föstudagur, 1. júní 2007

1.júní

Noohhh!!!! það er kominn júní, magnað....
Mamma & pabbi, Örn & Kristjana komu síðasta föstudag eða fyrir viku...um hvítasunnuhelgina höfðum við það voða gott, góður matur og rólegheit...ég þurfti reyndar að vinna aðeins, en sem betur fer gat ég gert það heima. Við Arnar fórum svo í vinnu á þriðjudag og krakkarnir fengu að vera heima hjá ömmu & Kristjönu....en pabbi & Örn fóru út á Vattarnes að vinna...hjá Baldri æskuvin pabba að girða. Okkur var svo öllum boðið í mat á Vattarnesi á miðvikudagskvöldið....fengum grillaða súlu í forrétt, og " ó mæ god" hvað það var gott...en það er voða gaman að vera á þessum bæ....hann er 30 km frá Reyðarfirði og ekkert í kring....Örn & pabbi komu með byssurnar sínar og eru búnir að vera skjóta þarna....svo fékk ég í hendurnar einn riffil og markmiðið var að hitta dós sem var frekr langt frá....allir voru búnir að reyna að hitta og meira að segja Alexander hafði fengið að reyna....svo hitti ég dósina...frekar gaman.
Örn kom líka með krossarann sinn og þeir Arnar hafa e-ð farið út að leika sér á því...Örn tók líka með sér Perlu, en það er tíkin hans, skoskur og er border kollí...hvernig sem það er svo sem skrifað.
Í gærkvöldi, eftir að við höfðum borðað það sem Örn hafði skotið fyrir okkur...fórum við mamma að baka kleinur...sem tókust bara nokkuð vel, þó ég segi sjálf frá..heheh....en hinir sögðu það svo sem líka.
Alexander fór loksins í leikskólann í morgun, en það er skólaferð hjá honum í dag...frá kl 8:00 - 11:00, og hann átti sko að taka með sér sundfötin líka, bara strax í einn sundtíma takk fyrir :)
En Alexander hefur fengið að fara með Afa sínum & Erni á Vattarnes á daginn...hann er svo að fíla sig þarna í fjárhúsunum og með alla hundana í kringum sig....og svo hefur reyndar ein 6 ára verið þarna líka....í heimsókn hjá ömmu & afa...en hún heitir Elínóra og er mjög skemmtilegur krakki, Elín Inga er auðvitað í esssssinu sínu með alla gestina í kringum sig, lætur heldur betur stjana við sig.
Það er allavega búið að vera yndislegt hjá okkur og verður vonandi áfram.

LATER

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ allir... nema ég:)
Það er gott að heyra að þið skemmtið ykkur og notið tímann saman enda á maður að njóta lífsin á meðan maður hefur heilsu og getu til þess. Maður er alltaf að sjá hvað lífið getur verið ósanngjarnt og stutt. Allavega er ég farin að líta öðrum augum á tilveruna. Maður á að eyða meiri tíma með þeim sem manni þykir vænst um því hver veit hvað morgundagurinn mun bjóða uppá.
Elska ykkur

Nafnlaus sagði...

Hó hó hó

hvad segid tid mín kæru?? Takk fyrir sídast í fermingunni, rosa gaman ad sjá ykkur. Takk fyrir Eyrúnu

Ég hef alltaf sagt ad Reykjavíkurpakkid er sko mjög svo óduglegt ad fara út á land í heimsóknir, tó ekki allir en mjög margir, tví allt tad fólk sem ég tekki og byr úti á landi er miklu miklu duglegra ad skjótast helgi og helgi í bæinn. Tek ykkur til fyrirmyndar. En vid komum nú austur í sumar og hlakkar mig mikid til, langt sídan sídast. Búin ad panta sólina og hitann, allt frágengid he he.

Sammála Lovísu, ekki bída med hlutina fyrr en tad er ordid of seint.

Sendi ykkur knús á línuna og hafid tad sem allra best,
ykkar Gudrun