þriðjudagur, 22. apríl 2008

Enn & aftur

Lendi ég í því að tíminn flýgur bara frá mér......
Við allaveg fórum suður á árshatíð hjá N1 og það var sko þess virði....pjúff, bara fjör & frábært...að vísu eitt sem ég get sett útá og það var hann Hreimu í Landi & sonum...hann hefur svo sem aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér og fór sko niður fyrir allar hellur þegar ég bað um eitt óskalag þarna alveg í restina....gerði sig að fífli eða kannski bara að hann sé fífl, já...eiginlega.

Alla síðustu viku og helgi var svo glamapndi sól hérna og sást ekki ský á himni fyrr en í gær....verst að það var ekkert hægt að gera í garðinum, þar sem hann var fullur af snjó...jájá, það er alveg ennþá fullt af snjó, fer að vísu minnkandi með hverjum deginum og bíð ég spennt eftir þeim degi sem hann verðu farinn fyrir fullt :)

Hulda, magnað....gott að það sé komnin dagsetning hjá ykkur....þá getum við farið að skipuleggja sumarið ..heheh.....öll mánudags og miðvikudagskvöld á milli kl.20 - 22 verður æfing í sjúg - blás ;)

Eftir mikið streð hefur prinsessunni á bænum loksins tekist að hætta á bleyju...fjúff....var lau við hana alla síðustu viku ( nema á nóttunni ) og þetta nr. 2 kom alltaf bara í buxurnar....þangað til einn daginn að það kom óvart hjá henni í WC og þá fann hún hvað það var miklu betra....svona eins og við hin vissum svo sem alveg og hafa síðustu dagar verið eins og nýtt líf hjá henni....ekkert nema sæla á WC-inu.
Rimlarnir á rúminu hennar verða teknir af um helgina og allt þetta smábarnadót tekið úr herberginu....að hennar ósk......fermingafræðslan byrjar svo minnir mig þarnæstu helgi....múhahahahaha.....

Alexander fór með skólanum í oddskarð á föstudaginn síðasta, það var skíða-þotu dagur og eins og kom fram hérna áðan var bara sól í lofti....hann var með sólgleraugu á sér allann daginn og kom heim eftir því......vel brenndur með far eftir gleraugun og leit út eins og hann væri með grímu, bara fyndið.....núna er hann bara brúnn í framann....sykursætur - næstum ætur :)

Annars eru þau systkinin bæði ferlega mikið fyrir sólgleraugu og fara varla út úr húsi nema með þau á nefinu.

Annars er allt gott að frétta af okkur öllum og vona að það sé sama með ykkur hin.

Bið guð að geyma ykkur - fer sjálf í annað

LATER

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Tók flugið

Ég fór með fyrstu vél til Reykjavíkur í morgun til að funda með Alcoa & Eimskip, fundurinn var til hálf tvö og þá var brunað í kringluna....Ég, Hjalti, Kalli og Gummi fórum á Mcdonald´s...heheh....svo fórum við Hjalti í smá verslunarleiðangur, en ég og minn heittelskaði erum að fara á árshátið hjá N1 á laugardaginn í vodafonehöllinni í Reykjavíkinni....ég var svo sem ekki lengi að finna mér kjól, reyndar með smá ( mikilli )hjálp frá Lovísu - sem benti mér í hvaða búð ég ætti að fara ;) svo var farið á völlinn og tekið flugið heim kl.16
Örn ætlar svo að passa í sólarhring fyrir okkur á laugardag - sunnudag.....svo við komumst á árshátíð.....og ég vona svo innilega að þessi snjór verði farinn þá.....mér var tilkynnt svo pent fyrir stuttu að það væri sko komið sumar í stórborginni.....en viti menn, þegar ég mæti á svæðið er bara feikna snjór....múhahahahaha Of Kors

Elín Inga er öll að hressast komin á penzilín og vonandi fer Arnar nú að hressast líka...því á árshátíð ætlum við..... :)

Meira síðar....og í guðana bænum, EKKI ALLIR AÐ COMMENTA Í EINU

LATER

sunnudagur, 6. apríl 2008

Myndir - Loksins

Já, nokkrar nýjar myndir.....þær voru allar teknar á símann hans Arnars svo þær gætu verið smá óskýrar fyrst en svo kemur það :)

LATER

föstudagur, 4. apríl 2008

Frk. Flenza & Hr. Mario

Hlutirnir hafa ekki alveg fallið í eðlilegt horf á þessum bæ, Elín Inga mætti einn dag í leikskólann og náði sér í flensuna ( svo sem ekki erfitt ) ég var með hana heima í gær og í dag...þar sem húsbóndinn er í Reykjavíkinni, það verður ljúft að fá hann heim í kvöld, annars er ekkert skemmtilegt veður hérna og bara búið að snjóa síðan við komum heim úr fríi....eins gott að það verði ekki ófært í kvöld.

Mér stóð ekkert á sama í gær....Elín Inga byrjaði bara að bólgna í andlitinu og varð rauðari í andlitinu en ég...gat ekki talað og varla hóstað....svo gubbaði hún ef hún þurfti að hósta.....hún er miklu hressari núna og verður það vonandi í dag.

Alexander er orðinn snilli í Nint.Ds og hleypur um allt í gervi Mario.....hann á svo sem ekki langt að sækja það ;)

LATER