...svo komu þau fram og voru e-ð að hlægja & djöflast...svo segir Alexander "mamma sjáðu" ég sný mér við og þá heldur hann á systir sinni öfugt, hún var með lappirnar uppí loft og hausinn niður og var svona líka skellihlægjandi og ég fékk nú nett sjokk og hjálpaði honum að leggja hana niður og bað hann um að gera þetta aldrei aftur, en svo fór ég að skelli hlægja sjálf því þetta var svo fyndið...og henni fannst þetta svo fyndið líka og gat ekki hætt að hlægja....heheh...magnað hvað þau taka uppá.
Í gær fórum við familían í göngutúr, ætluðum að fara að skoða íbúðina sem Sigga Dísa & Anna María ætla að búa í....en þá var verið að leggja flísar í anddyrinu og ekki hægt að komast inn...típískt, ég var að vísu búin að fara þangað og skoða þetta og alveg rosalega fín & flott íbúðin, en ég ætlaði að mæla gluggana fyrir þær stöllur svo þær gætu komið með gardínu...spurning hvort ég fari ekki bara aftur í vikunni og geri aðra tilraun...en það styttist óðum í hana Siggu...bara 15 dagar. Við héldum þá bara áfram að labba því það var svo magnað veður...löbbuðum til ömmu Siggu og fengum okkur kaffi & kökur..þarf ekki að spyrja að því...það eru alltaf til kræsingar þar...Arnar fór í það að taka niður seríuna hjá henni og svo var arkað heim á leið....yndislegir svona útidagar.
Við fórum í smá bíltúr yfir á Egilsstaði í hádeginu...og ég hef svo verið að þrífa allt húsið...allt svo fínt núna...alltaf svo gott þegar maður er svona duglegur...hreint á rúmunum og gott að fara að sofa í kvöld...mmm...
nokkrar nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
Knús & kossar frá okkur öllum
LATER
miðvikudagur, 10. janúar 2007
Mála & mála
Þá er kominn 10.janúar og ekki seinna vænna en að fara að taka til hendinni....en við ákváðum að bíða með allt svoleiðis þangað til eftir áramótin, vera ekkert að stressa okkur á því fyrir jólin og þess háttar...við byrjuðum sem sagt síðustu helgi þegar ég málaði loftin á klósettunum...svo byrjaði ég að mála eldhúsið á mánudaginn, vann til hádegis því litli hnoðmaurinn okkar var með kvefpest & hita, ætlaði bara að byrja að mála, skera meðfram og svolleiðis...en þá er ekkert hægt að hætta svo það varð bara að gjöra svo vel að halda áfram...við hjónin erum sem sé búin að vera að mála til skiptis eða bæði í einu...það er aðeins meira að en að segja það að mála yfir þennan skemmtilega lit sem var...púfff, við vorum til miðnættis í gær og núna er bara loftið eftir...sem betur fer...en þá á líka eftir að mála innréttinguna...það á eftir að verða e-ð skrautlegt...en alltaf gaman að takast á við e-ð nýtt og ég tala nú ekki um ef það er heimilið sem er verið að gera fínt, bara gaman.
Það er voða lítið annað að frétta í augnablikinu...bara same old, same old....
Afmælisbarnið að þessu sinni er Sigga frænka og segi ég bara innilega til lukku með daginn í gær...og Hildur til lukku með daginn næsta föstudag...hefði verið til í afmælisstúss...ég verð bara að bíða eftir þorrablótinu til að fá útrás fyrir þessu non-skemmtanalífi hérna..heheh....
Ég ætla að skella mér aðeins í sófann og horfa á skrípó...virðist vera að fá e-a hálsbólgu og á að mæta á starfsmannafund kl.17:15....
LATER
Það er voða lítið annað að frétta í augnablikinu...bara same old, same old....
Afmælisbarnið að þessu sinni er Sigga frænka og segi ég bara innilega til lukku með daginn í gær...og Hildur til lukku með daginn næsta föstudag...hefði verið til í afmælisstúss...ég verð bara að bíða eftir þorrablótinu til að fá útrás fyrir þessu non-skemmtanalífi hérna..heheh....
