....eigum við að ræða það eitthvað
Vá, mér finnst 1.maí bara nýbúinn...mjög góð helgi nýbúin og nú verður smá pása tekin á skemmtanalífið, svona ca 4 dagar....hehe..grín
Við fórum í siglingu á Týr og krakkarnir misstu sig alveg....hlupu um allt og ég hélt að þau myndu enda í sjónum, en allt endaði vel og bara gaman
Við fengum okkur trampolín um daginn og maður er mikið búin að hoppa & skoppa þar...verst hvað krakkarnir leyfa manni að vera svo stutt í einu :)
Arnar var að keppa áðan og sá leikur fór nú ekki vel.....17 - 0, svo það verður ekkert rætt meir
Okkur var boðið í frekar flott matarboð á föstudagskvöldið....hjá Viktoríu & Stuart...og ó mæ god hvað við fengum flottan og góðan mat.....það verður erfitt að toppa það, ég fæ vatn í munninn bara að hugsa til baka, bara gaman.
Svo eitt mar....síðasta miðvikudag mætti ég í vinnu kl.7:30 og fór heim í hádeginu á fimmtudeginum.....eigum við að ræða það e-ð....crazy að gera, en bara gaman :)
Það breytist ekkert hjá mér.....gleymi alltaf öllu því sem ég ætlaði að skrifa
Krakkarnir eru hress og skólinn búinn....Alex fer vonandi á e-ð námskeið í júní...þar sem það eina fyrir hann núna er að fara með pabba sínum í vinnuna, eða vera hjá ömmu Siggu.
LATER
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)