sunnudagur, 10. júní 2007

10.júní - afmælis

Í gær var magnaður dagur, fyrir utan það að Arnar átti afmæli þá var hérna svaka húllum hæ, dagurinn byrjaði þegar við Sigga Dísa og Anna fórum í höllina að hlusta á forstjóra alcoa & becthel og ráðherra og fleira fólk, svo voru allskonar veitingar í boði. Við skelltum okkur svo í búðina að versla hammara, því við ætluðum að bjóða fólki í afmælis-grill...þar sem mikil dagskrá var plönuð þá var best að grilla e-ð fljótlegt :)
Við sátum svo úti garði og létum sólina sleikja okkur á meðan við biðum eftir því að Skoppa & Skrýtla byrjuðu uppí skóla...fórum svo á planið við molann og við Alexander fórum í tívolítæki og skemmtum okkur svo vel...Alex var orðinn svo ringlaður að hann gat ekki talað...hann fór svo í hoppukastala og við fengum okkur köku og djús...Ása & Gunnar komu svo með Tómas & Margréti...við röltum þá heim og gáfum þeim kaffi og buðum þeim í garðinn, það var að sjálfssögðu algjör steik í garðinum, Alex fór með Siggu & Óla og Írisi að horfa á Kalla á þakinu. Það var líka búið að stilla upp sviði við bíóið og það voru dúkkulísurnar, súellen og Nylon að spila....og það er nú ekki langt í bíóið heiman frá okkur svo við vorum í góðum fíling að hlusta á þetta allt í garðinum. Ása & Gunnar og krakkarnir fóru svo en þá birtist Elfa með Jónínu & Ingólf...við ákváðum þá að bjóða þeim í grillið líka og Anna skellti sér í búðina og verslaði fleiri hammara...svo vaqr nú farið að grilla...þá komu Sigga Dísa & Co með gest með sér, en það var Bjarni töframaður...svo við buðum honum að sjálfssögðu í hammara líka...við vorum svo rétt búin að borða þegar við þurftum að fara aftur uppí höll...en það byrjuðu tónleikar kl 19:00...Stefán Hilmarsson, Bjöggi Halldórs, Helgi Björnsson, Birgitta Haukdal, Eivör Pálsd. Felix Bergsson og queen showið...Það var svo gaman og við sungum og dönsuðum alveg af okkur rassgatið...Elín Inga skemmti sér alveg konunglega og var farin ða dansa við vinkonu sína af leikskólanum...Alex var nú samt orðinn smá þreyttur...og var sestur í kerruna hennar Elínar Ingu, þetta game allt saman var búið kl 22:00 en við fórum þegar queen showið var að byrja...enda búin að bjóða fullt af fólki í heimsókn...krakkarnir fóru að sofa og fólk byrjaði að streyma að...við sátum útí garði allt kvöldið, Óli kom með gítarinn og við sungum og höfðum það frekar skemmtilegt....Brammer félagar Arnars mættu allir á svæðið, en það eru breskir gaurar sem eru að þjónusta álverið og fleira fólk...en þetta var alveg magnaður dagur og allir orðnir vel brenndir & brúnir efir daginn.
Við vorum svo mætt útí garð um hádegi í dag og unnum slatta....mamma Siggi Örn reif allt draslið uppúr moldinni nú er það orðið heldur betur fínt þarna í horninu.....tók moldina og setti sand og raðaði steinunum .....allt að gerast, Arnar & Sammi tóku húsið í garðinum og er það nánast tilbúið núna, það á bara eftir að setja efralagið á þakið, en sláttuvélin og fleira er allavega komið inní skúrinn...allt að gerast.
Elín Inga vill bara vera úti að leika sér og hleypur beint útá róló þegar hún kemst út....beint í sandkassann og treður í sandinn....enda kemur bara sandur í bleyjuna...alveg ferleg og svo líður henni best þegar hún er drullug upp fyrir haus, hún hefur þá allavega e-ð frá mömmu sinni :)
Hún er orðin klár í enskunni líka..."happy days" og "jolly good" er voða vinsælt hjá skvísunni, svo segir hún "ég elska þig" og " góða nótt" þegar hún vill fara að sofa...
Alexander hefur verið að vandræðast með hjólið sitt, það er nú kominn slatta langur tími síðan ég tók hjálparadekkin af hjólinu hans...en hann er svo hræddur að það var ekki að ræða það að hjóla....það var allt í einu orðið það leiðinlegasta í heimi...hann var svo e-ð að æfa sig í garðinu í dag og datt þá bara í grasið....svo var það orðið svo erfitt að hjóla í grasinu að hann ákvað að prófa að fara á götuna, fékk hjálminn og lagði af stað....hjólaði svo stanslaust í 3 tíma...ætlaði bara ekki að koma inn....orðinn algjör gæji og stækkaði um nokkra sentimetra þegar fólkið í kring fór að hrósa honum með þetta :)
Ég ætla að setja nokkrar myndir inn núna og fara svo að bera á mig after sun....frekar rauð & heit :)
LATER

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast. Rosalega gaman að hitta ykkur, þangað til næst

Sólarkveðjur
Elfa og krakkarnir
en Jói sat eftir heima hihihi missti af öllu fjörinu.