Ég ætla að skella mér aðeins í sófann og horfa á skrípó...virðist vera að fá e-a hálsbólgu og á að mæta á starfsmannafund kl.17:15....
LATER
sunnudagur, 7. janúar 2007
7. janúar 2007
Jújú, kominn 7.jan...við höfum haft það mjög gott ...allir að koma til eftir hátíðirnar, fínt þegar reglan kemur á aftur og það er yndislegt að vera farin að vinna frá 8 - 14...allt annað, dagurinn verður miklu betri...við kláruðum púslið okkar fræga á þriðjudaginn og þá kom upp smá tómleiki...ferlega skemmtilegt að hafa e-ð svona fyrir alla fjölskylduna...Elín Inga hafði þó ekkert gaman að þessu...allir að púsla nema hún, en hún á hérna púsl sem púslar svo sem daginn inn og daginn út. Það var voða gott þegar helgin kom og aftur smá frí...en við ákváðum að vakna snemma, ég ætlaði að mála loftin inná baði og litla klósetti, en inná baði var alveg dökkblátt loftið og inná litla klósetti var alveg skær grænt...núna eru þau orðin hvít...frekar fín og Arnar var að skipta um tengla & rofa, ég þykist svo ætla að leggja í að mála eldhúsið og helst að byrja í vikunni og klára um næstu helgi...voða bjartsýn. Arnar fór áðan að kaupa miða á þorrablót reyðfirðinga sem haldið verður 19.jan, það verður örugglega feikna fjör. Í gær fórum við til ömmu Siggu í rosalega veislu í tilefni að jólin séu á enda...ég pakkaði jólunum reyndar niður á fimmtudaginn...þá var ég alveg búin að fá nóg á greninu sem var hérna út um alla stofu...og áður en ég vissi af var ég búin að taka allt jóladótið niður...nema reyndar jólagardínurnar í eldhúsinu, ég á ekki aðrar gardínur og verða þessar bara að hanga þangað til ég redda nýjum...heheh...hvar svo sem ég fæ þær.
Það er svo ákveðið Sigga Dísa skvísa flytur austur 29.jan...það verður voða gaman að fá hana.
Við komum örugglega ekkert suður fyrr en 31 mars...en það er ferming 1 apríl.
Það er svo ákveðið Sigga Dísa skvísa flytur austur 29.jan...það verður voða gaman að fá hana.
Við komum örugglega ekkert suður fyrr en 31 mars...en það er ferming 1 apríl.
mánudagur, 1. janúar 2007
Gleðilegt nýtt ár....og takk fyrir það gamla
Já, 2007 er komið...við höfðum það voða notalegt í gær vorum bara að púsla, borða og horfa á TV...vorum orðin svona nokkuð tilbúin um hálf fimm en þá var dinglað og nágranninn var að bjóða okkur útá pall til sín í snafsa...við kláruðum bara að græja okkur og ákváðum nú að kíkja yfir til þeirra...þar var svo kósý, búið að kveikja á útiarinn og setið í kringum hann, en þar voru sem sagt Siggi & Gunna sem búa hérna á móti okkur og Sammi & Lára sem búa hénra við hliðina á okkur...yndislegt fólk. Við fórum svo um hálf sex yfir til Ernu & Sigga...og áttum þar alveg hreint yndislegt kvöld í líka svo góðu veðri...Elín Inga var nú alveg búin á því eftir matinn og skelltum við henni bara í vagninn og inní herbergi og ég var varla búin að leggja hana en hún var sofnuð...og var sko ekki sátt þegar hún var svo vakin kl. 2:30 til að fara heim...heheh.
