þriðjudagur, 18. desember 2007

Tómatur

Jæja gott fólk...
Hvort er tómatur ávöxtur eða grænmeti??????????

mánudagur, 17. desember 2007

Allt að gerast...

Ég náði í Alex í skólaselið á föstudaginn, var búin að lofa honum að ég myndi sækja hann....en annars er hann vanur að labba bara heim....svo sóttum við Elín Ingu, skelltum okkur í búðina og þá byrjaði ballið sko....kræst, þau tryllust bæði í búðinni...hún vildi alls ekki sitja í kerrunni og hann fann e-ð dót sem hann vildi endilega eignast og ég sagði nei....þegar hann byrjaði að grenja þá hætti hún....hann stóð þarna öskrandi crazy og allir farnir að horfa á okkur....ég var nú smá tíma að troða öllu í pokana, þar sem ég var að versla frekar mikið...dró hann svo út öskrandi brjálaðann....hann hefur aldrei látið svona áður og ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera þarna
Enda fékk hann ekkert í skóinn þá nóttina....
Við vorum að skera út laufabrauð á föstudgskvöldinu....ég, Arnar & Örn...vorum í 3 tíma að skera út og ég fór nú leikandi létt með að steikja þær ....fékk lánað járn hjá Láru nágrannakonu minni...sem er alveg helmingi minna en járnið hennar mömmu og þar af leiðandi lengur verið að vinna....en kemur svona sláandi vel út, ég var alveg uppgefin eftir herlegheitin og sofnaði í sófanum.
Á laugardaginn fór ég svo með Sean vini mínum í ökutíma....þar sem ökukennarinn er ekkert voða sleipur í enskunni...það var bara gaman.
Sean, Brian og Heiða komu svo að horfa á Newcastle leikinn og það endaði með því að við Heiða ákváðum að skella okkur á pöbbinn.....og skemmtum okkur svona sláandi vel....
Það var ekki alveg eins skemmtilegt að vakna svo til að fara í annan ökutíma....púff...en það tókst og allt gekk voða vel....Brian & Heiða komu svo aftur yfir og það var fótbolti & tjatt.
Ég er varla að trúa því að þetta sé síðasta vikan fyrir jól....vá....tíminn líður hratt.
Svo sem allt í orden með það....við erum alveg tilbúin...þarf bara að smella jólakortunum í póst...sem ég ætla mér að gera á morgun.

LATER

föstudagur, 14. desember 2007

Stormur Gormur

Hvað á þetta að þýða eiginlega, ands.....veður !!!!!
En það eru allir að tala um það...ég ætla að tala um e-ð annað.
Já, Elfa...það er ennþá erfitt að komast frammúr...þetta er algjör snilld, mér líður eins og prinsessu í hvert skipti sem ég fer uppí...heheh....

Elín Inga var loksins tilbúin að pissa í klósettið á mánudaginn var....og þvílíku fagnaðarlætin sem brutust út þá Upgrade your email with 1000's of emoticon iconshún vissi bara ekkert hvað var eiginlega að gerast...heheh

jólasveinninn hefur sín tök á þessum árstíma og Alex er eins og raketta þegar simpsons er búið og hann er sofnaður á 1 mínutu...þó það hafi aldrei verið vandamál með að fá hann í rúmið, en svona hratt gengur þetta bara í nokkra daga í desember.

Arnar fór suður á miðvikudaginn, var að fara á fund og fl. hann tók með sér jólagjafirnar og koma svo heim daginn eftir með jólagjafir, ekki einu sinni allar....en hann kom heim með 3 stútfullar töskur og langt yfir leyfilegri þyngd....heheh....ég fékk nett hláturskast

Annars er allt beautiful að frétta af okkur....allt að smella í gírinn og bara eftir að versla í matinn.

LATER

föstudagur, 7. desember 2007

You give me a christmas to remember....

Undanfarna 2 morgna er búið að vera erfitt að fara framúr rúmminu....Við keyptum okkur nýjar sængur og 4 nýja kodda á Akureyri og það er yndislegt að vera í rúminu núna...heheh....
Við áttum frábæran tíma á Akureryi og versluðum fullt....enda ekki farið í búðir í ansi langan tíma....jólagjafir og fleira...það var eins og að koma heim frá útlöndum þegar við komum heim....
En ferðin norður tók sinn toll....ppffrrr, það var blindbilur og við rétt sáum veginn á Möðrudalsöræfunum, annað var svona nokkuð gott yfirferðar.....en ferðin aftur heim var aðeins erfiðari, þá var rosa hálka alla leiðina og öræfin orðin mun verri og vont veður alla leiðina heim....oohhhh, það var svo gott að komast svo loksins heim...eins og alltaf.

Þegar ég var krakki og mamma & pabbi áttu allar plöturnar sínar og plötuspilarann...hlustaði ég mikið á "gömlu" plöturnar....átti eina mjög sérstaka jólaplötu með Dolly Parton & Kenny Rogers...ég hef svo undanfarið 6 ár verið að leita af geisladisknum, en hann bara ekki verið fáanlegur hérna á klakanum...ég bað svo Sean vin minn um að skoða þetta fyrir mig...kannski gæti hann reddað honum frá Bretlandi...neinei, það tók hann ekki nema 2 minutur að ná í hann og skrifa fyrir mig...og nú er ég komin með hann í hendurnar og held að þetta sé bara besta gjöfin sem ég hef fengið lengi...enda búin að bíða nógu lengi eftir honum....hlakka voða mikið til að komast heim og skella honum í spilarann :)

já, góðir hlutir gerast hægt

Við stefnum annars á að mála loksins stofuna á morgun...en annað kvöld erum við svo að fara á Frostrósir....vúhúúuuuu

Alexander er búinn að losna við sauminn úr augnlokinu og þetta lítur allt voða vel út, hann er sprækur sem lækur...ég fór með hann í Bowen seinnipartinn í gær....erum að athuga hvort það mun hjálpa honum með hans næturvandamál.
Elín Inga er eins og hún á að sér að vera....hress sem fress..heheh...grín...

Elsku Fanney og Már...innilega til lukku með prinsessuna ykkar...hún er algjör beauty bolla.

LATER