þriðjudagur, 13. maí 2008

Sumar

Loksins gefur maður sér smá tíma.....látum okkur sjá, við smelltum okkur suður á laugardaginn...til að vera við 30 afmæli Gunnu & 40 afmæli Didda og ó mæ god, það var bara gama...alveg til í aðra svona ferð fljótlega.....takk fyrir :)
Við vorum kannski ekki alveg eins hress þegar heim var komið á sunnudeginum en maður er ekkert að setja það fyrir sig.
Nú er eins gott að þeir sem ætla að láta sjá sig í sumar hérna megin á landinu fari að undirbúa sig....engar afsakanir og engir sjensar gefnir :)
Alexander fékk nýtt hjól um daginn, tók nokkra snúninga fyrir hann til að átta sig á því að nota handbremsurnar þar sem engar fótbremsur eru á svona töffara hjólum...hann hvarf svo rétt fyrir kvöldmat og skilaði sér ekkert...Arnar fann hann svo í torfærum með strákunum....og hjólið tekið að prinsinum...þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var sárt, og alveg jafn mikið fyrir okkur og hann skal ég segja ykkur púffff
Annars fer skólinn bráðum að vera búinn og sumarfríið að skella á.....þó við Arnar séum alveg út á túni með að skipuuleggja e-ð sumarfrí.....ég skil ekkert í því....ég er yfirleitt komin með þetta á hreint fljótlega uppúr áramótum, nú er mér eiginlega sama þó ég taki ekkert sumarfrí....
Kristjana kemur austur til að passa á meðan leikskólinn verður lokaður...og þá erum við ekkert búndin við að taka frí á þeim tíma......
Krakkarnir eru hress og við að sjálfssögðu líka....eða eiginlega....Arnar er að berjast við e-ð og hann er að vinna, sem betur fer :)

Vá, nú datt allt úr mér.....ég ætla að skella mér í holu

LATER

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ krúttan mín, mikið var gaman að hitta ykkur á laugad. og þú í svona líka miklu stuði mmúúúúhhhhaaa, það klikkar seint :O
En bíddu bíddu, sama um að taka ekki sumarfrí ???????? eiga ekki allir að fara í sumarfri og hlaða batteríin ??????
knúzzzzzzzzzz

Védís sagði...

Gaman að heyra frá þér aftur, LOKSINS!! :)
En auðvitað takið þið sumarfrí, maður þarf ekkert að fara eða gera eitthvað sérstakt, bara vera heima og njóta lífsins, eins og ég ætla að gera í ALLT sumar.

Kveðja,
Védís (sem er komin í sumarfrí)

Lovísa sagði...

Hæjjjj og takk fyrir síðast.
Auðvitað takið þið sumarfrí, ekki spurning. Við stefnum á að kíkja á ykkur í sumar en ég veit ekki hvenær samt. En hvað ertu að meina, gáfuð þið Alexander hjól og tókuð það svo af honum?? Aldrei má maður ekki neitt ;)
Og svo langar mig að vita við hvað/hvern Arnar er að berjast hehehe...
Bestu kveðjur Lovísa