Við hin horfðum á fréttaannálinn á stöð 2, algjörlega ómissandi á þessu kvöldi...svo var farið að spila og svo tók áramótaskaupið við og hef ég aldrei verið jafn hissa á því, en mér fannst það alveg hrein hörmung...er ekki ennþá komin yfir hversu ömurlegt það var. Alexander var alveg rosalega duglegur, en hann lék sér allan tímann með bílana sem hann fékk hjá Ernu...það var ekki fyrr en skaupið var að vera búið að hann var farinn að spennanst upp...en hann kann svona nokkuð vel á klukku og fylgdist vel með tímanum og þegar hún var orðin 23....fór heldur betur að styttast í raketturnar...svo var haldið út og kveikt í öllu saman...frekar skemmtilegur tími, eins og alltaf. Það var svo verið í símanum næsta klukkutímann að tala við ættingja og svo var gripið aftur í spilin...Alexander vildi svo fá að gista hjá frænku sinni og fékk það...við hin löbbuðum heim, Arnar fylgdi ömmu sinni alveg heim en við Elín Inga löbbuðum beint heim...þegar ég var svona hálfnuð þá fannst mér þetta allt í einu ekki svo góð hugmynd að labba svona ein með 1 árs gamalt barn í vagni kl.2:30 að nóttu til...mmm...svo ég fór að labba mjög hrat og vildi helst ekki að neinn myndi sjá mig...Arnar kom svo inn rétt á eftir okkur og sagðist hafa séð lögguna og spurði hvort hún hefði kannski stoppað okkur, ég var mjög fegin að löggan sá okkur ekki....hefði ekki vilja heyra það... ölvuð kona stoppuð með ungabarn í vagni þó að maður hafi nú ekki verið ölvaður en samt búin að smakka það aðeins....jæja, það fór allavega allt vel.
Við vöknuðum svo kl.10:30 í morgun þegar Elín Inga var tilbúin að vakna...þá var það bara morgunmaturinn og svo haldið af stað að sækja prinsinn og bílinn, nú á að leggjast í sófann og horfa á litla kjúllann.
Enn og aftur Gleðilegt nýtt ár...2007.
Það eru nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
LATER
Við hin horfðum á fréttaannálinn á stöð 2, algjörlega ómissandi á þessu kvöldi...svo var farið að spila og svo tók áramótaskaupið við og hef ég aldrei verið jafn hissa á því, en mér fannst það alveg hrein hörmung...er ekki ennþá komin yfir hversu ömurlegt það var. Alexander var alveg rosalega duglegur, en hann lék sér allan tímann með bílana sem hann fékk hjá Ernu...það var ekki fyrr en skaupið var að vera búið að hann var farinn að spennanst upp...en hann kann svona nokkuð vel á klukku og fylgdist vel með tímanum og þegar hún var orðin 23....fór heldur betur að styttast í raketturnar...svo var haldið út og kveikt í öllu saman...frekar skemmtilegur tími, eins og alltaf. Það var svo verið í símanum næsta klukkutímann að tala við ættingja og svo var gripið aftur í spilin...Alexander vildi svo fá að gista hjá frænku sinni og fékk það...við hin löbbuðum heim, Arnar fylgdi ömmu sinni alveg heim en við Elín Inga löbbuðum beint heim...þegar ég var svona hálfnuð þá fannst mér þetta allt í einu ekki svo góð hugmynd að labba svona ein með 1 árs gamalt barn í vagni kl.2:30 að nóttu til...mmm...svo ég fór að labba mjög hrat og vildi helst ekki að neinn myndi sjá mig...Arnar kom svo inn rétt á eftir okkur og sagðist hafa séð lögguna og spurði hvort hún hefði kannski stoppað okkur, ég var mjög fegin að löggan sá okkur ekki....hefði ekki vilja heyra það... ölvuð kona stoppuð með ungabarn í vagni þó að maður hafi nú ekki verið ölvaður en samt búin að smakka það aðeins....jæja, það fór allavega allt vel.
Við vöknuðum svo kl.10:30 í morgun þegar Elín Inga var tilbúin að vakna...þá var það bara morgunmaturinn og svo haldið af stað að sækja prinsinn og bílinn, nú á að leggjast í sófann og horfa á litla kjúllann.
Enn og aftur Gleðilegt nýtt ár...2007.
Það eru nýjar myndir á www.alexanderogelin.barnaland.is
LATER
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)